Skagamenn hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í Inkasso-deild karla en Andri Adolphsson er kominn á láni frá Íslandsmeisturum Vals.
Andri er uppalinn á Skaganum en hann lék sextán leiki með Íslandsmeisturum Vals í deild og bikar á síðustu leiktíð.
Jóhannes Karl Guðjónsson er ánægður með komu Andra og segir hann smellpassa inn í hópinn fyrir sumarið,” segir á heimasíðu ÍA en Jóhannes Karl tók við liðinu í haust.
Þetta er gífurlegur liðsstyrkur fyrir ÍA sem berst væntanlega um að komast upp í Pepsi-deildina að nýju en Andri hefur yfirleitt leikið sem vængmaður.
ÍA mætir Leikni Reykjavík í fyrsta leik Inkasso-deildarinnar þann fimmta maí en áður mæta þeir annað hvort Snæfell eða ÍH í Mjólkurbikarnum þann 19. maí.
