Vilja fá Íslendinga til Noregs í víkinganám Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. apríl 2018 08:00 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur heimsótt skólann til að kynna sér námið. Tormod Flatebo, ljósmyndari Fjordabladet, tók mynd af henni. Fjórtán nemendur á víkingalínu í lýðháskóla í Nordfjordeid í Noregi koma hingað til Íslands á morgun í tengslum við nám sitt. Þeir ætla að skoða víkingaskip, hitta íslenska ásatrúarmenn og skoða söguslóðir íslenskra víkinga. „Við erum með hóp í víkinganámi. Þeir læra stálsmíði, leðurvinnu og að útbúa föt og mat að hætti víkinganna. Svo læra þeir að sigla víkingaskipi og svo framvegis,“ segir Stig Myren, sérfræðingur í víkingafræðum og kennari í náminu. Hann segir að í náminu sé sjónum beint að því sem vitað er um víkingaöldina og hvernig sýn manna á víkingana hefur breyst yfir tímann, meðal annars vegna sjónvarpsins. Stig segir að hópurinn verði hér á landi í eina viku, en þetta er í annað skipti sem nemendur í þessu námi fara til Íslands.Stig G. Myren, sérfræðingur í víkingafræðum.Stig segir að hluti af náminu sé reiðkennsla og að nokkrir nemendanna hyggist fara á hestbak hér. Svo stefna nemendurnir líka á að kynna sér glímu á Íslandi. Stig segir þó að það hafi reynst mjög erfitt að finna glímuiðkendur sem geti tekið á móti þeim. Íslendingurinn Marta Eiríksdóttir býr í Nordfjordeid Noregi, þar sem lýðháskólinn er og kennir jóga einu sinni í viku. Hún segir Norðmenn hafa mikinn áhuga á sögu landnámsmannanna norsku sem sigldu til Íslands og hún hafi verið beðin um að segja þá sögu oftar en einu sinni. „Ísland er eins og Mekka er fyrir múslima. Þetta er landið sem varðveitt hefur tungumálið forna, dýrategundirnar eins og íslenska hestinn, landnámshænur og fleira vegna mjög strangra krafa yfirvalda um verndun íslenskrar náttúru,“ segir Marta. Marta segir að skólanum sé umhugað um að fá Íslendinga í námið og hvetur þá sem gætu haft áhuga á náminu að kynna sér það betur. „Ég held að það þurfi að hrista aðeins upp í Íslendingum, að þeir átti sig aðeins á því hvaðan við komum. Við erum ekki Ameríkanar og við erum ekki Danir. Við erum Norðmenn. Það þarf að dusta rykið af þessu og það er verið að gera það í þessum litla bæ.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Norðurlönd Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Fjórtán nemendur á víkingalínu í lýðháskóla í Nordfjordeid í Noregi koma hingað til Íslands á morgun í tengslum við nám sitt. Þeir ætla að skoða víkingaskip, hitta íslenska ásatrúarmenn og skoða söguslóðir íslenskra víkinga. „Við erum með hóp í víkinganámi. Þeir læra stálsmíði, leðurvinnu og að útbúa föt og mat að hætti víkinganna. Svo læra þeir að sigla víkingaskipi og svo framvegis,“ segir Stig Myren, sérfræðingur í víkingafræðum og kennari í náminu. Hann segir að í náminu sé sjónum beint að því sem vitað er um víkingaöldina og hvernig sýn manna á víkingana hefur breyst yfir tímann, meðal annars vegna sjónvarpsins. Stig segir að hópurinn verði hér á landi í eina viku, en þetta er í annað skipti sem nemendur í þessu námi fara til Íslands.Stig G. Myren, sérfræðingur í víkingafræðum.Stig segir að hluti af náminu sé reiðkennsla og að nokkrir nemendanna hyggist fara á hestbak hér. Svo stefna nemendurnir líka á að kynna sér glímu á Íslandi. Stig segir þó að það hafi reynst mjög erfitt að finna glímuiðkendur sem geti tekið á móti þeim. Íslendingurinn Marta Eiríksdóttir býr í Nordfjordeid Noregi, þar sem lýðháskólinn er og kennir jóga einu sinni í viku. Hún segir Norðmenn hafa mikinn áhuga á sögu landnámsmannanna norsku sem sigldu til Íslands og hún hafi verið beðin um að segja þá sögu oftar en einu sinni. „Ísland er eins og Mekka er fyrir múslima. Þetta er landið sem varðveitt hefur tungumálið forna, dýrategundirnar eins og íslenska hestinn, landnámshænur og fleira vegna mjög strangra krafa yfirvalda um verndun íslenskrar náttúru,“ segir Marta. Marta segir að skólanum sé umhugað um að fá Íslendinga í námið og hvetur þá sem gætu haft áhuga á náminu að kynna sér það betur. „Ég held að það þurfi að hrista aðeins upp í Íslendingum, að þeir átti sig aðeins á því hvaðan við komum. Við erum ekki Ameríkanar og við erum ekki Danir. Við erum Norðmenn. Það þarf að dusta rykið af þessu og það er verið að gera það í þessum litla bæ.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Norðurlönd Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira