Um krónuvanda Svía Ingimundur Gíslason skrifar 13. apríl 2018 07:00 Árið 2003 var tillaga um upptöku evru í Svíþjóð felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Margir málsmetandi Svíar telja nú að það hafi verið mikil mistök. Í nýlegri umfjöllun sænska dagblaðsins Dagens Industri kemur fram að sænska krónan hafi ekki reynst stöðugur gjaldmikill. Hún hefur til dæmis fallið mikið í verðgildi upp á síðkastið, einkum vegna mínusvaxtastefnu Sænska seðlabankans. Afleiðingin er versnandi kjör almennings þar sem innfluttar vörur og þjónusta hafa hækkað mikið í verði. Utanlandsferðir verða fólki of dýrar nema kannski helst til Venezuela eða Zimbabwe. Almenningur er látinn borga brúsann en fyrirtæki í útflutningi og hluthafar þeirra græða. Kannast ekki einhver hér á landi við svona ástand? Í Svíþjóð búa um það bil 10 milljónir manna. Útflutningsiðnaður er háþróaður, þeir framleiða meira að segja bíla og orustuþotur, bæði til eigin nota og til útflutnings. Miðað við Ísland er Svíþjóð stórþjóð með öflugt atvinnulíf. Samt eru þeir í vandræðum með að halda uppi eigin mynt. Það er goðsögn, sem varla stenst, að best sé að hafa fljótandi eigin mynt þegar eitthvað bjátar á í þjóðarbúskapnum. Að vísu gefst þá lélegum stjórnmálamönnum tækifæri til að leiðrétta eigin mistök á kostnað fólksins í landinu. Reynsla í öðrum löndum sýnir kosti þess að búa við stöðugan gjaldmiðil í samvinnu við aðrar þjóðir. Hins vegar er erfitt fyrir eina þjóð að halda uppi fastgengisstefnu. Á seinni hluta síðustu aldar var þó fastgengisstefna við lýði um stutt tímabil í Svíþjóð og jókst þá framleiðni í sænskum iðnaði um 30 prósent.Höfundur er augnlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2003 var tillaga um upptöku evru í Svíþjóð felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Margir málsmetandi Svíar telja nú að það hafi verið mikil mistök. Í nýlegri umfjöllun sænska dagblaðsins Dagens Industri kemur fram að sænska krónan hafi ekki reynst stöðugur gjaldmikill. Hún hefur til dæmis fallið mikið í verðgildi upp á síðkastið, einkum vegna mínusvaxtastefnu Sænska seðlabankans. Afleiðingin er versnandi kjör almennings þar sem innfluttar vörur og þjónusta hafa hækkað mikið í verði. Utanlandsferðir verða fólki of dýrar nema kannski helst til Venezuela eða Zimbabwe. Almenningur er látinn borga brúsann en fyrirtæki í útflutningi og hluthafar þeirra græða. Kannast ekki einhver hér á landi við svona ástand? Í Svíþjóð búa um það bil 10 milljónir manna. Útflutningsiðnaður er háþróaður, þeir framleiða meira að segja bíla og orustuþotur, bæði til eigin nota og til útflutnings. Miðað við Ísland er Svíþjóð stórþjóð með öflugt atvinnulíf. Samt eru þeir í vandræðum með að halda uppi eigin mynt. Það er goðsögn, sem varla stenst, að best sé að hafa fljótandi eigin mynt þegar eitthvað bjátar á í þjóðarbúskapnum. Að vísu gefst þá lélegum stjórnmálamönnum tækifæri til að leiðrétta eigin mistök á kostnað fólksins í landinu. Reynsla í öðrum löndum sýnir kosti þess að búa við stöðugan gjaldmiðil í samvinnu við aðrar þjóðir. Hins vegar er erfitt fyrir eina þjóð að halda uppi fastgengisstefnu. Á seinni hluta síðustu aldar var þó fastgengisstefna við lýði um stutt tímabil í Svíþjóð og jókst þá framleiðni í sænskum iðnaði um 30 prósent.Höfundur er augnlæknir
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar