Skúli segir íslensku flugfélögin ekki of stór til að geta fallið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2018 12:20 Skúli Mogensen er forstjóri flugfélagsins WOW Air en flugfélagið er að fullu í eigu hans. Ólíkt Icelandair er WOW ekki á markaði og því ekki háð sömu tilkynningarskyldum til Kauphallar við breytingar í rekstri félagsins. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir íslensku flugfélögin Icelandair og WOW Air ekki of stór til að geta fallið. „Það yrði þó klárlega mikið högg ef annað flugfélagið færi og það tæki nokkur ár að ná einhverju jafnvægi. Það gefur augaleið,” segir Skúli í samtali við Túrista.is sem fjallað hefur um flugfélögin undanfarnar vikur. Mikilvægi flugfélaganna í ferðaþjónustu á Íslandi er óumdeilt. Gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar hefur gert hana að stærstu útflutningsgrein landsins undanfarin ár. Um 80 prósent af framboði flugsæta frá Keflavíkurflugvelli eru í höndum íslensku flugfélaganna tveggja. Hlutfallið er enn hærra þegar kemur að Ameríkuflugi.Áfall hefði keðjuverkandi áhrifÍ Tímariti Landsbankans frá því í haust þar sem fjallað var um ferðaþjónustu var þeirri spurningu varpað upp hvort íslensku flugfélögin væru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika, eins og viðskiptabankarnir þrír. Bankarnir eru skilgreindir sem mikilvægir fyrir fjármálastöðugleika. „Verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brottfall annars, hvað þá beggja flugfélaganna af markaðnum, myndi augljóslega hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu,“ sagði í greiningu Landsbankans. „Ef flugfélögin eru talin kerfislega mikilvæg vakna spurningar um viðbúnað stjórnvalda og aðkomu þeirra að ferðaþjónustunni. Þarf t.d. að útbúa viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda?“Viðbragðsáætlun í vinnsluÍ framhaldinu greindi Túristi frá því að viðbragðsáætlun stjórnvalda væri í vinnslu sem fjögur ráðuneyti koma að undir forystu forsætisráðuneytisins. Eftirlitið felst meðal annars í því að Samgöngustofa getur kallað eftir upplýsingum um fjárhag flugfélaganna í tengslum við fjárhagslega aukningu eða samdrátt í starfsemi. Verð á eldsneyti fyrir þotur hefur hækkað um c.a. 40 prósent undanfarna tólf mánuði. Á sama tíma hafa fargjöld hjá Norwegian í febrúar um 4 prósent á milli ára, og um 16 prósent frá árinu 2016. Sambærileg gögn er ekki að finna í tilkynningum Icelandair til Kauphallar eða fréttatilkynningum WOW air að því er fram kemur í frétt Túrista. Norwegian, helsti samkeppnisaðili íslensku flugfélaganna í flugi yfir Atlantshafið, berst í bökkum og hefur leitað að auknu hlutafé. British Airways hefur sýnt því áhuga að eignast norska flugfélagið. BA eignaðist á dögunum 5% hlut í Norwegian.Opinn fyrir meðeiganda Skúli segir þessi síðustu tíðindi vera mjög áhugaverð og staðfesta trú sína á að Norwegian hafi verið að gera góða hluti í því að bjóða upp á lággjaldaflug yfir Atlantshafið. Hann velti fyrir sér að selja hluta af 100% hlut sínum í WOW Air, það er fá inn meðeigendur. Ástæðan sé þó ekki fjárþörf heldur umfangið sé orðið svo mikið. Áframhaldandi stækkun sé orðin mjög dýr. „Þá er annað hvort að hægja á rekstrinum eða taka inn aukið hlutafé til að hafa sterkari stoðir. Miðað við umfang rekstrarins þá erum við með lágt eiginfjárhlutfall sem helgast af því að ég byggði félagið upp frá grunni,” segir Skúli við Túrista. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir íslensku flugfélögin Icelandair og WOW Air ekki of stór til að geta fallið. „Það yrði þó klárlega mikið högg ef annað flugfélagið færi og það tæki nokkur ár að ná einhverju jafnvægi. Það gefur augaleið,” segir Skúli í samtali við Túrista.is sem fjallað hefur um flugfélögin undanfarnar vikur. Mikilvægi flugfélaganna í ferðaþjónustu á Íslandi er óumdeilt. Gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar hefur gert hana að stærstu útflutningsgrein landsins undanfarin ár. Um 80 prósent af framboði flugsæta frá Keflavíkurflugvelli eru í höndum íslensku flugfélaganna tveggja. Hlutfallið er enn hærra þegar kemur að Ameríkuflugi.Áfall hefði keðjuverkandi áhrifÍ Tímariti Landsbankans frá því í haust þar sem fjallað var um ferðaþjónustu var þeirri spurningu varpað upp hvort íslensku flugfélögin væru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika, eins og viðskiptabankarnir þrír. Bankarnir eru skilgreindir sem mikilvægir fyrir fjármálastöðugleika. „Verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brottfall annars, hvað þá beggja flugfélaganna af markaðnum, myndi augljóslega hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu,“ sagði í greiningu Landsbankans. „Ef flugfélögin eru talin kerfislega mikilvæg vakna spurningar um viðbúnað stjórnvalda og aðkomu þeirra að ferðaþjónustunni. Þarf t.d. að útbúa viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda?“Viðbragðsáætlun í vinnsluÍ framhaldinu greindi Túristi frá því að viðbragðsáætlun stjórnvalda væri í vinnslu sem fjögur ráðuneyti koma að undir forystu forsætisráðuneytisins. Eftirlitið felst meðal annars í því að Samgöngustofa getur kallað eftir upplýsingum um fjárhag flugfélaganna í tengslum við fjárhagslega aukningu eða samdrátt í starfsemi. Verð á eldsneyti fyrir þotur hefur hækkað um c.a. 40 prósent undanfarna tólf mánuði. Á sama tíma hafa fargjöld hjá Norwegian í febrúar um 4 prósent á milli ára, og um 16 prósent frá árinu 2016. Sambærileg gögn er ekki að finna í tilkynningum Icelandair til Kauphallar eða fréttatilkynningum WOW air að því er fram kemur í frétt Túrista. Norwegian, helsti samkeppnisaðili íslensku flugfélaganna í flugi yfir Atlantshafið, berst í bökkum og hefur leitað að auknu hlutafé. British Airways hefur sýnt því áhuga að eignast norska flugfélagið. BA eignaðist á dögunum 5% hlut í Norwegian.Opinn fyrir meðeiganda Skúli segir þessi síðustu tíðindi vera mjög áhugaverð og staðfesta trú sína á að Norwegian hafi verið að gera góða hluti í því að bjóða upp á lággjaldaflug yfir Atlantshafið. Hann velti fyrir sér að selja hluta af 100% hlut sínum í WOW Air, það er fá inn meðeigendur. Ástæðan sé þó ekki fjárþörf heldur umfangið sé orðið svo mikið. Áframhaldandi stækkun sé orðin mjög dýr. „Þá er annað hvort að hægja á rekstrinum eða taka inn aukið hlutafé til að hafa sterkari stoðir. Miðað við umfang rekstrarins þá erum við með lágt eiginfjárhlutfall sem helgast af því að ég byggði félagið upp frá grunni,” segir Skúli við Túrista.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira