Framkvæmdarstjóri Amnesty segir glæpavæðingu fóstureyðinga ofbeldi Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 11:09 Salil Shetty, framkvæmdarstjóri Amnesty International. Vísir/AFP Ströng fóstureyðingarlög í Suður-Ameríku hefur leitt til óþarfa dauðsfalla þúsunda kvenna segir Salil Shetty, framkvæmdarstjóri Amnesty International. Hann hefur kallað eftir lagasetningu í kringum málefnið sem gerir aðgerðina löglega og aðgengilega og gagnrýnir stjórnvöld þeirra landa sem banna aðgerðina með öllu. Hann segir glæpavæðingu fóstureyðinga vera ofbeldi gegn konum sem dragi ekki úr fóstureyðingum, heldur geri þær aðeins hættusamari og leiði af sér dauðsföll. Einnig kennir hann öfgum gagnstæðra fylkinga í stjórnmálum, vantraust á lýðræðið og efnahagslegri hnignun um mannréttindakrísu á svæðinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Suður-Ameríka þótti alltaf framar hvað varðar mannréttindi en Asía eða Afríka, en mikil afturför hefur átt sér stað á stuttum tíma“ sagði Shetty. Sex lönd álfunnar banna fóstureyðingar undir öllum kringumstæðum, á meðan níu leyfa aðgerðina aðeins ef líf konunnar er í hættu. Argentína hefur tekið sín lög til endurskoðunar, í landinu má einungis framkvæma aðgerðina ef andleg eða líkamleg heilsa konunnar er í hættu. Shetty benti á að rúmlega þrjú þúsund konur hafa látið lífið í Argentínu síðustu 25 ár vegna ólöglegra fóstureyðinga sem uppfylla ekki öryggiskröfur og telur hann að fjöldi ólöglegra aðgerða sé um hálf milljón á ári. „Á meðan umræðan á sér stað eru konur að deyja“ sagði Shetty. Shetty fundaði með Mauricio Macri, forseta Argentínu, um málið en forsetinn segist vera mótfallinn lagasetningu í kringum fóstureyðingar. Hann hefur þó leyft samflokksmönnum sínum í miðju-hægriflokknum PRO að kjósa eftir eigin sannfæringu þegar frumvarp sem leggur til að leyfa fóstureyðingar að 14. viku verður lagt fyrir þingið. Shetty sagði forsetann eiga taka skýra afstöðu með lagasetningu til að vernda heilsu og réttindi kvenna og að hlutleysi í málinu væri ekki boðlegt. Argentína Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Ströng fóstureyðingarlög í Suður-Ameríku hefur leitt til óþarfa dauðsfalla þúsunda kvenna segir Salil Shetty, framkvæmdarstjóri Amnesty International. Hann hefur kallað eftir lagasetningu í kringum málefnið sem gerir aðgerðina löglega og aðgengilega og gagnrýnir stjórnvöld þeirra landa sem banna aðgerðina með öllu. Hann segir glæpavæðingu fóstureyðinga vera ofbeldi gegn konum sem dragi ekki úr fóstureyðingum, heldur geri þær aðeins hættusamari og leiði af sér dauðsföll. Einnig kennir hann öfgum gagnstæðra fylkinga í stjórnmálum, vantraust á lýðræðið og efnahagslegri hnignun um mannréttindakrísu á svæðinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Suður-Ameríka þótti alltaf framar hvað varðar mannréttindi en Asía eða Afríka, en mikil afturför hefur átt sér stað á stuttum tíma“ sagði Shetty. Sex lönd álfunnar banna fóstureyðingar undir öllum kringumstæðum, á meðan níu leyfa aðgerðina aðeins ef líf konunnar er í hættu. Argentína hefur tekið sín lög til endurskoðunar, í landinu má einungis framkvæma aðgerðina ef andleg eða líkamleg heilsa konunnar er í hættu. Shetty benti á að rúmlega þrjú þúsund konur hafa látið lífið í Argentínu síðustu 25 ár vegna ólöglegra fóstureyðinga sem uppfylla ekki öryggiskröfur og telur hann að fjöldi ólöglegra aðgerða sé um hálf milljón á ári. „Á meðan umræðan á sér stað eru konur að deyja“ sagði Shetty. Shetty fundaði með Mauricio Macri, forseta Argentínu, um málið en forsetinn segist vera mótfallinn lagasetningu í kringum fóstureyðingar. Hann hefur þó leyft samflokksmönnum sínum í miðju-hægriflokknum PRO að kjósa eftir eigin sannfæringu þegar frumvarp sem leggur til að leyfa fóstureyðingar að 14. viku verður lagt fyrir þingið. Shetty sagði forsetann eiga taka skýra afstöðu með lagasetningu til að vernda heilsu og réttindi kvenna og að hlutleysi í málinu væri ekki boðlegt.
Argentína Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira