Að virkja lýðræðið! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. apríl 2018 14:30 Garðabæjarlistinn býður fram til sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ. Listinn er skipaður öflugu og áhugasömu fólk úr öllum áttum með sterka sýn á frelsi, lýðræði og ekki síst mennsku. Eitt af markmiðum framboðsins er að virkja lýðræðið og auka gagnsæi. Við ætlum að ná því fram með að taka þátt á hinu pólitíska sviði og bjóða fram valkost sem samanstendur af einstaklingum sem brennur fyrir að gera Garðabæ að enn betra samfélagi. Við lifum á 21. öld og viljum koma stjórnsýslunni og þjónustunni þangað.Að valdefla íbúana Það á að vera markmið hverrar bæjarstjórnar að íbúar láti sig varða um málefni nærsamfélagsins sem þeir tilheyra. Valdefling íbúa á að vera leiðarljós þeirra sem hið pólitíska vald hafa. Með eflingu valds, sem þýðir að færa hið raunverulega vald meira yfir til íbúanna sjálfra má ná fram því besta sem völ er á hverju sinni fyrir samfélagið í heild. Á sama tíma er nauðsynlegt að stefna að fullu gagnsæi í ákvarðanatöku, framkvæmdum og öðrum upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að bæjarbúar geti mótað sér upplýsta skoðun á málefnum og verkefnum.Að hafa áhrif á nærsamfélagið sitt Garðabæjarlistinn óskar eftir og vill hvetja til þátttöku íbúa, aðkomu þeirra að litlum sem stórum málum sem varða okkur öll sem íbúa Garðabæjar. Það er ekkert málefni eða verkefni í einu sveitarfélagi sem ekki kallar á skoðanir ólíkra einstaklinga og mikilvægi sameiginlegrar niðurstöðu eftir samtal og þátttöku sem flestra. Þannig sköpum við rými og styðjum við enn frekari drifkraft, kraft sem kemur beint frá íbúunum.Garðabær taki forystu í lýðræðislegum vinnubrögðum Garðabær á að sækja fram og vera leiðandi í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem íbúalýðræðið er virkt með fjölbreyttum leiðum gagngert til þess að ná til sem flestra. Íbúar eiga að hafa tök á að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Garðabær stendur fyrir valfrelsi íbúa sem er vel en um leið þarf að vera öflugt íbúalýðræði, þar sem gegnsæ stjórnsýsla er í fyrirrúmi með þjónustuhlutverkið í forgrunni. Rekstur sveitarfélags er ekkert annað en þjónusta við íbúa. Við viljum að Garðabær bjóði upp á framúrskarandi þjónustu fyrir alla íbúa. Við eigum ekki bara að kjósa bæjarstjórn á fjögurra ára fresti og vona að hún taki réttar ákvarðanir. Íbúum á að bjóðast tækifæri oftar til að taka afstöðu til málefna og verkefna. Garðabæjarlistinn vill virkja þann möguleika og þar með aukið lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Garðabæjarlistinn býður fram til sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ. Listinn er skipaður öflugu og áhugasömu fólk úr öllum áttum með sterka sýn á frelsi, lýðræði og ekki síst mennsku. Eitt af markmiðum framboðsins er að virkja lýðræðið og auka gagnsæi. Við ætlum að ná því fram með að taka þátt á hinu pólitíska sviði og bjóða fram valkost sem samanstendur af einstaklingum sem brennur fyrir að gera Garðabæ að enn betra samfélagi. Við lifum á 21. öld og viljum koma stjórnsýslunni og þjónustunni þangað.Að valdefla íbúana Það á að vera markmið hverrar bæjarstjórnar að íbúar láti sig varða um málefni nærsamfélagsins sem þeir tilheyra. Valdefling íbúa á að vera leiðarljós þeirra sem hið pólitíska vald hafa. Með eflingu valds, sem þýðir að færa hið raunverulega vald meira yfir til íbúanna sjálfra má ná fram því besta sem völ er á hverju sinni fyrir samfélagið í heild. Á sama tíma er nauðsynlegt að stefna að fullu gagnsæi í ákvarðanatöku, framkvæmdum og öðrum upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að bæjarbúar geti mótað sér upplýsta skoðun á málefnum og verkefnum.Að hafa áhrif á nærsamfélagið sitt Garðabæjarlistinn óskar eftir og vill hvetja til þátttöku íbúa, aðkomu þeirra að litlum sem stórum málum sem varða okkur öll sem íbúa Garðabæjar. Það er ekkert málefni eða verkefni í einu sveitarfélagi sem ekki kallar á skoðanir ólíkra einstaklinga og mikilvægi sameiginlegrar niðurstöðu eftir samtal og þátttöku sem flestra. Þannig sköpum við rými og styðjum við enn frekari drifkraft, kraft sem kemur beint frá íbúunum.Garðabær taki forystu í lýðræðislegum vinnubrögðum Garðabær á að sækja fram og vera leiðandi í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem íbúalýðræðið er virkt með fjölbreyttum leiðum gagngert til þess að ná til sem flestra. Íbúar eiga að hafa tök á að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Garðabær stendur fyrir valfrelsi íbúa sem er vel en um leið þarf að vera öflugt íbúalýðræði, þar sem gegnsæ stjórnsýsla er í fyrirrúmi með þjónustuhlutverkið í forgrunni. Rekstur sveitarfélags er ekkert annað en þjónusta við íbúa. Við viljum að Garðabær bjóði upp á framúrskarandi þjónustu fyrir alla íbúa. Við eigum ekki bara að kjósa bæjarstjórn á fjögurra ára fresti og vona að hún taki réttar ákvarðanir. Íbúum á að bjóðast tækifæri oftar til að taka afstöðu til málefna og verkefna. Garðabæjarlistinn vill virkja þann möguleika og þar með aukið lýðræði.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar