Fjárausturinn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Eitt þúsund og tólf milljarðar króna. Það verða útgjöld ríkissjóðs árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Gangi áætlunin eftir munu ríkisútgjöld – að vaxtagjöldum undanskildum – aukast um tuttugu prósent að raungildi á næstu fimm árum. Þeir sem trúa því að aukin eyðsla ríkisins skili sér sjálfkrafa í bættri opinberri þjónustu hljóta að fagna þessari metnaðarfullu áætlun. Útgjaldaþenslan sem þar er boðuð á sér enda enga hliðstæðu í íslenskri hagsögu. Hinir sem telja aukin útgjöld ekki markmið í sjálfu sér – heldur að þjónustan sem fæst fyrir peninginn sé sem best – ættu hins vegar að hafa áhyggjur af þróuninni. Svo virðist sem í huga margra stjórnmálamanna sé eini mælikvarðinn á opinbera þjónustu hve miklum peningum er varið í hana. Að fullkomið línulegt samband sé á milli útgjalda og árangurs. Með slíkan mælikvarða að vopni er sífellt krafist hærri útgjalda. Því hærri því betra, ekki satt? Það skýtur hins vegar skökku við að meta árangur í rekstri stofnunar eftir því hve mikla peninga reksturinn kostar en ekki hverju hann skilar. Fáar þjóðir verja til dæmis eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við. Engu að síður hefur námsárangri íslenskra ungmenna hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Það sama á við um heilbrigðiskerfið. Erlendur samanburður sýnir að afar takmörkuð fylgni er á milli bættrar lýðheilsu og þess hvað heilbrigðisþjónustan kostar. Skipulag þjónustunnar – kerfið sjálft – skiptir mestu máli. Þetta þýðir ekki að aukin útgjöld séu í öllum tilfellum slæm. En þau eru ekki markmið í sjálfu sér. Við hljótum að þurfa að spyrja okkur hvað við fáum fyrir milljarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt þúsund og tólf milljarðar króna. Það verða útgjöld ríkissjóðs árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Gangi áætlunin eftir munu ríkisútgjöld – að vaxtagjöldum undanskildum – aukast um tuttugu prósent að raungildi á næstu fimm árum. Þeir sem trúa því að aukin eyðsla ríkisins skili sér sjálfkrafa í bættri opinberri þjónustu hljóta að fagna þessari metnaðarfullu áætlun. Útgjaldaþenslan sem þar er boðuð á sér enda enga hliðstæðu í íslenskri hagsögu. Hinir sem telja aukin útgjöld ekki markmið í sjálfu sér – heldur að þjónustan sem fæst fyrir peninginn sé sem best – ættu hins vegar að hafa áhyggjur af þróuninni. Svo virðist sem í huga margra stjórnmálamanna sé eini mælikvarðinn á opinbera þjónustu hve miklum peningum er varið í hana. Að fullkomið línulegt samband sé á milli útgjalda og árangurs. Með slíkan mælikvarða að vopni er sífellt krafist hærri útgjalda. Því hærri því betra, ekki satt? Það skýtur hins vegar skökku við að meta árangur í rekstri stofnunar eftir því hve mikla peninga reksturinn kostar en ekki hverju hann skilar. Fáar þjóðir verja til dæmis eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við. Engu að síður hefur námsárangri íslenskra ungmenna hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Það sama á við um heilbrigðiskerfið. Erlendur samanburður sýnir að afar takmörkuð fylgni er á milli bættrar lýðheilsu og þess hvað heilbrigðisþjónustan kostar. Skipulag þjónustunnar – kerfið sjálft – skiptir mestu máli. Þetta þýðir ekki að aukin útgjöld séu í öllum tilfellum slæm. En þau eru ekki markmið í sjálfu sér. Við hljótum að þurfa að spyrja okkur hvað við fáum fyrir milljarðana.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar