Birkir: Var búinn að segja við Bruce og félagið að ég vildi fara Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2018 17:30 Birkir Bjarnason, miðjumaður Aston Villa, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Aston Villa. Framan af fékk Birkir lítið að spila en nú spilar hann nánast hvern leik sem miðjumaður. Birkir var nálægt því að fara í janúar-glugganum og var búinn að segja þjálfaranum og stjórnarmönnum Villa að hann vildi fara fengi hann ekki að spila. „Við erum ekki búnir að vera góðir undanfarið en náðum okkur til baka í gær,” sagði Birkir í samtali við Hjört Hjartarson i Akraborginni. Birkir fékk lítið að spila hjá Villa fyrri hluta tímabilsins og flest benti til þess að hann færi frá enska B-deildarliðinu í janúar. Það breyttist og hann hefur spilað frábærlega fyrir Villa eftir áramót. „Það er mjög erfitt að segja en einhvern veginn þá fékk ég sénsinn á miðjunni. Hann ákvað að prófa mig þar og það gekk ótrúlega vel.” „Síðan hef ég nánast spilað hvern leik og það var sennilega eitthvað sem þeir sáu í mér sem djúpum miðjumann og það hefur hentað mér mjög vel,” en hversu nálægt var Birkir að fara? „Ég gat ekki haldið áfram svona fyrir HM. Ég var búinn að segja við félagið og Bruce (Steve Bruce, þjálfari Villa) að ég hafði mikinn áhuga á að fara til að fá að spila.” „Ég var búinn að segja þeim að ég vildi fara eitthvað annað. Um miðjan desember þá sögðu þeir að þeir gætu skoðað það og svo seinna í janúar þá var svarið alveg klárt nei.” Hann sér ekki eftir því núna að hafa verið áfram í Birmingham-borg og segir að það hafi alltaf verið valkostur númer eitt að vera áfram í Villa fengi hann að spila. „Ég vildi alltaf vera í Villa ef ég fengi að spila. Þetta er besti kosturinn fyrir mig og ég er ótrúlega ánægður að vera hérna enn þá og sýna hvað ég get.” Gamli refurinn, Steve Bruce, er þjálfari Villa og hefur hann verið mörg ár í boltanum. Aron ber honum söguna vel. „Hann er mjög fínn. Mjög góður að tala og er frábær taktísklega. Yfir höfuð mjög fínn kall og búinn að sýna hvað hann getur í Championship. Hann er búinn að fara upp í úrvalsdeildina nokkrum sinnum og hann er frábær stjóri.” Allt viðtalið við Birki má heyra efst í fréttinni en þar ræðir hann meðal annars um landsliðið, meiðslin sem hann varð fyrir í upphitun í gær og fleira til. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Birkir Bjarnason, miðjumaður Aston Villa, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Aston Villa. Framan af fékk Birkir lítið að spila en nú spilar hann nánast hvern leik sem miðjumaður. Birkir var nálægt því að fara í janúar-glugganum og var búinn að segja þjálfaranum og stjórnarmönnum Villa að hann vildi fara fengi hann ekki að spila. „Við erum ekki búnir að vera góðir undanfarið en náðum okkur til baka í gær,” sagði Birkir í samtali við Hjört Hjartarson i Akraborginni. Birkir fékk lítið að spila hjá Villa fyrri hluta tímabilsins og flest benti til þess að hann færi frá enska B-deildarliðinu í janúar. Það breyttist og hann hefur spilað frábærlega fyrir Villa eftir áramót. „Það er mjög erfitt að segja en einhvern veginn þá fékk ég sénsinn á miðjunni. Hann ákvað að prófa mig þar og það gekk ótrúlega vel.” „Síðan hef ég nánast spilað hvern leik og það var sennilega eitthvað sem þeir sáu í mér sem djúpum miðjumann og það hefur hentað mér mjög vel,” en hversu nálægt var Birkir að fara? „Ég gat ekki haldið áfram svona fyrir HM. Ég var búinn að segja við félagið og Bruce (Steve Bruce, þjálfari Villa) að ég hafði mikinn áhuga á að fara til að fá að spila.” „Ég var búinn að segja þeim að ég vildi fara eitthvað annað. Um miðjan desember þá sögðu þeir að þeir gætu skoðað það og svo seinna í janúar þá var svarið alveg klárt nei.” Hann sér ekki eftir því núna að hafa verið áfram í Birmingham-borg og segir að það hafi alltaf verið valkostur númer eitt að vera áfram í Villa fengi hann að spila. „Ég vildi alltaf vera í Villa ef ég fengi að spila. Þetta er besti kosturinn fyrir mig og ég er ótrúlega ánægður að vera hérna enn þá og sýna hvað ég get.” Gamli refurinn, Steve Bruce, er þjálfari Villa og hefur hann verið mörg ár í boltanum. Aron ber honum söguna vel. „Hann er mjög fínn. Mjög góður að tala og er frábær taktísklega. Yfir höfuð mjög fínn kall og búinn að sýna hvað hann getur í Championship. Hann er búinn að fara upp í úrvalsdeildina nokkrum sinnum og hann er frábær stjóri.” Allt viðtalið við Birki má heyra efst í fréttinni en þar ræðir hann meðal annars um landsliðið, meiðslin sem hann varð fyrir í upphitun í gær og fleira til.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira