Eftirlitsúr María Bjarnadóttir skrifar 13. apríl 2018 07:00 Fréttir af umfangsmikilli söfnun og sölu persónuupplýsinga í gegnum samfélagsmiðla hafa veitt persónuvernd löngu tímabæra og verðskuldaða athygli almennings. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þetta muni hafa áhrif á hvernig fólk deilir persónulegum upplýsingum. Það gerist nefnilega ekki bara í gegnum samfélagsmiðla. Hin forna speki Sókratesar „þekktu sjálfan þig“ hefur til dæmis öðlast nýtt inntak með stafrænum æfingaúrum og nær núna líka til „þekktu skrefafjölda þinn“, „þekktu daglegt kaloríumagn þitt“ og „þekktu meðalhraða þinn“. Sérstaklega á þetta við um þau sem hafa skipt fjallgöngum út fyrir hlaup, sem var skipt úr fyrir sjósund, sem var skipt úr fyrir racer-hjólreiðar og svo sameinað í þríþrautarkeppnum, áður en gönguskíðin tóku við síðasta vetur. Það þarf jú að fylgjast með þróun þols og úthalds. Þessum upplýsingum má auðveldlega breyta í peninga, eða andlag eftirlits, allt eftir því hvernig litið er á. Tryggingafélög í Englandi bjóða nú ódýrari tryggingar fyrir viðskiptamenn sem sýna fram á nægilegan skrefafjölda og svefn með því að veita fyrirtækinu aðgang að upplýsingunum um háttsemi sína allan sólarhringinn. Kannski er það kostaboð. Upplýsingarnar nýtast ekki bara fyrirtækjum. Þær geta verið öflug sönnunargögn í sakamálum, eins og gerðist í Þýskalandi í fyrra. Púlsmælir í æfingarúri manns sem sakfelldur var fyrir morð sýndi að hann hefði verið að erfiða, til dæmis við að draga lík upp tröppur, þegar hann sagðist hafa verið sofandi. Æfingaúrið þótti áreiðanlegri vitnisburður en notandi þess. Það vilja fleiri þekkja sjálfan þig en þið Sókrates. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Fréttir af umfangsmikilli söfnun og sölu persónuupplýsinga í gegnum samfélagsmiðla hafa veitt persónuvernd löngu tímabæra og verðskuldaða athygli almennings. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þetta muni hafa áhrif á hvernig fólk deilir persónulegum upplýsingum. Það gerist nefnilega ekki bara í gegnum samfélagsmiðla. Hin forna speki Sókratesar „þekktu sjálfan þig“ hefur til dæmis öðlast nýtt inntak með stafrænum æfingaúrum og nær núna líka til „þekktu skrefafjölda þinn“, „þekktu daglegt kaloríumagn þitt“ og „þekktu meðalhraða þinn“. Sérstaklega á þetta við um þau sem hafa skipt fjallgöngum út fyrir hlaup, sem var skipt úr fyrir sjósund, sem var skipt úr fyrir racer-hjólreiðar og svo sameinað í þríþrautarkeppnum, áður en gönguskíðin tóku við síðasta vetur. Það þarf jú að fylgjast með þróun þols og úthalds. Þessum upplýsingum má auðveldlega breyta í peninga, eða andlag eftirlits, allt eftir því hvernig litið er á. Tryggingafélög í Englandi bjóða nú ódýrari tryggingar fyrir viðskiptamenn sem sýna fram á nægilegan skrefafjölda og svefn með því að veita fyrirtækinu aðgang að upplýsingunum um háttsemi sína allan sólarhringinn. Kannski er það kostaboð. Upplýsingarnar nýtast ekki bara fyrirtækjum. Þær geta verið öflug sönnunargögn í sakamálum, eins og gerðist í Þýskalandi í fyrra. Púlsmælir í æfingarúri manns sem sakfelldur var fyrir morð sýndi að hann hefði verið að erfiða, til dæmis við að draga lík upp tröppur, þegar hann sagðist hafa verið sofandi. Æfingaúrið þótti áreiðanlegri vitnisburður en notandi þess. Það vilja fleiri þekkja sjálfan þig en þið Sókrates.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar