Ísland leiðandi í baráttu gegn lifrarbólgu C Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 16. apríl 2018 19:44 Sjúkrahúsið Vogur, Landspítali og embætti sóttvarnarlæknis vinna saman að því að lækna lifrarbólgu C hérlendis. VÍSIR/VILHELM Átak gegn lifrarbólgu C sem starfrækt hefur verið hérlendis frá árinu 2016 skilar góðum árangri en alls eru á sjöunda hundrað manns læknuð eða á batavegi fyrir tilstilli þess. Átakið hófst í byrjun árs 2016 í kjölfar baráttu Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur fyrir því að hljóta meðferð. Fanney Björk var hafnað um meðferð við sjúkdómnum á grundvelli kostnaðar meðferðarinnar en kostnaður við lyfjagjöf hvers sjúklings getur numið allt að tíu milljónum króna. Fanney Björk höfðaði í kjölfarið mál gegn íslenska ríkinu. Úrskurður var kvaddur í máli hennar í september árið 2015 og tapaði Fanney málinu. Þrátt fyrir að tapa málinu fyrir héraðsdómi náði barátta hennar rækilega á kortið og veittu Eyjafréttir henni titilinn Eyjamaður ársins. Barátta Fanneyjar var þó alls ekki til einskis því þremur vikum síðar var tilkynnt var að sjúklingum með lifrarbólgu C myndi bjóðast lyfjagjöf. Fanney er í dag ein af fjölmörgum sem læknast hafa af lifrarbólgu C.Fanney Björk læknaðist fyrir tilstilli átaksins.Visir / StefánValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti niðurstöður átaksins á alþjóðlegri ráðstefnu í París í síðustu viku. Niðurstöðurnar ná yfir fyrstu 15 mánuði átaksins. Tekist hefur að lækka um 72% algengi lifrarbólgu C meðal þeirra sem leggjast inn á Vog með sögu um neyslu vímuefna um æð. Árið 2015 var algengi smits hjá þessum hópi 43% en var komið niður í 12% árið 2017. Árangurinn hér á landi hefur vakið athygli utan landsteinanna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sett sér markmið um að fækka þeim sem smitast af lifrarbólgu C um 80% fyrir árið 2030. Líklegt þykir miðað við gengi átaksins hérlendis að Ísland muni fyrst landa ná markmiðinu, alls tíu árum á undan áætlun. Innlent Tengdar fréttir Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Fanney laus við lifrarbólgu C: „Þetta er eins og nýtt líf“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir Eyjakona með meiru fagnar í dag. Ári eftir að hafa tapað máli gegn íslenska ríkinu er hún laus við sjúkdóminn. 22. september 2016 12:51 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Átak gegn lifrarbólgu C sem starfrækt hefur verið hérlendis frá árinu 2016 skilar góðum árangri en alls eru á sjöunda hundrað manns læknuð eða á batavegi fyrir tilstilli þess. Átakið hófst í byrjun árs 2016 í kjölfar baráttu Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur fyrir því að hljóta meðferð. Fanney Björk var hafnað um meðferð við sjúkdómnum á grundvelli kostnaðar meðferðarinnar en kostnaður við lyfjagjöf hvers sjúklings getur numið allt að tíu milljónum króna. Fanney Björk höfðaði í kjölfarið mál gegn íslenska ríkinu. Úrskurður var kvaddur í máli hennar í september árið 2015 og tapaði Fanney málinu. Þrátt fyrir að tapa málinu fyrir héraðsdómi náði barátta hennar rækilega á kortið og veittu Eyjafréttir henni titilinn Eyjamaður ársins. Barátta Fanneyjar var þó alls ekki til einskis því þremur vikum síðar var tilkynnt var að sjúklingum með lifrarbólgu C myndi bjóðast lyfjagjöf. Fanney er í dag ein af fjölmörgum sem læknast hafa af lifrarbólgu C.Fanney Björk læknaðist fyrir tilstilli átaksins.Visir / StefánValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti niðurstöður átaksins á alþjóðlegri ráðstefnu í París í síðustu viku. Niðurstöðurnar ná yfir fyrstu 15 mánuði átaksins. Tekist hefur að lækka um 72% algengi lifrarbólgu C meðal þeirra sem leggjast inn á Vog með sögu um neyslu vímuefna um æð. Árið 2015 var algengi smits hjá þessum hópi 43% en var komið niður í 12% árið 2017. Árangurinn hér á landi hefur vakið athygli utan landsteinanna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sett sér markmið um að fækka þeim sem smitast af lifrarbólgu C um 80% fyrir árið 2030. Líklegt þykir miðað við gengi átaksins hérlendis að Ísland muni fyrst landa ná markmiðinu, alls tíu árum á undan áætlun.
Innlent Tengdar fréttir Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Fanney laus við lifrarbólgu C: „Þetta er eins og nýtt líf“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir Eyjakona með meiru fagnar í dag. Ári eftir að hafa tapað máli gegn íslenska ríkinu er hún laus við sjúkdóminn. 22. september 2016 12:51 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10
Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52
Fanney laus við lifrarbólgu C: „Þetta er eins og nýtt líf“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir Eyjakona með meiru fagnar í dag. Ári eftir að hafa tapað máli gegn íslenska ríkinu er hún laus við sjúkdóminn. 22. september 2016 12:51
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent