Kaffitár sett í formlegt söluferli Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. apríl 2018 06:00 Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og aðaleigandi Kaffitárs. Vísir/Stefán Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa nokkrir sýnt keðjunni áhuga en engin tilboð hafa enn verið lögð fram. Er söluferlið í höndum fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka. Aðalheiður Héðinsdóttir stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni, en þau eru einu eigendur félagsins. Kaffihúsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015. Eftir jákvæða afkomu árin 2012 og 2013, þar sem hagnaðurinn nam um og yfir 80 milljónum króna, hafa síðustu rekstrarár reynst félaginu erfið. Velta Kaffitárs var tæplega 1.100 milljónir árið 2016. Kaffitár stofnaði dótturfélagið Kruðerí bakarí árið 2015 sem sérhæfir sig í framleiðslu meðlætis með kaffi en bakaríið má finna á tveimur stöðum, á Stórhöfða og Nýbýlavegi. Þá opnaði félagið veitingastaðinn Út í bláinn í Perlunni síðasta sumar. Aðalstöðvar félagsins eru í Reykjanesbæ þar sem öll kaffiframleiðslan fer fram. Forstjóraskipti urðu hjá félaginu fyrr á árinu þegar Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir lét af störfum eftir rúmlega ár í starfi. Aðalheiður tók við forstjórastarfinu á ný og Kristbjörg Edda var kjörin stjórnarformaður. Þá var Andrea Róbertsdóttir auk þess ráðin framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kaffitár krefst frekari gagna og kæra enn á ný Kaffitár hefur aftur kært Isavia til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fyrirtækið krefst þess að fá afhentar upplýsingar sem Isavia strikaði sérstaklega yfir. Talsmaður Isavia segir að um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa nokkrir sýnt keðjunni áhuga en engin tilboð hafa enn verið lögð fram. Er söluferlið í höndum fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka. Aðalheiður Héðinsdóttir stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni, en þau eru einu eigendur félagsins. Kaffihúsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015. Eftir jákvæða afkomu árin 2012 og 2013, þar sem hagnaðurinn nam um og yfir 80 milljónum króna, hafa síðustu rekstrarár reynst félaginu erfið. Velta Kaffitárs var tæplega 1.100 milljónir árið 2016. Kaffitár stofnaði dótturfélagið Kruðerí bakarí árið 2015 sem sérhæfir sig í framleiðslu meðlætis með kaffi en bakaríið má finna á tveimur stöðum, á Stórhöfða og Nýbýlavegi. Þá opnaði félagið veitingastaðinn Út í bláinn í Perlunni síðasta sumar. Aðalstöðvar félagsins eru í Reykjanesbæ þar sem öll kaffiframleiðslan fer fram. Forstjóraskipti urðu hjá félaginu fyrr á árinu þegar Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir lét af störfum eftir rúmlega ár í starfi. Aðalheiður tók við forstjórastarfinu á ný og Kristbjörg Edda var kjörin stjórnarformaður. Þá var Andrea Róbertsdóttir auk þess ráðin framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kaffitár krefst frekari gagna og kæra enn á ný Kaffitár hefur aftur kært Isavia til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fyrirtækið krefst þess að fá afhentar upplýsingar sem Isavia strikaði sérstaklega yfir. Talsmaður Isavia segir að um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Kaffitár krefst frekari gagna og kæra enn á ný Kaffitár hefur aftur kært Isavia til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fyrirtækið krefst þess að fá afhentar upplýsingar sem Isavia strikaði sérstaklega yfir. Talsmaður Isavia segir að um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða. 4. ágúst 2017 06:00