Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2018 22:30 María Sveinsdóttir sýnir varðturninn á Álftanesi sem stóð við hliðið inn í herstöðina. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Maríu Sveinsdóttur frá Jörfa á Álftanesi. María var ung stúlka þegar herinn kom á Álftanes en hennar fyrstu æskuminningar eru einmitt frá stríðsárunum. Fánastöngin við heimili hennar á Jörfa stendur þar sem áður var stæði fyrir fjórar loftvarnabyssur. Við hús hennar má enn sjá loftvarnabyrgi, sem pabbi hennar notaði síðar sem kartöflugeymslu eftir stríð. „Pabbi fékk ekkert fyrir þetta að láta allt landið sitt undir herinn. En þegar þeir fara þá hirða þeir tæki og tól, allt sem þeir áttu þannig, en hann mátti eiga alla braggana. Eftir það fór hann að rífa braggana og selja, - bara til þess að fólk gæti byggt úr þessu. Og hann fékk góðan pening fyrir það og það bjargaði honum. Hann gat notað það til þess að kaupa fyrsta traktorinn,” sagði María.María Sveinsdóttir sýnir loftvarnabyrgið við Jörfa á Álftanesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Eitt heillegasta mannvirkið úr stríðinu er varðturninn sem stóð við hliðið inn í þessa 500 manna herstöð, sem nefnd var Brighton Camp. María segir samskipti Álftnesinga við hermennina hafa verið góð. Þeir hafi verið eðalmenn. „Það voru margar konur sem fengu vinnu við að þvo þvottinn þeirra. Og þá var alltaf sagt: Kaninn hennar Gerðu. Kaninn hennar Stínu. Kaninn hennar... Og það var talað um það af því að þær þvoðu þvottinn þeirra og fengu peninga fyrir það,” sagði María. Við spurðum Maríu nánar um samskipti kvennanna á Álftanesi við hermennina en svar hennar birtist í þættinum „Um land allt” á mánudagskvöld. Þar verða sýndar myndir af fleiri stríðsminjum en þátturinn fjallar um mannlíf á Álftanesi, allt frá landnámi til nútíma. Aðalviðmælandi þáttarins er Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, en hún er höfundur Álftanessögu, sagnfræðirits um sögu byggðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með viðtali við Maríu: Garðabær Um land allt Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Settu bílslys á svið Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Maríu Sveinsdóttur frá Jörfa á Álftanesi. María var ung stúlka þegar herinn kom á Álftanes en hennar fyrstu æskuminningar eru einmitt frá stríðsárunum. Fánastöngin við heimili hennar á Jörfa stendur þar sem áður var stæði fyrir fjórar loftvarnabyssur. Við hús hennar má enn sjá loftvarnabyrgi, sem pabbi hennar notaði síðar sem kartöflugeymslu eftir stríð. „Pabbi fékk ekkert fyrir þetta að láta allt landið sitt undir herinn. En þegar þeir fara þá hirða þeir tæki og tól, allt sem þeir áttu þannig, en hann mátti eiga alla braggana. Eftir það fór hann að rífa braggana og selja, - bara til þess að fólk gæti byggt úr þessu. Og hann fékk góðan pening fyrir það og það bjargaði honum. Hann gat notað það til þess að kaupa fyrsta traktorinn,” sagði María.María Sveinsdóttir sýnir loftvarnabyrgið við Jörfa á Álftanesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Eitt heillegasta mannvirkið úr stríðinu er varðturninn sem stóð við hliðið inn í þessa 500 manna herstöð, sem nefnd var Brighton Camp. María segir samskipti Álftnesinga við hermennina hafa verið góð. Þeir hafi verið eðalmenn. „Það voru margar konur sem fengu vinnu við að þvo þvottinn þeirra. Og þá var alltaf sagt: Kaninn hennar Gerðu. Kaninn hennar Stínu. Kaninn hennar... Og það var talað um það af því að þær þvoðu þvottinn þeirra og fengu peninga fyrir það,” sagði María. Við spurðum Maríu nánar um samskipti kvennanna á Álftanesi við hermennina en svar hennar birtist í þættinum „Um land allt” á mánudagskvöld. Þar verða sýndar myndir af fleiri stríðsminjum en þátturinn fjallar um mannlíf á Álftanesi, allt frá landnámi til nútíma. Aðalviðmælandi þáttarins er Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, en hún er höfundur Álftanessögu, sagnfræðirits um sögu byggðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með viðtali við Maríu:
Garðabær Um land allt Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Settu bílslys á svið Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira