Ísland leiðandi í baráttu gegn lifrarbólgu C Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 16. apríl 2018 19:44 Sjúkrahúsið Vogur, Landspítali og embætti sóttvarnarlæknis vinna saman að því að lækna lifrarbólgu C hérlendis. VÍSIR/VILHELM Átak gegn lifrarbólgu C sem starfrækt hefur verið hérlendis frá árinu 2016 skilar góðum árangri en alls eru á sjöunda hundrað manns læknuð eða á batavegi fyrir tilstilli þess. Átakið hófst í byrjun árs 2016 í kjölfar baráttu Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur fyrir því að hljóta meðferð. Fanney Björk var hafnað um meðferð við sjúkdómnum á grundvelli kostnaðar meðferðarinnar en kostnaður við lyfjagjöf hvers sjúklings getur numið allt að tíu milljónum króna. Fanney Björk höfðaði í kjölfarið mál gegn íslenska ríkinu. Úrskurður var kvaddur í máli hennar í september árið 2015 og tapaði Fanney málinu. Þrátt fyrir að tapa málinu fyrir héraðsdómi náði barátta hennar rækilega á kortið og veittu Eyjafréttir henni titilinn Eyjamaður ársins. Barátta Fanneyjar var þó alls ekki til einskis því þremur vikum síðar var tilkynnt var að sjúklingum með lifrarbólgu C myndi bjóðast lyfjagjöf. Fanney er í dag ein af fjölmörgum sem læknast hafa af lifrarbólgu C.Fanney Björk læknaðist fyrir tilstilli átaksins.Visir / StefánValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti niðurstöður átaksins á alþjóðlegri ráðstefnu í París í síðustu viku. Niðurstöðurnar ná yfir fyrstu 15 mánuði átaksins. Tekist hefur að lækka um 72% algengi lifrarbólgu C meðal þeirra sem leggjast inn á Vog með sögu um neyslu vímuefna um æð. Árið 2015 var algengi smits hjá þessum hópi 43% en var komið niður í 12% árið 2017. Árangurinn hér á landi hefur vakið athygli utan landsteinanna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sett sér markmið um að fækka þeim sem smitast af lifrarbólgu C um 80% fyrir árið 2030. Líklegt þykir miðað við gengi átaksins hérlendis að Ísland muni fyrst landa ná markmiðinu, alls tíu árum á undan áætlun. Innlent Tengdar fréttir Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Fanney laus við lifrarbólgu C: „Þetta er eins og nýtt líf“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir Eyjakona með meiru fagnar í dag. Ári eftir að hafa tapað máli gegn íslenska ríkinu er hún laus við sjúkdóminn. 22. september 2016 12:51 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Átak gegn lifrarbólgu C sem starfrækt hefur verið hérlendis frá árinu 2016 skilar góðum árangri en alls eru á sjöunda hundrað manns læknuð eða á batavegi fyrir tilstilli þess. Átakið hófst í byrjun árs 2016 í kjölfar baráttu Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur fyrir því að hljóta meðferð. Fanney Björk var hafnað um meðferð við sjúkdómnum á grundvelli kostnaðar meðferðarinnar en kostnaður við lyfjagjöf hvers sjúklings getur numið allt að tíu milljónum króna. Fanney Björk höfðaði í kjölfarið mál gegn íslenska ríkinu. Úrskurður var kvaddur í máli hennar í september árið 2015 og tapaði Fanney málinu. Þrátt fyrir að tapa málinu fyrir héraðsdómi náði barátta hennar rækilega á kortið og veittu Eyjafréttir henni titilinn Eyjamaður ársins. Barátta Fanneyjar var þó alls ekki til einskis því þremur vikum síðar var tilkynnt var að sjúklingum með lifrarbólgu C myndi bjóðast lyfjagjöf. Fanney er í dag ein af fjölmörgum sem læknast hafa af lifrarbólgu C.Fanney Björk læknaðist fyrir tilstilli átaksins.Visir / StefánValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti niðurstöður átaksins á alþjóðlegri ráðstefnu í París í síðustu viku. Niðurstöðurnar ná yfir fyrstu 15 mánuði átaksins. Tekist hefur að lækka um 72% algengi lifrarbólgu C meðal þeirra sem leggjast inn á Vog með sögu um neyslu vímuefna um æð. Árið 2015 var algengi smits hjá þessum hópi 43% en var komið niður í 12% árið 2017. Árangurinn hér á landi hefur vakið athygli utan landsteinanna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sett sér markmið um að fækka þeim sem smitast af lifrarbólgu C um 80% fyrir árið 2030. Líklegt þykir miðað við gengi átaksins hérlendis að Ísland muni fyrst landa ná markmiðinu, alls tíu árum á undan áætlun.
Innlent Tengdar fréttir Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Fanney laus við lifrarbólgu C: „Þetta er eins og nýtt líf“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir Eyjakona með meiru fagnar í dag. Ári eftir að hafa tapað máli gegn íslenska ríkinu er hún laus við sjúkdóminn. 22. september 2016 12:51 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10
Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52
Fanney laus við lifrarbólgu C: „Þetta er eins og nýtt líf“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir Eyjakona með meiru fagnar í dag. Ári eftir að hafa tapað máli gegn íslenska ríkinu er hún laus við sjúkdóminn. 22. september 2016 12:51