Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 16. apríl 2018 23:34 Tillögur Sjálfstæðisflokksins um flata niðurfellingu fasteignaskatta fyrir eldri borgara í Reykjavík samræmast ekki lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Hagfræðingur bendir á að slík breyting myndi helst gagnast eignamiklum einstaklingum með háar ráðstöfunartekjur. Sjálfstæðisflokkurinn kynnti stefnumál sín í borginni um helgina, en meðal loforða er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri. Þessi fyrirheit hafa verið uppspretta umræðna og deilna á samfélagsmiðlum, þar sem m.a. er bent á að tekjulægsti hópur eldri borgara sé þegar undanþeginn slíkum sköttum og breytingin myndi því helst gagnast þeim sem eru vel stæðir. „Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum,“ segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, Konráð S. Guðjónsson. Þegar rýnt er í talnaefni Hagstofunnar má sjá að yngri aldurshópar hafa setið eftir í aukningu ráðstöfunartekna undanfarin ár, á meðan tekjur eldri hópa hafa aukist til muna. „Ráðstöfunartekjur þeirra hafa aukist um 45% frá árinu 2000 til 2016 á meðan ráðstöfunartekjur 16-29 ára aldurshópsins hafa aukist um 2%,“ segir Konráð. Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga er heimilað að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Þar er hins vegar engin heimild til almennrar niðurfellingar slíkra gjalda vegna aldurs. Í samtali við Vísi í dag vísaði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna til þess að sambærileg framkvæmd væri viðhöfð í Vestmannaeyjum, og það staðfestir bæjarstjórinn Elliði Vignisson. Aftur á móti hefur í tvígang verið úrskurðað um slíkar ívilnanir, síðast í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 2008 þar sem Garðabæ var talið óheimilt að veita örorku- og ellilífeyrisþegum flatan afslátt af slíkum gjöldum án tillits til tekna. Burt séð frá þessu bendir hagfræðingurinn Konráð enn fremur á að slíkar breytingar gætu gert ungu fólki enn erfiðara fyrir á húsnæðismarkaði.„Þetta hefur þann hvata að fólk býr kannski lengur í húsnæði sem er alltof stórt. Framboð fasteigna er auðvitað alltaf takmarkað á hverjum tíma. Þetta þýðir það að erfiðara getur orðið fyrir stórar barnafjölskyldur að komast í stærra húsnæði.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tillögur Sjálfstæðisflokksins um flata niðurfellingu fasteignaskatta fyrir eldri borgara í Reykjavík samræmast ekki lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Hagfræðingur bendir á að slík breyting myndi helst gagnast eignamiklum einstaklingum með háar ráðstöfunartekjur. Sjálfstæðisflokkurinn kynnti stefnumál sín í borginni um helgina, en meðal loforða er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri. Þessi fyrirheit hafa verið uppspretta umræðna og deilna á samfélagsmiðlum, þar sem m.a. er bent á að tekjulægsti hópur eldri borgara sé þegar undanþeginn slíkum sköttum og breytingin myndi því helst gagnast þeim sem eru vel stæðir. „Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum,“ segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, Konráð S. Guðjónsson. Þegar rýnt er í talnaefni Hagstofunnar má sjá að yngri aldurshópar hafa setið eftir í aukningu ráðstöfunartekna undanfarin ár, á meðan tekjur eldri hópa hafa aukist til muna. „Ráðstöfunartekjur þeirra hafa aukist um 45% frá árinu 2000 til 2016 á meðan ráðstöfunartekjur 16-29 ára aldurshópsins hafa aukist um 2%,“ segir Konráð. Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga er heimilað að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Þar er hins vegar engin heimild til almennrar niðurfellingar slíkra gjalda vegna aldurs. Í samtali við Vísi í dag vísaði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna til þess að sambærileg framkvæmd væri viðhöfð í Vestmannaeyjum, og það staðfestir bæjarstjórinn Elliði Vignisson. Aftur á móti hefur í tvígang verið úrskurðað um slíkar ívilnanir, síðast í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 2008 þar sem Garðabæ var talið óheimilt að veita örorku- og ellilífeyrisþegum flatan afslátt af slíkum gjöldum án tillits til tekna. Burt séð frá þessu bendir hagfræðingurinn Konráð enn fremur á að slíkar breytingar gætu gert ungu fólki enn erfiðara fyrir á húsnæðismarkaði.„Þetta hefur þann hvata að fólk býr kannski lengur í húsnæði sem er alltof stórt. Framboð fasteigna er auðvitað alltaf takmarkað á hverjum tíma. Þetta þýðir það að erfiðara getur orðið fyrir stórar barnafjölskyldur að komast í stærra húsnæði.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40