Fox News lýsir fullum stuðningi við umsetinn þáttastjórnanda Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2018 20:49 Sean Hannity er einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta. Vísir/Getty Stjórnendur hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar Fox News hafa lýst yfir fullum stuðningi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á stöðinni, þrátt fyrir að hann hafi ekki greint áhorfendum sínum frá því að hann hefði verið „óformlegur“ skjólstæðingur lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hannity hefur ítrekað fjallað um lögmanninn og varið Trump. Í ljós kom í gær að Hannity, sem hefur verið einarður málsvari Trump forseta í umræðuþætti sínum á Fox News, hafi verið einn þriggja skjólstæðinga Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump. Cohen er nú til alríkisrannsóknar í tengslum við greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þrátt fyrir að hafa fjallað ítrekað um mál Trump og Cohen í sjónvarpsþætti sínum greindi Hannity áhorfendum sínum, eða stjórnendum Fox News, frá hagsmunaárekstri sínum. Sjálfur segist hann aðeins hafa fengið lögfræðilegar ráðleggingar frá Cohen í tengslum við fasteignamál og hafi aldrei verið raunverulegur skjólstæðingur lögmannsins. Hann hafi aldrei greitt Cohen. Alríkislögreglan FBI gerði húsleitir á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen í síðustu viku. Dómari í máli hans hafnaði beiðni hans um að fá að halda nafni þriðja skjólstæðings síns leyndu. Á meðal rakanna sem Cohen lagði fram var að nafnbirtingin yrði „vandræðaleg“ skjólstæðingnum. Hannity hefur sérstaklega verið gagnrýninn á bandaríska meginstraumsfjölmiðla fyrir það sem hann hefur kallað hlutdræga umfjöllun um Trump forseta. Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Kimmel biðst afsökunar í kjölfar rifrildis við Hannity Jimmy Kimmel, spjallþáttastjórnandi, hefur beðist afsökunar eftir rifrildi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, síðustu daga. 9. apríl 2018 13:01 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Stjórnendur hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar Fox News hafa lýst yfir fullum stuðningi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á stöðinni, þrátt fyrir að hann hafi ekki greint áhorfendum sínum frá því að hann hefði verið „óformlegur“ skjólstæðingur lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hannity hefur ítrekað fjallað um lögmanninn og varið Trump. Í ljós kom í gær að Hannity, sem hefur verið einarður málsvari Trump forseta í umræðuþætti sínum á Fox News, hafi verið einn þriggja skjólstæðinga Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump. Cohen er nú til alríkisrannsóknar í tengslum við greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þrátt fyrir að hafa fjallað ítrekað um mál Trump og Cohen í sjónvarpsþætti sínum greindi Hannity áhorfendum sínum, eða stjórnendum Fox News, frá hagsmunaárekstri sínum. Sjálfur segist hann aðeins hafa fengið lögfræðilegar ráðleggingar frá Cohen í tengslum við fasteignamál og hafi aldrei verið raunverulegur skjólstæðingur lögmannsins. Hann hafi aldrei greitt Cohen. Alríkislögreglan FBI gerði húsleitir á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen í síðustu viku. Dómari í máli hans hafnaði beiðni hans um að fá að halda nafni þriðja skjólstæðings síns leyndu. Á meðal rakanna sem Cohen lagði fram var að nafnbirtingin yrði „vandræðaleg“ skjólstæðingnum. Hannity hefur sérstaklega verið gagnrýninn á bandaríska meginstraumsfjölmiðla fyrir það sem hann hefur kallað hlutdræga umfjöllun um Trump forseta.
Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Kimmel biðst afsökunar í kjölfar rifrildis við Hannity Jimmy Kimmel, spjallþáttastjórnandi, hefur beðist afsökunar eftir rifrildi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, síðustu daga. 9. apríl 2018 13:01 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02
Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Kimmel biðst afsökunar í kjölfar rifrildis við Hannity Jimmy Kimmel, spjallþáttastjórnandi, hefur beðist afsökunar eftir rifrildi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, síðustu daga. 9. apríl 2018 13:01