Verjendur óbundnir af viðmiðunarreglum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2018 08:00 Reikningarnir sem deilt var um voru tilkomnir vegna verjendastarfa á rannsóknarstigi. Vísir/eyþór „Niðurstaða dómsins er í raun sú að framkvæmd lögreglunnar hefur verið röng í mörg ár,“ segir lögmaðurinn Björn Ólafur Hallgrímsson. Lögmannsstofu hans voru í fyrradag dæmdar tæpar 870 þúsund krónur úr hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála. Málið varðaði tíu reikninga sem Lögskil hafði sent embættinu vegna starfa sinna. Í reikningunum var tekið mið af tímagjaldi samkvæmt viðmiðunarreglum um þóknun lögmanna en í þeim öllum gerður fyrirvari um að síðar meir kynni að vera gefinn út reikningur samkvæmt gjaldskrá stofunnar. Þegar viðbótarreikningur var gefinn út taldi LRH sér ekki skylt að greiða hann þar sem hann væri umfram upphæðir sem settar eru fram í reglunum. „Það er þannig að ef þú ert skipaður verjandi eða réttargæslumaður ertu skyldugur samkvæmt lögmannalögum til að vinna þau störf. Slíkt heimtar að við komum og sinnum málunum. Síðan eigum við að fá greitt samkvæmt óraunhæfu tímagjaldi sem dekkar kannski ekki nema rétt rúmlega helming af gjaldskrá stofunnar. Það fer ekki saman að bera þessa skyldu og að sá sem skipar lögmann til verksins ákveði þóknunina líka,“ segir Björn.Björn Ólafur Hallgrímsson, lögmaðurFyrirkomulagið hefur lengi verið gagnrýnt af lögmönnum. „Fyrir fimm eða sex árum var ég orðinn svo ósáttur við þessa framkomu að ég hóf undirbúning málsins. Aflahæfi lögmanna er verndað með eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og það stenst ekki að menn séu skikkaðir í vinnu einhliða án þess að fá viðunandi þóknun,“ segir Björn. Í niðurstöðu héraðsdóms segir vafalaust að löggjafanum sé heimilt að setja reglur um hvernig skuli staðið að ákvörðun um viðmiðun fyrir þóknanir verjenda og réttargæslumanna. Það verði þó ekki gert „án þess að lagður sé viðhlítandi grundvöllur að reglusetningunni með einhvers konar athugun á grundvelli ákvörðunar þóknunar.“ Að mati dómsins var ekki byggt á skýrri lagaheimild við ákvörðun þóknunarinnar og ekki heldur á málefnalegum forsendum þar sem engin „könnun eða úttekt á þeim atriðum sem hefði getað skapað málefnalegan grundvöll að slíkri ákvörðun“ fór fram. Umkrafin þóknun var ekki talin úr hófi miðað við það sem gengur og gerist því fallist á hana. „Félagið hefur lengi talið að þessi mál hafi ekki verið í nægilega góðum farvegi og fjárhæðirnar hafi verið of lágar. Þessi dómur felur í sér viðurkenningu á því sjónarmiði,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. „Við eigum eftir að rýna í dóminn. Ef það verður niðurstaðan að framkvæmdina skorti skýrari lagastoð þá munum við taka það upp með viðeigandi aðila,“ segir Helgi Valberg Jensson aðallögfræðingur LRH. Ákvörðun um áfrýjun verði tekin í samráði við dómsmálaráðuneytið og ríkislögmann. Helgi veit ekki til þess að fleiri hafi gert sambærilegan fyrirvara við reikninga sína. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
„Niðurstaða dómsins er í raun sú að framkvæmd lögreglunnar hefur verið röng í mörg ár,“ segir lögmaðurinn Björn Ólafur Hallgrímsson. Lögmannsstofu hans voru í fyrradag dæmdar tæpar 870 þúsund krónur úr hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála. Málið varðaði tíu reikninga sem Lögskil hafði sent embættinu vegna starfa sinna. Í reikningunum var tekið mið af tímagjaldi samkvæmt viðmiðunarreglum um þóknun lögmanna en í þeim öllum gerður fyrirvari um að síðar meir kynni að vera gefinn út reikningur samkvæmt gjaldskrá stofunnar. Þegar viðbótarreikningur var gefinn út taldi LRH sér ekki skylt að greiða hann þar sem hann væri umfram upphæðir sem settar eru fram í reglunum. „Það er þannig að ef þú ert skipaður verjandi eða réttargæslumaður ertu skyldugur samkvæmt lögmannalögum til að vinna þau störf. Slíkt heimtar að við komum og sinnum málunum. Síðan eigum við að fá greitt samkvæmt óraunhæfu tímagjaldi sem dekkar kannski ekki nema rétt rúmlega helming af gjaldskrá stofunnar. Það fer ekki saman að bera þessa skyldu og að sá sem skipar lögmann til verksins ákveði þóknunina líka,“ segir Björn.Björn Ólafur Hallgrímsson, lögmaðurFyrirkomulagið hefur lengi verið gagnrýnt af lögmönnum. „Fyrir fimm eða sex árum var ég orðinn svo ósáttur við þessa framkomu að ég hóf undirbúning málsins. Aflahæfi lögmanna er verndað með eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og það stenst ekki að menn séu skikkaðir í vinnu einhliða án þess að fá viðunandi þóknun,“ segir Björn. Í niðurstöðu héraðsdóms segir vafalaust að löggjafanum sé heimilt að setja reglur um hvernig skuli staðið að ákvörðun um viðmiðun fyrir þóknanir verjenda og réttargæslumanna. Það verði þó ekki gert „án þess að lagður sé viðhlítandi grundvöllur að reglusetningunni með einhvers konar athugun á grundvelli ákvörðunar þóknunar.“ Að mati dómsins var ekki byggt á skýrri lagaheimild við ákvörðun þóknunarinnar og ekki heldur á málefnalegum forsendum þar sem engin „könnun eða úttekt á þeim atriðum sem hefði getað skapað málefnalegan grundvöll að slíkri ákvörðun“ fór fram. Umkrafin þóknun var ekki talin úr hófi miðað við það sem gengur og gerist því fallist á hana. „Félagið hefur lengi talið að þessi mál hafi ekki verið í nægilega góðum farvegi og fjárhæðirnar hafi verið of lágar. Þessi dómur felur í sér viðurkenningu á því sjónarmiði,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. „Við eigum eftir að rýna í dóminn. Ef það verður niðurstaðan að framkvæmdina skorti skýrari lagastoð þá munum við taka það upp með viðeigandi aðila,“ segir Helgi Valberg Jensson aðallögfræðingur LRH. Ákvörðun um áfrýjun verði tekin í samráði við dómsmálaráðuneytið og ríkislögmann. Helgi veit ekki til þess að fleiri hafi gert sambærilegan fyrirvara við reikninga sína.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent