Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2018 06:48 Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity og lögmaðurinn Michael Cohen á góðri stund. Twitter Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen.Cohen þessi er jafnframt lögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og hefur verið í eldlínunni undanfarnar vikur - ekki síst vegna 130 þúsund dala greiðslu sem hann innti af hendi til kaupa þögn klámmyndastjörnu sem sængaði hjá Trump. Talið er að greiðslan brjóti gegn lögum um fjármögnun framboða. Fulltrúar alríkislögreglu Bandaríkjanna gerðu húsleit hjá Cohen fyrr í þessum mánuði. Þeir telja að lögmaðurinn búi yfir mikilvægum upplýsingum sem kunna að varða forsetakosningarnar 2016 og meint tengsl framboðs Trump við Rússa.Sean Hannity er einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta.Vísir/gettyFyrrnefndur Hannity starfar á Fox-sjónvarpsstöðinni og hefur varið Bandríkjaforseta með kjafti og klóm allt frá því að hann tók við embætti. Lýsti hann meðal annars húsleit alríkislögreglunnar sem árás á forsetann og að hún græfi undan öllu því sem Bandaríkin stæðu fyrir. Cohen mætti fyrir rétt í New York í gær og sagði að hann hafi einungis veitt þremur einstaklingum lagalega ráðgjöf á síðastliðnu ári. Einn þeirra væri forsetinn og annar væri áhrifamaður í Repúblikanaflokknum. Hann neitaði hins vegar að gefa upp nafn þess þriðja. Dómarinn í málinu, Kimba Wood, tók það hins vegar ekki í mál og krafðist þess að Cohen gæfi upp nafn þriðja skjólstæðings síns. Kom þá upp úr krafsinu að um sjónvarpsmanninn Hannity væri að ræða. Hann hefur áður neitað að tengjast lögmanni forsetans með nokkrum hætti og þvertekur fyrir að hann sé skjólstæðingur hans. Hannity segist aðeins einu sinni hafa beðið Cohen um lagalegar ráðleggingar en aldrei ráðið hann til starfa. Á samfélagsmiðlum ítrekar Hannity að hann hafi ekkert með málin sem nú eru í deiglunni að gera. Tengsl hans við Cohen séu „ekkert stórmál.“Michael Cohen has never represented me in any matter. I never retained him, received an invoice, or paid legal fees. I have occasionally had brief discussions with him about legal questions about which I wanted his input and perspective.— Sean Hannity (@seanhannity) April 16, 2018 Alríkislögreglumennirnir lögðu hald á trúnaðarupplýsingar um það sem farið hefur á milli Cohen og skjólstæðinga hans. Lögmaðurinn barðist hatrammlega gegn því að þeir fengju aðgang að þessum upplýsingum en Wood dómari heimilaði haldlagninguna. Ekki er vitað hvers vegna Hannity leitaði ráðgjafar hjá Cohen. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen.Cohen þessi er jafnframt lögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og hefur verið í eldlínunni undanfarnar vikur - ekki síst vegna 130 þúsund dala greiðslu sem hann innti af hendi til kaupa þögn klámmyndastjörnu sem sængaði hjá Trump. Talið er að greiðslan brjóti gegn lögum um fjármögnun framboða. Fulltrúar alríkislögreglu Bandaríkjanna gerðu húsleit hjá Cohen fyrr í þessum mánuði. Þeir telja að lögmaðurinn búi yfir mikilvægum upplýsingum sem kunna að varða forsetakosningarnar 2016 og meint tengsl framboðs Trump við Rússa.Sean Hannity er einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta.Vísir/gettyFyrrnefndur Hannity starfar á Fox-sjónvarpsstöðinni og hefur varið Bandríkjaforseta með kjafti og klóm allt frá því að hann tók við embætti. Lýsti hann meðal annars húsleit alríkislögreglunnar sem árás á forsetann og að hún græfi undan öllu því sem Bandaríkin stæðu fyrir. Cohen mætti fyrir rétt í New York í gær og sagði að hann hafi einungis veitt þremur einstaklingum lagalega ráðgjöf á síðastliðnu ári. Einn þeirra væri forsetinn og annar væri áhrifamaður í Repúblikanaflokknum. Hann neitaði hins vegar að gefa upp nafn þess þriðja. Dómarinn í málinu, Kimba Wood, tók það hins vegar ekki í mál og krafðist þess að Cohen gæfi upp nafn þriðja skjólstæðings síns. Kom þá upp úr krafsinu að um sjónvarpsmanninn Hannity væri að ræða. Hann hefur áður neitað að tengjast lögmanni forsetans með nokkrum hætti og þvertekur fyrir að hann sé skjólstæðingur hans. Hannity segist aðeins einu sinni hafa beðið Cohen um lagalegar ráðleggingar en aldrei ráðið hann til starfa. Á samfélagsmiðlum ítrekar Hannity að hann hafi ekkert með málin sem nú eru í deiglunni að gera. Tengsl hans við Cohen séu „ekkert stórmál.“Michael Cohen has never represented me in any matter. I never retained him, received an invoice, or paid legal fees. I have occasionally had brief discussions with him about legal questions about which I wanted his input and perspective.— Sean Hannity (@seanhannity) April 16, 2018 Alríkislögreglumennirnir lögðu hald á trúnaðarupplýsingar um það sem farið hefur á milli Cohen og skjólstæðinga hans. Lögmaðurinn barðist hatrammlega gegn því að þeir fengju aðgang að þessum upplýsingum en Wood dómari heimilaði haldlagninguna. Ekki er vitað hvers vegna Hannity leitaði ráðgjafar hjá Cohen.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29