Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 17:29 Tíst eins og þau sem Trump sendi frá sér í morgun hafa gjarnan komið þegar hann hefur nægan frítíma og glápir á sjónvarpið. Forsetinn hefur verið í fríi í Mar-a-Lago yfir páskana. Vísir/AFP Ekkert samkomulag verður gert til að tryggja stöðu fólks sem flutt var ólöglega til Bandaríkjanna sem börn og fríverslunarsamningnum NAFTA verður rift nema Mexíkóar herði landamæraeftirlit. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í morgun og virtist þar enduróma umfjöllun á Fox News-sjónvarpsstöðinni. Trump batt enda á DACA-áætlunina svonefnda í haust en hún hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til landsins sem börn fyrir brottvísun. Síðan þá hafa repúblikanar og demókratar á Bandaríkjaþingi glímt við að ná samkomulagi heildarendurskoðun innflytjendamála, meðal annars með það fyrir augum að skýra framtíð DACA-skjólstæðinga. Þrándur í Götu þessara viðræðna hefur verið krafa Hvíta hússins um að samkomulag um framtíð DACA fylgi einnig verulegur samdráttur í komum löglegra innflytjenda til Bandaríkjanna.Trump hefur hafnað öllum sáttahugmyndum sem fjármagna ekki landamæravegg hans eða honum finnst ekki ganga nógu langt í að takmarka komur fólks til Bandaríkjanna. Af einhverjum ástæðum sá Bandaríkjaforseti ástæðu til þess að taka upp málið í tístum frá sveitasetri sínu á Flórída þar sem hann er í fríi í morgun. „ÞAÐ VERÐUR ENGINN DACA-SAMNINGUR!“ sagði forsetinn í einu tístanna þar sem hann hvatti repúblikana einnig til þess að breyta þingsköpum í Bandaríkjaþingi til að samþykkja einhliða hert lög um innflytjendur. Þar fullyrti Trump ennfremur að landamærin að Mexíkó væru að verða hættulegri og að „bílalestir“ innflytjenda væru á leiðinni inn í Bandaríkin.Washington Post segir að svo virðist sem að þar hafi Trump verið að vísa til umfjöllunar á Fox News í morgun þar sem fyrirsögnin „Bílalestir ólöglegra innflytjenda á leiðinni til Bandaríkjanna“ sást meðal annars. Trump tístir reglulega um málefni sem hann sér fjallað um á Fox News sem hann horfir á löngum stundum.Kallar NAFTA „peningavél“ MexíkóaStjórnvöld í Mexíkó fengu einnig að kenna á gremju Trump. Í öðru tísti hótaði forsetinn því að binda enda á NAFTA, fríverslunarsamning Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, vegna þess að mexíkósk yfirvöld gerðu ekki nóg til að tryggja landamærin við Bandaríkin. „Mexíkó gerir mjög lítið, ef ekki EKKERT, til að stoppa flæði fólks inn í Mexíkó yfir suðurlandamæri þeirra og síðan inn í Bandaríkin. Þeir hlæja að heimsku innflytjendalögunum okkar. Þeir verða að stoppa stór eiturlyf og flæði fólks eða ég stoppa peningavélina, NAFTA. ÞARF VEGG!“ sagði í öðru tísti. Ekki er ljóst hvort að tístunum fylgi raunverulegar aðgerðir eða hvort að um rosta í Trump sé að ræða sem Hvíta húsið og repúblikanar bera til baka á næstu dögum eins og gerst hefur áður. Orðræða Trump gagnvart NAFTA er í anda hugmynda hans um fríverslunarsamninga Bandaríkjanna almennt. Hann hefur talið þá skaðlega fyrir Bandaríkin og að önnur ríki notfæri sér þau. Þannig batt hann enda á fríverslunarsamninga Kyrrahafsríkja og hefur tilkynnt um verndartolla á ýmsar innflutningsvörur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. 9. október 2017 07:03 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Ekkert samkomulag verður gert til að tryggja stöðu fólks sem flutt var ólöglega til Bandaríkjanna sem börn og fríverslunarsamningnum NAFTA verður rift nema Mexíkóar herði landamæraeftirlit. Þessu hótaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í morgun og virtist þar enduróma umfjöllun á Fox News-sjónvarpsstöðinni. Trump batt enda á DACA-áætlunina svonefnda í haust en hún hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til landsins sem börn fyrir brottvísun. Síðan þá hafa repúblikanar og demókratar á Bandaríkjaþingi glímt við að ná samkomulagi heildarendurskoðun innflytjendamála, meðal annars með það fyrir augum að skýra framtíð DACA-skjólstæðinga. Þrándur í Götu þessara viðræðna hefur verið krafa Hvíta hússins um að samkomulag um framtíð DACA fylgi einnig verulegur samdráttur í komum löglegra innflytjenda til Bandaríkjanna.Trump hefur hafnað öllum sáttahugmyndum sem fjármagna ekki landamæravegg hans eða honum finnst ekki ganga nógu langt í að takmarka komur fólks til Bandaríkjanna. Af einhverjum ástæðum sá Bandaríkjaforseti ástæðu til þess að taka upp málið í tístum frá sveitasetri sínu á Flórída þar sem hann er í fríi í morgun. „ÞAÐ VERÐUR ENGINN DACA-SAMNINGUR!“ sagði forsetinn í einu tístanna þar sem hann hvatti repúblikana einnig til þess að breyta þingsköpum í Bandaríkjaþingi til að samþykkja einhliða hert lög um innflytjendur. Þar fullyrti Trump ennfremur að landamærin að Mexíkó væru að verða hættulegri og að „bílalestir“ innflytjenda væru á leiðinni inn í Bandaríkin.Washington Post segir að svo virðist sem að þar hafi Trump verið að vísa til umfjöllunar á Fox News í morgun þar sem fyrirsögnin „Bílalestir ólöglegra innflytjenda á leiðinni til Bandaríkjanna“ sást meðal annars. Trump tístir reglulega um málefni sem hann sér fjallað um á Fox News sem hann horfir á löngum stundum.Kallar NAFTA „peningavél“ MexíkóaStjórnvöld í Mexíkó fengu einnig að kenna á gremju Trump. Í öðru tísti hótaði forsetinn því að binda enda á NAFTA, fríverslunarsamning Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, vegna þess að mexíkósk yfirvöld gerðu ekki nóg til að tryggja landamærin við Bandaríkin. „Mexíkó gerir mjög lítið, ef ekki EKKERT, til að stoppa flæði fólks inn í Mexíkó yfir suðurlandamæri þeirra og síðan inn í Bandaríkin. Þeir hlæja að heimsku innflytjendalögunum okkar. Þeir verða að stoppa stór eiturlyf og flæði fólks eða ég stoppa peningavélina, NAFTA. ÞARF VEGG!“ sagði í öðru tísti. Ekki er ljóst hvort að tístunum fylgi raunverulegar aðgerðir eða hvort að um rosta í Trump sé að ræða sem Hvíta húsið og repúblikanar bera til baka á næstu dögum eins og gerst hefur áður. Orðræða Trump gagnvart NAFTA er í anda hugmynda hans um fríverslunarsamninga Bandaríkjanna almennt. Hann hefur talið þá skaðlega fyrir Bandaríkin og að önnur ríki notfæri sér þau. Þannig batt hann enda á fríverslunarsamninga Kyrrahafsríkja og hefur tilkynnt um verndartolla á ýmsar innflutningsvörur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. 9. október 2017 07:03 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Ekkert samkomulag nema veggurinn rísi Hvíta húsið hefur heitið því að öllum samningum um áframhaldandi vernd fyrir börn innflytjenda vestanhafs fylgi krafa um hertari innflytjendalöggjöf. 9. október 2017 07:03
Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29