Félagsmálaráðherra kallar leigusala á sinn fund Höskuldur Kári Schram skrifar 16. apríl 2018 18:43 Félagsmálaráðherra hefur kallað eigendur þjónustuíbúða við Boðaþing í Kópavogi á sinn fund vegna ákvörðunar þeirra um að segja upp leigusamningum við íbúa í húsinu. Ráðherra segist finna fyrir aukinni hörku á leigumarkaði og segir nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi. Hópur aldraðra íbúa í þjónustu- og öryggisíbúðum við Boðaðþing hefur á undanförnum árum staðið í málaferlum við rekstrarfélag íbúðanna vegna ágreinings um innheimtu hússjóðs. Íbúarnir töldu að hússjóðurinn hafi verið notaður til að standa straum af óskyldum kostnaði og kröfðust þess að fá endurgreitt. Heildarupphæðin hljóp á mörgum milljónum króna. Íbúðirnar eru í eigu Naustavarar sem er dótturfélag Sjómannadagsráðs og er rekið samhliða Hrafnistu. Héraðsdómur dæmdi í málinu á síðasta ári og féllst á allar kröfur íbúa. Félagið greip þá til þess ráðs að breyta leigusamningi. Þeir sem neituðu að skrifa undir fengu uppsögn og hefur þeim nú verið gert að yfirgefa íbúðir sínar á næstu mánuðum. Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók málið upp á Alþingi í dag og kallaði eftir afstöðu félagsmálaráðherra. „Staðreyndin er sú að leigusali, í þessu tilviki er dótturfélags Sjómannadagsráðs, er móðurfélag yfir öllum Hrafnistuheimilunum. Naustavör heitir það. Eins og við vitum njóta Hrafnistuheimilin samninga við Sjúkratryggingar Íslands, þannig að þetta er alls ekki þannig að við eigum ekki að taka utan um málið og að það sé ekki stutt af almannafé,“ sagði Inga Sæland á Alþingi. Ráðherra sagði þetti dæmi um þá hörku sem er í gangi á leigumarkaði og við því verði að bregðast. „Ég hef líka tilkynnt þeim leigusölum sem þarna eiga í hlut að ég hyggist boða þá á fund til að fara yfir þetta einstaka mál og önnur sambærileg mál. Ég vil bara segja að ég held að sú staða sem er á leigumarkaði í dag á Íslandi kalli á stjórnvöld verði tilbúin til þess að skoða þessi mál betur, enda vantar oft og tíðum svolítið félagslegu taugina í þetta,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Húsnæðismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur kallað eigendur þjónustuíbúða við Boðaþing í Kópavogi á sinn fund vegna ákvörðunar þeirra um að segja upp leigusamningum við íbúa í húsinu. Ráðherra segist finna fyrir aukinni hörku á leigumarkaði og segir nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi. Hópur aldraðra íbúa í þjónustu- og öryggisíbúðum við Boðaðþing hefur á undanförnum árum staðið í málaferlum við rekstrarfélag íbúðanna vegna ágreinings um innheimtu hússjóðs. Íbúarnir töldu að hússjóðurinn hafi verið notaður til að standa straum af óskyldum kostnaði og kröfðust þess að fá endurgreitt. Heildarupphæðin hljóp á mörgum milljónum króna. Íbúðirnar eru í eigu Naustavarar sem er dótturfélag Sjómannadagsráðs og er rekið samhliða Hrafnistu. Héraðsdómur dæmdi í málinu á síðasta ári og féllst á allar kröfur íbúa. Félagið greip þá til þess ráðs að breyta leigusamningi. Þeir sem neituðu að skrifa undir fengu uppsögn og hefur þeim nú verið gert að yfirgefa íbúðir sínar á næstu mánuðum. Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók málið upp á Alþingi í dag og kallaði eftir afstöðu félagsmálaráðherra. „Staðreyndin er sú að leigusali, í þessu tilviki er dótturfélags Sjómannadagsráðs, er móðurfélag yfir öllum Hrafnistuheimilunum. Naustavör heitir það. Eins og við vitum njóta Hrafnistuheimilin samninga við Sjúkratryggingar Íslands, þannig að þetta er alls ekki þannig að við eigum ekki að taka utan um málið og að það sé ekki stutt af almannafé,“ sagði Inga Sæland á Alþingi. Ráðherra sagði þetti dæmi um þá hörku sem er í gangi á leigumarkaði og við því verði að bregðast. „Ég hef líka tilkynnt þeim leigusölum sem þarna eiga í hlut að ég hyggist boða þá á fund til að fara yfir þetta einstaka mál og önnur sambærileg mál. Ég vil bara segja að ég held að sú staða sem er á leigumarkaði í dag á Íslandi kalli á stjórnvöld verði tilbúin til þess að skoða þessi mál betur, enda vantar oft og tíðum svolítið félagslegu taugina í þetta,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Húsnæðismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Sjá meira