Sundlaugin í Ásgarði opnar á ný Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2018 14:01 Endurbætur á sundlauginni í Ásgarði og rýmum innandyra er ein stærsta framkvæmdin sem hefur verið í gangi hjá Garðabæ á þessu og síðasta ári. Vísir Ásgarðslaug í Garðabæ opnar á ný sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl. Dagskráin í Ásgarði hefst kl. 09:45 um morguninn þegar skrifað verður undir samstarfssamning við Embætti landlæknis þess efnis að Garðabær verði ,,Heilsueflandi samfélag“. Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritar samninginn fyrir hönd Garðabæjar og Alma Möller nýr landlæknir fyrir hönd Embætti landlæknis. Við opnun Ásgarðlaugar verður boðið upp á tónlistaratriði og ungir sundiðkendur Stjörnunnar synda fyrstu ferðirnar í nýju lauginni. Dagana 19.-22. apríl nk. er ókeypis aðgangur fyrir alla í Ásgarðslaug í tilefni af enduropnun laugarinnar. Endurbætur á sundlauginni í Ásgarði og rýmum innandyra er ein stærsta framkvæmdin sem hefur verið í gangi hjá Garðabæ á þessu og síðasta ári. Öll yfirborðsefni á á baðklefum og sundlaug hafa verið endurnýjuð. Nýir heitir pottar hafa verið byggðir með nuddstútum undir yfirborðinu, nýr kaldavatnspottur var byggður sem og vað- og setlaug með barnarennibraut. Gufubaðið hefur verið endurnýjað og nýjar útisturtur settar upp fyrir utan. Allar sturtur hafa verið endurnýjaðar. Útiklefar hafa verið endurnýjaðir og í inniklefum karla og kvenna eru nýir klefar fyrir fatlað fólk. Von er á nýrri lyftu ofan í sundlauginni fyrir fatlað fólk í byrjun maí sem bætir verulega aðgengi fyrir fatlaða að lauginni. Ný girðing kemur utan um allt sundlaugarsvæðið og í nýju vaktherbergi verður fullkomið eftirlits- og myndavélakerfi sem eykur mjög öryggi sundlaugargesta. Innandyra var gólf í danssal lagað og rými opnað við hlið salarins þar sem þrekaðstaða almennings flyst upp úr kjallara. Kjallari var jafnframt stækkaður til að koma hreinsibúnaði fyrir. Verkefnið ,,Heilsueflandi samfélag“ inniheldur helstu áhersluþætti landlæknis og er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu og stuðla að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Áhersla verður lögð á að bæta umhverfi íbúa, draga úr tíðni langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi. Í upphafi verkefnisins í Garðabæ hefur verið ákveðið að börn yngri en 18 ára fá ókeypis aðgang í sundlaugar bæjarins og að Ásgarðslaug verði opin til kl. 22 á kvöldin í sumar í tilraunaskyni. Garðabær Sundlaugar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Ásgarðslaug í Garðabæ opnar á ný sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl. Dagskráin í Ásgarði hefst kl. 09:45 um morguninn þegar skrifað verður undir samstarfssamning við Embætti landlæknis þess efnis að Garðabær verði ,,Heilsueflandi samfélag“. Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritar samninginn fyrir hönd Garðabæjar og Alma Möller nýr landlæknir fyrir hönd Embætti landlæknis. Við opnun Ásgarðlaugar verður boðið upp á tónlistaratriði og ungir sundiðkendur Stjörnunnar synda fyrstu ferðirnar í nýju lauginni. Dagana 19.-22. apríl nk. er ókeypis aðgangur fyrir alla í Ásgarðslaug í tilefni af enduropnun laugarinnar. Endurbætur á sundlauginni í Ásgarði og rýmum innandyra er ein stærsta framkvæmdin sem hefur verið í gangi hjá Garðabæ á þessu og síðasta ári. Öll yfirborðsefni á á baðklefum og sundlaug hafa verið endurnýjuð. Nýir heitir pottar hafa verið byggðir með nuddstútum undir yfirborðinu, nýr kaldavatnspottur var byggður sem og vað- og setlaug með barnarennibraut. Gufubaðið hefur verið endurnýjað og nýjar útisturtur settar upp fyrir utan. Allar sturtur hafa verið endurnýjaðar. Útiklefar hafa verið endurnýjaðir og í inniklefum karla og kvenna eru nýir klefar fyrir fatlað fólk. Von er á nýrri lyftu ofan í sundlauginni fyrir fatlað fólk í byrjun maí sem bætir verulega aðgengi fyrir fatlaða að lauginni. Ný girðing kemur utan um allt sundlaugarsvæðið og í nýju vaktherbergi verður fullkomið eftirlits- og myndavélakerfi sem eykur mjög öryggi sundlaugargesta. Innandyra var gólf í danssal lagað og rými opnað við hlið salarins þar sem þrekaðstaða almennings flyst upp úr kjallara. Kjallari var jafnframt stækkaður til að koma hreinsibúnaði fyrir. Verkefnið ,,Heilsueflandi samfélag“ inniheldur helstu áhersluþætti landlæknis og er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu og stuðla að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Áhersla verður lögð á að bæta umhverfi íbúa, draga úr tíðni langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi. Í upphafi verkefnisins í Garðabæ hefur verið ákveðið að börn yngri en 18 ára fá ókeypis aðgang í sundlaugar bæjarins og að Ásgarðslaug verði opin til kl. 22 á kvöldin í sumar í tilraunaskyni.
Garðabær Sundlaugar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira