Segir gjaldþrot Chuck ehf. bókhaldsklúður Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. apríl 2018 14:06 Chuck Norris Grill og skemmtistaðurinn Dillon eru til húsa við Laugaveg 30. Mynd/Dillon bar Gjaldþrotaskipti Chuck ehf. sem stofnað var í apríl 2014 við opnun Chuck Norris Grill á Laugavegi má rekja til mistaka við bókhald. Þetta segir Jón Bjarni Steinarsson, rekstrarstjóri Chuck Norris Grill og Dillon í samtali við Vísi. Vilhjálmur Sanne stofnaði Chuck ehf. í kringum rekstur veitingastaðarins Chuck Norris Grill en hafi rekið annað fyrirtæki, VSG-Eignir, til að halda utan um rekstur Dillon. Fyrir nokkrum árum síðan hafi honum verið bent á að best væri að sjá um rekstur beggja staðanna undir einu fyrirtæki. Vísir greindi frá gjaldþroti Chuck ehf. fyrr í dag. Úrskurður um gjaldþrot fyrirtækisins var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. mars. „Starfsfólk Dillon og starfsfólk Chuck starfa hjá sama fyrirtæki. Vörur eru allar keyptar í gegnum sama fyrirtæki,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. „Þetta fyrirtæki var bara alltaf einhver bastarður. Það átti alltaf eftir að klára að ganga frá því. Nú er búið að því.“Bókhaldsbull og mistök Jón Bjarni og unnusta hans keyptu nýverið 50 prósenta hlut í VSG-Eignum og eiga helming á móti Vilhjálmi Sanne og eiginkonu hans. Unnusta Jóns Bjarna er Katrín Ólafsson og er hún einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solsticce. „Dillon og Secret Solstice hafa verið á sömu skrifstofu núna í eitt og hálft ár,“ segir Jón Bjarni. „Það eru mikil samlegðaráhrif á þessum rekstri. Ég nota Dillon til að bóka artista fyrir Solstice. Við erum tónlistarstaður og tónlistarhátíð. Þetta fer saman.“ Jón Bjarni og Katrín skrifuðu undir kaupsamninga í byrjun mars. „Fyrirtækið er í yfirferð hjá endurskoðanda, sem er eitthvað sem fylgir svona kaupum. Um leið og við komumst að þessu þá fóru endurskoðendur í það að klára ársreikninga og framtal og skila því inn, skiluðu því inn núna í síðustu viku. Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við skiptastjórann,“ segir Jón Bjarni. „Það að þetta fyrirtæki hafi farið á hausinn var bara smá bókhaldsbull og mistök. Það gleymdist aðeins að ganga frá þessu félagi í öllu hinu og það er núna bara búið að leiðrétta það. Félagið verður tekið til baka úr gjaldþrotaskiptum bara svo það sé hægt að ganga frá því og loka því almennilega.“ Gjaldþrot Tengdar fréttir Tollstjóri vill sex milljónir frá Chuck ehf. Félagið var komið með vánúmer ári eftir að veitingastaðnum Chuck Norris Grill var komið á laggirnar. 3. apríl 2018 10:43 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira
Gjaldþrotaskipti Chuck ehf. sem stofnað var í apríl 2014 við opnun Chuck Norris Grill á Laugavegi má rekja til mistaka við bókhald. Þetta segir Jón Bjarni Steinarsson, rekstrarstjóri Chuck Norris Grill og Dillon í samtali við Vísi. Vilhjálmur Sanne stofnaði Chuck ehf. í kringum rekstur veitingastaðarins Chuck Norris Grill en hafi rekið annað fyrirtæki, VSG-Eignir, til að halda utan um rekstur Dillon. Fyrir nokkrum árum síðan hafi honum verið bent á að best væri að sjá um rekstur beggja staðanna undir einu fyrirtæki. Vísir greindi frá gjaldþroti Chuck ehf. fyrr í dag. Úrskurður um gjaldþrot fyrirtækisins var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. mars. „Starfsfólk Dillon og starfsfólk Chuck starfa hjá sama fyrirtæki. Vörur eru allar keyptar í gegnum sama fyrirtæki,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. „Þetta fyrirtæki var bara alltaf einhver bastarður. Það átti alltaf eftir að klára að ganga frá því. Nú er búið að því.“Bókhaldsbull og mistök Jón Bjarni og unnusta hans keyptu nýverið 50 prósenta hlut í VSG-Eignum og eiga helming á móti Vilhjálmi Sanne og eiginkonu hans. Unnusta Jóns Bjarna er Katrín Ólafsson og er hún einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solsticce. „Dillon og Secret Solstice hafa verið á sömu skrifstofu núna í eitt og hálft ár,“ segir Jón Bjarni. „Það eru mikil samlegðaráhrif á þessum rekstri. Ég nota Dillon til að bóka artista fyrir Solstice. Við erum tónlistarstaður og tónlistarhátíð. Þetta fer saman.“ Jón Bjarni og Katrín skrifuðu undir kaupsamninga í byrjun mars. „Fyrirtækið er í yfirferð hjá endurskoðanda, sem er eitthvað sem fylgir svona kaupum. Um leið og við komumst að þessu þá fóru endurskoðendur í það að klára ársreikninga og framtal og skila því inn, skiluðu því inn núna í síðustu viku. Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við skiptastjórann,“ segir Jón Bjarni. „Það að þetta fyrirtæki hafi farið á hausinn var bara smá bókhaldsbull og mistök. Það gleymdist aðeins að ganga frá þessu félagi í öllu hinu og það er núna bara búið að leiðrétta það. Félagið verður tekið til baka úr gjaldþrotaskiptum bara svo það sé hægt að ganga frá því og loka því almennilega.“
Gjaldþrot Tengdar fréttir Tollstjóri vill sex milljónir frá Chuck ehf. Félagið var komið með vánúmer ári eftir að veitingastaðnum Chuck Norris Grill var komið á laggirnar. 3. apríl 2018 10:43 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira
Tollstjóri vill sex milljónir frá Chuck ehf. Félagið var komið með vánúmer ári eftir að veitingastaðnum Chuck Norris Grill var komið á laggirnar. 3. apríl 2018 10:43