Algengt að fararstjórar hafi ekki þekkingu á staðarháttum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2018 13:19 Sífellt algengara er að ferðaskrifstofur sendi erlenda fararstjóra, sem hafa enga þekkingu á staðarháttum, til Íslands með hópa af ferðamönnum. Formaður félags leiðsögumanna telur að skylda ætti seljendur hópferða til þess að bjóða upp á faglega leiðsögn. Ferðamenn stefni sér reglulega í voða vegna vanþekkingar. Ítrekað berast fréttir af ferðamönnum sem hafa stefnt sér í voða á ferð um Ísland. Um helgina náðust myndir af ferðamanni sem hoppaði um á ísnum á Jökulsárlóni með selfie-stöng og myndavél á lofti. Þá hætti hópur ferðamanna sér út á ís sem safnast hafði saman í Langá á Mýrum en rútu hafði verið lagt skammt frá ánni. Indriði H. Þorláksson, formaður félags leiðsögumanna, segir atburði sem þessa allt of algenga. „Það fer held ég ekki fram hjá neinum leiðsögumanni sem fer um þessa staði að ferðamenn gæti ekki að sér, hvorki varðandi slysahættu og eins varðandi náttúruvernd. Það er að segja að viðkvæm landsvæði bíði ekki skaða.“Telur nauðsynlegt að bæta merkingar Algengt er að fólk án sérstakrar þekkingar stýri hópferðum um Ísland. „Sérstaklega er áberandi vöxtur í því að erlendar ferðaskrifstofur komi með sína eigin fararstjóra eða hópstjóra sem oft á tíðum hafa enga þekkingu eða engar forsendur til að stýra ferð hér á landi.“ Indriði telur nauðsynlegt bæta merkingar á ýmsum fjölsóttum stöðum fyrir þá sem ferðast á eigin vegum. Þá telur hann að skylda ætti seljendur hópferða til þess að bjóða upp á faglega leiðsögn. „Þar teljum við að það skorti mikið á það séu reglur eða fyrirkomulag hjá þeim sem selja ferðir að það sé tryggt að slíkar ferðir séu ætið undir leiðsögn lærðra leiðsögumanna eða annarra sem hafa þá kunnáttu og undirbúning sem þarf til að gæta alls öryggis.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15 Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. 28. mars 2018 19:15 Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Sífellt algengara er að ferðaskrifstofur sendi erlenda fararstjóra, sem hafa enga þekkingu á staðarháttum, til Íslands með hópa af ferðamönnum. Formaður félags leiðsögumanna telur að skylda ætti seljendur hópferða til þess að bjóða upp á faglega leiðsögn. Ferðamenn stefni sér reglulega í voða vegna vanþekkingar. Ítrekað berast fréttir af ferðamönnum sem hafa stefnt sér í voða á ferð um Ísland. Um helgina náðust myndir af ferðamanni sem hoppaði um á ísnum á Jökulsárlóni með selfie-stöng og myndavél á lofti. Þá hætti hópur ferðamanna sér út á ís sem safnast hafði saman í Langá á Mýrum en rútu hafði verið lagt skammt frá ánni. Indriði H. Þorláksson, formaður félags leiðsögumanna, segir atburði sem þessa allt of algenga. „Það fer held ég ekki fram hjá neinum leiðsögumanni sem fer um þessa staði að ferðamenn gæti ekki að sér, hvorki varðandi slysahættu og eins varðandi náttúruvernd. Það er að segja að viðkvæm landsvæði bíði ekki skaða.“Telur nauðsynlegt að bæta merkingar Algengt er að fólk án sérstakrar þekkingar stýri hópferðum um Ísland. „Sérstaklega er áberandi vöxtur í því að erlendar ferðaskrifstofur komi með sína eigin fararstjóra eða hópstjóra sem oft á tíðum hafa enga þekkingu eða engar forsendur til að stýra ferð hér á landi.“ Indriði telur nauðsynlegt bæta merkingar á ýmsum fjölsóttum stöðum fyrir þá sem ferðast á eigin vegum. Þá telur hann að skylda ætti seljendur hópferða til þess að bjóða upp á faglega leiðsögn. „Þar teljum við að það skorti mikið á það séu reglur eða fyrirkomulag hjá þeim sem selja ferðir að það sé tryggt að slíkar ferðir séu ætið undir leiðsögn lærðra leiðsögumanna eða annarra sem hafa þá kunnáttu og undirbúning sem þarf til að gæta alls öryggis.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15 Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. 28. mars 2018 19:15 Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15
Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. 28. mars 2018 19:15
Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40