Gagnlegar ábendingar gegn spillingu eftir hrunið Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2018 14:10 Ábendingar í skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, koma formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis ekki á óvart. Ef farið sé eftir ábendingunum geti þær styrkt stjórnkerfið allt sem ekki sé vanþörf á, enda eigi enn eftir að ljúka endurbótum á því frá efnahagshruninu. GRECO skilaði fimmtu skýrslu sinni um mat á mögulegri spillingu í íslenska stjórnkerfinu í síðustu viku. Meðal annars er hvatt til að unnin verði stefna til að bæta heilindi og varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds, siðareglur fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði samræmdar, komið verði á fót skilvirkum ferlum til að efla vitund æðstu handhafa framkvæmdarvalds um opinber heilindi settar verði reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdarvalds við hagsmunaaðila og aðra aðila.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/antonStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um skýrsluna í morgun og fékk til sín embættismenn úr forsætisráðuneytinu til að fara yfir ábendingar í skýrslunni, sem Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir fjölmargar. „Bæði hvað varðar æðstu handhafa framkvæmdavaldsins og lögreglu. Við ætlum aðeins að fara yfir þetta til að byrja með og heyra hvaða úrræði og hvaða aðgerðir þau ætla að fara í,“ segir Helga Vala. Í skýrslunni er meðal annars bent á að ekki sé eðlilegt að samband sé á milli frama innan lögreglunnar og sýslumannsembætta og veru fólks í stjórnmálaflokkum. „Það er bara verið að tala um að þetta verði allt að vera faglegt. Það verði að vera hafið yfir allan vafa að það sé verið að ráða á faglegum forsendum. En ekki einhverjum innanhúss klíkuskap, eða utanhúss,“ segir formaðurinn. Helga Vala segir alltaf gott að fá ábendingar frá algerlega hlutlausum aðilum sem auki líkurnar á að Íslendingar taki sig á í þessum efnum og vonandi gerist það. „Ég get ekki sagt að innihald skýrslunnar komi mér mjög á óvart. Ef ég á að vera hreinskilin sem sú sem stóð fyrir utan þetta þar til fyrir mjög stuttu og stend auðvitað enn utan við framkvæmdavaldið,“ segir Helga Vala. Efnahagshrunið fyrir tíu árum hafi leitt í ljós mikla veikleika í íslenska stjórnkerfinu og skýrsla sem þessi geti hjálpað til við að bæta allt íslenska stjórnkerfið. „Og ég held að það sé ekki vanþörf á. Þótt að það sé næstum áratugur frá hruni er það ekki sérstaklega langur tími til að endurreisa heilt kerfi. Endurreisa góð og gegn vinnubrögð, eða byggja upp, búa til. Af því að við fengum auðvitað áfellisdóm eftir hrunið með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Við erum ekki enn alveg búin að læra. Hún er orðin pínu rykfallin. Við þurfum kannski að fara að taka hana upp aftur og rýna í hana. En þetta var ágætis áminning,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Fleiri fréttir Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Sjá meira
Ábendingar í skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, koma formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis ekki á óvart. Ef farið sé eftir ábendingunum geti þær styrkt stjórnkerfið allt sem ekki sé vanþörf á, enda eigi enn eftir að ljúka endurbótum á því frá efnahagshruninu. GRECO skilaði fimmtu skýrslu sinni um mat á mögulegri spillingu í íslenska stjórnkerfinu í síðustu viku. Meðal annars er hvatt til að unnin verði stefna til að bæta heilindi og varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds, siðareglur fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði samræmdar, komið verði á fót skilvirkum ferlum til að efla vitund æðstu handhafa framkvæmdarvalds um opinber heilindi settar verði reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdarvalds við hagsmunaaðila og aðra aðila.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/antonStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um skýrsluna í morgun og fékk til sín embættismenn úr forsætisráðuneytinu til að fara yfir ábendingar í skýrslunni, sem Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir fjölmargar. „Bæði hvað varðar æðstu handhafa framkvæmdavaldsins og lögreglu. Við ætlum aðeins að fara yfir þetta til að byrja með og heyra hvaða úrræði og hvaða aðgerðir þau ætla að fara í,“ segir Helga Vala. Í skýrslunni er meðal annars bent á að ekki sé eðlilegt að samband sé á milli frama innan lögreglunnar og sýslumannsembætta og veru fólks í stjórnmálaflokkum. „Það er bara verið að tala um að þetta verði allt að vera faglegt. Það verði að vera hafið yfir allan vafa að það sé verið að ráða á faglegum forsendum. En ekki einhverjum innanhúss klíkuskap, eða utanhúss,“ segir formaðurinn. Helga Vala segir alltaf gott að fá ábendingar frá algerlega hlutlausum aðilum sem auki líkurnar á að Íslendingar taki sig á í þessum efnum og vonandi gerist það. „Ég get ekki sagt að innihald skýrslunnar komi mér mjög á óvart. Ef ég á að vera hreinskilin sem sú sem stóð fyrir utan þetta þar til fyrir mjög stuttu og stend auðvitað enn utan við framkvæmdavaldið,“ segir Helga Vala. Efnahagshrunið fyrir tíu árum hafi leitt í ljós mikla veikleika í íslenska stjórnkerfinu og skýrsla sem þessi geti hjálpað til við að bæta allt íslenska stjórnkerfið. „Og ég held að það sé ekki vanþörf á. Þótt að það sé næstum áratugur frá hruni er það ekki sérstaklega langur tími til að endurreisa heilt kerfi. Endurreisa góð og gegn vinnubrögð, eða byggja upp, búa til. Af því að við fengum auðvitað áfellisdóm eftir hrunið með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Við erum ekki enn alveg búin að læra. Hún er orðin pínu rykfallin. Við þurfum kannski að fara að taka hana upp aftur og rýna í hana. En þetta var ágætis áminning,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Fleiri fréttir Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Sjá meira