Svifið yfir Íslandi án þess að færa sig úr stað Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2018 19:44 Innan skamms geta Íslendingar og ferðamenn notið þess að fljúga lágflug yfir íslensk víðerni og náttúru án þess að færa sig úr stað. Farþegar munu finna fyrir hreyfingum þyrlu sem flýgur yfir landið og sérstakar tæknibrellur sjá um vind, lykt, þoku og raka til að auka enn frekar á upplifunina. Fyrstu skóflustungurnar voru teknar á Fiskislóð á Grandanum í dag að all óvenjulegu sýndarleikhúsi sem þrír frumkvöðlar hafa unnið að þróun á síðustu þrjú árin. Og eftir eitt ár verður risið nýtt hús sem býður upp á all sérstaka skemmtun eða háloftaheimsókn, eins og FlyOver hugtakið hefur verið þýtt á íslensku. Hugmyndin er sótt til FlyOver Kanada þar sem fólk getur notið stórbrotinnar náttúru landsins í sýndarflugi. Frumkvöðlarnir þrír hafa þróað hugmyndina í samstarfi við fasteignafélagið E6 og bandaríska fyrirtækið Pursuit, sem Sigurgeir Guðlaugsson stjórnarformaður Esju fyrirtækis frumkvöðlanna, segir leiðandi á heimsvísu í gagnvirkri upplifunarhönnun. „Það er flogið inn í skjá sem hvelfist utan um þig eins og hálf appelsína sem búið er að skafa innan úr. Skjárinn er á bilinu 17 til 20 metrar á bæði hæð og breidd. Þetta mun í raun veita gestum þá tilfinningu að þeir séu að svífa yfir landið,“ segir Sigurgeir. Farþegar sitja í svipuðum sætum og í rússibana og munu fá einstaka sýn á landið og um leið fræðastað um sögu þess og menningu. Robin Mitchell sem er upprunalega frá Kanada er ein frumkvöðlanna þriggja. Hún segir kvikmyndatökur úr lofti hefjast innan skamms. „Já við höfum farið nokkrar prufuferðir. En við ætlum að byrja að taka upp í júní. Við erum búin að velja staði sem eru náttúruperlur sem fólk hefur oft ekki tíma eða tækifæri til að sjá. Sérstaklega úr lofti.“Og sumir þora ekki að fljúga?„Já nákvæmlega. Það verður æðislegt að hafa þyrluferð inni í miðri Reykjavík,“ segir Robin. Herlegheitin munu kosta einhverja milljarða segja þau Robin og Sigurgeir án þess að nefna nákvæma tölu. Íslandsstofa hefur veitt verkefninu aðstoð og sagði fulltrúi hennar við athöfnina í dag að þetta væri frábær erlend fjárfesting þar sem hugvit, náttúra, saga og ferðaþjónusta héldust í hendur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Innan skamms geta Íslendingar og ferðamenn notið þess að fljúga lágflug yfir íslensk víðerni og náttúru án þess að færa sig úr stað. Farþegar munu finna fyrir hreyfingum þyrlu sem flýgur yfir landið og sérstakar tæknibrellur sjá um vind, lykt, þoku og raka til að auka enn frekar á upplifunina. Fyrstu skóflustungurnar voru teknar á Fiskislóð á Grandanum í dag að all óvenjulegu sýndarleikhúsi sem þrír frumkvöðlar hafa unnið að þróun á síðustu þrjú árin. Og eftir eitt ár verður risið nýtt hús sem býður upp á all sérstaka skemmtun eða háloftaheimsókn, eins og FlyOver hugtakið hefur verið þýtt á íslensku. Hugmyndin er sótt til FlyOver Kanada þar sem fólk getur notið stórbrotinnar náttúru landsins í sýndarflugi. Frumkvöðlarnir þrír hafa þróað hugmyndina í samstarfi við fasteignafélagið E6 og bandaríska fyrirtækið Pursuit, sem Sigurgeir Guðlaugsson stjórnarformaður Esju fyrirtækis frumkvöðlanna, segir leiðandi á heimsvísu í gagnvirkri upplifunarhönnun. „Það er flogið inn í skjá sem hvelfist utan um þig eins og hálf appelsína sem búið er að skafa innan úr. Skjárinn er á bilinu 17 til 20 metrar á bæði hæð og breidd. Þetta mun í raun veita gestum þá tilfinningu að þeir séu að svífa yfir landið,“ segir Sigurgeir. Farþegar sitja í svipuðum sætum og í rússibana og munu fá einstaka sýn á landið og um leið fræðastað um sögu þess og menningu. Robin Mitchell sem er upprunalega frá Kanada er ein frumkvöðlanna þriggja. Hún segir kvikmyndatökur úr lofti hefjast innan skamms. „Já við höfum farið nokkrar prufuferðir. En við ætlum að byrja að taka upp í júní. Við erum búin að velja staði sem eru náttúruperlur sem fólk hefur oft ekki tíma eða tækifæri til að sjá. Sérstaklega úr lofti.“Og sumir þora ekki að fljúga?„Já nákvæmlega. Það verður æðislegt að hafa þyrluferð inni í miðri Reykjavík,“ segir Robin. Herlegheitin munu kosta einhverja milljarða segja þau Robin og Sigurgeir án þess að nefna nákvæma tölu. Íslandsstofa hefur veitt verkefninu aðstoð og sagði fulltrúi hennar við athöfnina í dag að þetta væri frábær erlend fjárfesting þar sem hugvit, náttúra, saga og ferðaþjónusta héldust í hendur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira