Elliði í baráttusæti í Eyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2018 22:51 Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Eyþór Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, skipar að eigin beiðni fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en hann hefur leitt listann síðustu 12 ár. Hildur Sólveig Sigurðardóttir skipar fyrsta sæti á listanum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fulltrúaráði flokksins í Eyjum. Framboðslistinn var samþykktur á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum nú í kvöld. Elliði Vignisson bað um að skipa fimmta sæti í ár eftir 12 ár í leiðtogasætinu. Hann verður þó áfram bæði leiðtogi og bæjarstjóraefni listans. „Að vera leiðtogi snýst ekki um stöðu eða sæti, ætli maður sér að vera leiðtogi verður maður að vera tilbúinn til að hlusta og bregðast við. Eftir að hafa leitt listann úr fyrsta sæti í 12 ár tek ég alvarlega umræðu um þörfina á valddreifingu,“ er haft eftir Elliða. „Ég get að mörgu leyti tekið undir þá skoðun að það fylgir því lýðræðishalli að vera í senn í öruggasta sætinu, vera bæjarstjóraefni, oddviti og sá sem er með langmestu reynsluna. Þessu vil ég mæta með því að færa mig niður í framboðssæti sem að við lítum á sem sæti varabæjarfulltrúa. Ég vil líka líta á það sem skref til að skapa aukna sátt að víkja sætis fyrir ungt og nýtt fólk sem annars hefði ef til vill orðið að víkja af vettvangi bæjarmálanna,“ segir Elliði sem kvíðir því ekki að leiða listann sem varabæjarfulltrúi.Í fyrsta sæti fyrst kvenna í 20 ár Hildur Sólveig Sigurðardóttir er fyrsta konan í 20 ár sem skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Hún segist auðmjúk og þakklát fyrir það traust sem henni hefur verið sýnt með því að taka fyrsta sætið. „Það er ekki sjálfgefið að ungri konu sé falið hlutverk sem þetta og hvað þá að tvær konur skipi tvö efstu sætin. Þetta tel ég bæði sýna styrk okkar sem flokks sem og þann hug sem reynslumikið fólk í starfi okkar ber til ungs fólks og kvenna. Eitt af því sem helst einkennir okkur frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins er einlægur vilji til þess að halda áfram að gera samfélagið okkar betra og til að gera það mögulegt hikar fólk ekki við að víkja til hliðar eigin hagsmunum fyrir hagsmuni heildarinnar. Við viljum öll taka þátt í þeim verkefnum sem fram undan eru af áhuga og festu, til heilla fyrir íbúa Vestmannaeyja,“ segir Hildur Sólveig.Framboðslisti Sjálfstæðismanna er sem hér segir: 1. Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari 2. Helga Kristín Kolbeins, skólameistari 3. Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri 4. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri 5. Elliði Vignisson, oddviti og bæjarstjóri 6. Margrét Rós Ingólfsdóttir, félagsfræðingur 7. Sigursveinn Þórðarson, svæðisstjóri 8. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri 9. Andrea Guðjóns Jónasdóttir, sjúkraliði 10. Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi 11. Agnes Stefánsdóttir, framhaldsskólanemi 12. Arnar Svafarsson, sjómaður 13. Klaudia Beata Wróbel, nemi og túlkur 14. Bragi Ingiberg Ólafsson, eldri borgariSveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á ritstjorn@visir.is. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, skipar að eigin beiðni fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en hann hefur leitt listann síðustu 12 ár. Hildur Sólveig Sigurðardóttir skipar fyrsta sæti á listanum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fulltrúaráði flokksins í Eyjum. Framboðslistinn var samþykktur á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum nú í kvöld. Elliði Vignisson bað um að skipa fimmta sæti í ár eftir 12 ár í leiðtogasætinu. Hann verður þó áfram bæði leiðtogi og bæjarstjóraefni listans. „Að vera leiðtogi snýst ekki um stöðu eða sæti, ætli maður sér að vera leiðtogi verður maður að vera tilbúinn til að hlusta og bregðast við. Eftir að hafa leitt listann úr fyrsta sæti í 12 ár tek ég alvarlega umræðu um þörfina á valddreifingu,“ er haft eftir Elliða. „Ég get að mörgu leyti tekið undir þá skoðun að það fylgir því lýðræðishalli að vera í senn í öruggasta sætinu, vera bæjarstjóraefni, oddviti og sá sem er með langmestu reynsluna. Þessu vil ég mæta með því að færa mig niður í framboðssæti sem að við lítum á sem sæti varabæjarfulltrúa. Ég vil líka líta á það sem skref til að skapa aukna sátt að víkja sætis fyrir ungt og nýtt fólk sem annars hefði ef til vill orðið að víkja af vettvangi bæjarmálanna,“ segir Elliði sem kvíðir því ekki að leiða listann sem varabæjarfulltrúi.Í fyrsta sæti fyrst kvenna í 20 ár Hildur Sólveig Sigurðardóttir er fyrsta konan í 20 ár sem skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Hún segist auðmjúk og þakklát fyrir það traust sem henni hefur verið sýnt með því að taka fyrsta sætið. „Það er ekki sjálfgefið að ungri konu sé falið hlutverk sem þetta og hvað þá að tvær konur skipi tvö efstu sætin. Þetta tel ég bæði sýna styrk okkar sem flokks sem og þann hug sem reynslumikið fólk í starfi okkar ber til ungs fólks og kvenna. Eitt af því sem helst einkennir okkur frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins er einlægur vilji til þess að halda áfram að gera samfélagið okkar betra og til að gera það mögulegt hikar fólk ekki við að víkja til hliðar eigin hagsmunum fyrir hagsmuni heildarinnar. Við viljum öll taka þátt í þeim verkefnum sem fram undan eru af áhuga og festu, til heilla fyrir íbúa Vestmannaeyja,“ segir Hildur Sólveig.Framboðslisti Sjálfstæðismanna er sem hér segir: 1. Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari 2. Helga Kristín Kolbeins, skólameistari 3. Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri 4. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri 5. Elliði Vignisson, oddviti og bæjarstjóri 6. Margrét Rós Ingólfsdóttir, félagsfræðingur 7. Sigursveinn Þórðarson, svæðisstjóri 8. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri 9. Andrea Guðjóns Jónasdóttir, sjúkraliði 10. Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi 11. Agnes Stefánsdóttir, framhaldsskólanemi 12. Arnar Svafarsson, sjómaður 13. Klaudia Beata Wróbel, nemi og túlkur 14. Bragi Ingiberg Ólafsson, eldri borgariSveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á ritstjorn@visir.is.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00
Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30