Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2018 17:18 Enn einn blaðamaður deyr í Rússlandi. nordicphotos/AFP Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. BBC greinir frá því að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést síðar. Stjórnvöld í borginni segja ekkert sjálfsmorðsbréf hafa fundist á Borodin og að ólíklegt sé að dauðsfallið hafi borið að með saknæmum hætti. Hurðin að íbúðinni hafi verið læst, sem bendi til þess að enginn hafi farið inn eða út úr henni. Polina Rumyantseva, aðalritstjóri fjölmiðilsins Novy Den, sem Borodin vann hjá, sagðist ekki geta útilokað að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti og að hann hafi ekki haft neina ástæðu til að fremja sjálfsmorð. Harlem Désir, hjá Öryggis - og samvinnustofnun Evrópu (OSCE), sagði dauðsfallið vekja upp alvarlegar áhyggjur og það yrði að rannsaka það til hlítar. Borodin hafði nýlega fjallað um rússneska málaliða, kallaða „Wagner Group“. Þeir eru sagðir hafa farið til Sýrlands að berjast með sveitum hliðhollum stjórnvöldum þar í landi og fallið í átökum við herafla Bandaríkjanna í Deir al-Zour héraði, þann 7. febrúar síðastliðinn. Borodin hafði fjallað um þrjá menn úr þessari sveit málaliða sem komu frá Sverdlovsk héraði í Úralfjöllunum, en Yekaterinburg er aðal borg héraðsins.Hættulegt starf í þessum hluta heimsins Það hefur lengi verið hættulegt að starfa sem blaðamaður í Rússlandi. Flestum fjölmiðlum í Rússlandi er stjórnað af stjórnvöldum í Moskvu. Samkvæmt Freedom House, alþjóðlegum samtökum sem berjast fyrir frelsi og lýðræði í heiminum, er Rússland í 83. sæti af 100 yfir frelsi fjölmiðla í heiminum. Margir rússneskir blaðamenn hafa dáið síðustu ár vegna starfs síns. Einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Rússlands, Anna Politkovskaya, var skotin til bana í lyftu í blokkinni sem hún bjó í árið 2006. Hún hafði verið að fjalla um mannréttindabrot í Téténíu. Blaðamaðurinn Mikhail Beketov hlaut heilaskaða tveimur árum síðar. Hann hafði fjallað um spillingu í Rússlandi og barist gegn áformum stjórnvalda um að leggja veg í gegnum skóg nærri Moskvu. Hann dó árið 2013. Erlent Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. BBC greinir frá því að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést síðar. Stjórnvöld í borginni segja ekkert sjálfsmorðsbréf hafa fundist á Borodin og að ólíklegt sé að dauðsfallið hafi borið að með saknæmum hætti. Hurðin að íbúðinni hafi verið læst, sem bendi til þess að enginn hafi farið inn eða út úr henni. Polina Rumyantseva, aðalritstjóri fjölmiðilsins Novy Den, sem Borodin vann hjá, sagðist ekki geta útilokað að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti og að hann hafi ekki haft neina ástæðu til að fremja sjálfsmorð. Harlem Désir, hjá Öryggis - og samvinnustofnun Evrópu (OSCE), sagði dauðsfallið vekja upp alvarlegar áhyggjur og það yrði að rannsaka það til hlítar. Borodin hafði nýlega fjallað um rússneska málaliða, kallaða „Wagner Group“. Þeir eru sagðir hafa farið til Sýrlands að berjast með sveitum hliðhollum stjórnvöldum þar í landi og fallið í átökum við herafla Bandaríkjanna í Deir al-Zour héraði, þann 7. febrúar síðastliðinn. Borodin hafði fjallað um þrjá menn úr þessari sveit málaliða sem komu frá Sverdlovsk héraði í Úralfjöllunum, en Yekaterinburg er aðal borg héraðsins.Hættulegt starf í þessum hluta heimsins Það hefur lengi verið hættulegt að starfa sem blaðamaður í Rússlandi. Flestum fjölmiðlum í Rússlandi er stjórnað af stjórnvöldum í Moskvu. Samkvæmt Freedom House, alþjóðlegum samtökum sem berjast fyrir frelsi og lýðræði í heiminum, er Rússland í 83. sæti af 100 yfir frelsi fjölmiðla í heiminum. Margir rússneskir blaðamenn hafa dáið síðustu ár vegna starfs síns. Einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Rússlands, Anna Politkovskaya, var skotin til bana í lyftu í blokkinni sem hún bjó í árið 2006. Hún hafði verið að fjalla um mannréttindabrot í Téténíu. Blaðamaðurinn Mikhail Beketov hlaut heilaskaða tveimur árum síðar. Hann hafði fjallað um spillingu í Rússlandi og barist gegn áformum stjórnvalda um að leggja veg í gegnum skóg nærri Moskvu. Hann dó árið 2013.
Erlent Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira