Kaffitár sett í formlegt söluferli Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. apríl 2018 06:00 Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og aðaleigandi Kaffitárs. Vísir/Stefán Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa nokkrir sýnt keðjunni áhuga en engin tilboð hafa enn verið lögð fram. Er söluferlið í höndum fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka. Aðalheiður Héðinsdóttir stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni, en þau eru einu eigendur félagsins. Kaffihúsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015. Eftir jákvæða afkomu árin 2012 og 2013, þar sem hagnaðurinn nam um og yfir 80 milljónum króna, hafa síðustu rekstrarár reynst félaginu erfið. Velta Kaffitárs var tæplega 1.100 milljónir árið 2016. Kaffitár stofnaði dótturfélagið Kruðerí bakarí árið 2015 sem sérhæfir sig í framleiðslu meðlætis með kaffi en bakaríið má finna á tveimur stöðum, á Stórhöfða og Nýbýlavegi. Þá opnaði félagið veitingastaðinn Út í bláinn í Perlunni síðasta sumar. Aðalstöðvar félagsins eru í Reykjanesbæ þar sem öll kaffiframleiðslan fer fram. Forstjóraskipti urðu hjá félaginu fyrr á árinu þegar Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir lét af störfum eftir rúmlega ár í starfi. Aðalheiður tók við forstjórastarfinu á ný og Kristbjörg Edda var kjörin stjórnarformaður. Þá var Andrea Róbertsdóttir auk þess ráðin framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kaffitár krefst frekari gagna og kæra enn á ný Kaffitár hefur aftur kært Isavia til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fyrirtækið krefst þess að fá afhentar upplýsingar sem Isavia strikaði sérstaklega yfir. Talsmaður Isavia segir að um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Sjá meira
Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa nokkrir sýnt keðjunni áhuga en engin tilboð hafa enn verið lögð fram. Er söluferlið í höndum fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka. Aðalheiður Héðinsdóttir stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni, en þau eru einu eigendur félagsins. Kaffihúsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015. Eftir jákvæða afkomu árin 2012 og 2013, þar sem hagnaðurinn nam um og yfir 80 milljónum króna, hafa síðustu rekstrarár reynst félaginu erfið. Velta Kaffitárs var tæplega 1.100 milljónir árið 2016. Kaffitár stofnaði dótturfélagið Kruðerí bakarí árið 2015 sem sérhæfir sig í framleiðslu meðlætis með kaffi en bakaríið má finna á tveimur stöðum, á Stórhöfða og Nýbýlavegi. Þá opnaði félagið veitingastaðinn Út í bláinn í Perlunni síðasta sumar. Aðalstöðvar félagsins eru í Reykjanesbæ þar sem öll kaffiframleiðslan fer fram. Forstjóraskipti urðu hjá félaginu fyrr á árinu þegar Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir lét af störfum eftir rúmlega ár í starfi. Aðalheiður tók við forstjórastarfinu á ný og Kristbjörg Edda var kjörin stjórnarformaður. Þá var Andrea Róbertsdóttir auk þess ráðin framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kaffitár krefst frekari gagna og kæra enn á ný Kaffitár hefur aftur kært Isavia til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fyrirtækið krefst þess að fá afhentar upplýsingar sem Isavia strikaði sérstaklega yfir. Talsmaður Isavia segir að um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Sjá meira
Kaffitár krefst frekari gagna og kæra enn á ný Kaffitár hefur aftur kært Isavia til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fyrirtækið krefst þess að fá afhentar upplýsingar sem Isavia strikaði sérstaklega yfir. Talsmaður Isavia segir að um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða. 4. ágúst 2017 06:00