Að virkja lýðræðið! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. apríl 2018 14:30 Garðabæjarlistinn býður fram til sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ. Listinn er skipaður öflugu og áhugasömu fólk úr öllum áttum með sterka sýn á frelsi, lýðræði og ekki síst mennsku. Eitt af markmiðum framboðsins er að virkja lýðræðið og auka gagnsæi. Við ætlum að ná því fram með að taka þátt á hinu pólitíska sviði og bjóða fram valkost sem samanstendur af einstaklingum sem brennur fyrir að gera Garðabæ að enn betra samfélagi. Við lifum á 21. öld og viljum koma stjórnsýslunni og þjónustunni þangað.Að valdefla íbúana Það á að vera markmið hverrar bæjarstjórnar að íbúar láti sig varða um málefni nærsamfélagsins sem þeir tilheyra. Valdefling íbúa á að vera leiðarljós þeirra sem hið pólitíska vald hafa. Með eflingu valds, sem þýðir að færa hið raunverulega vald meira yfir til íbúanna sjálfra má ná fram því besta sem völ er á hverju sinni fyrir samfélagið í heild. Á sama tíma er nauðsynlegt að stefna að fullu gagnsæi í ákvarðanatöku, framkvæmdum og öðrum upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að bæjarbúar geti mótað sér upplýsta skoðun á málefnum og verkefnum.Að hafa áhrif á nærsamfélagið sitt Garðabæjarlistinn óskar eftir og vill hvetja til þátttöku íbúa, aðkomu þeirra að litlum sem stórum málum sem varða okkur öll sem íbúa Garðabæjar. Það er ekkert málefni eða verkefni í einu sveitarfélagi sem ekki kallar á skoðanir ólíkra einstaklinga og mikilvægi sameiginlegrar niðurstöðu eftir samtal og þátttöku sem flestra. Þannig sköpum við rými og styðjum við enn frekari drifkraft, kraft sem kemur beint frá íbúunum.Garðabær taki forystu í lýðræðislegum vinnubrögðum Garðabær á að sækja fram og vera leiðandi í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem íbúalýðræðið er virkt með fjölbreyttum leiðum gagngert til þess að ná til sem flestra. Íbúar eiga að hafa tök á að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Garðabær stendur fyrir valfrelsi íbúa sem er vel en um leið þarf að vera öflugt íbúalýðræði, þar sem gegnsæ stjórnsýsla er í fyrirrúmi með þjónustuhlutverkið í forgrunni. Rekstur sveitarfélags er ekkert annað en þjónusta við íbúa. Við viljum að Garðabær bjóði upp á framúrskarandi þjónustu fyrir alla íbúa. Við eigum ekki bara að kjósa bæjarstjórn á fjögurra ára fresti og vona að hún taki réttar ákvarðanir. Íbúum á að bjóðast tækifæri oftar til að taka afstöðu til málefna og verkefna. Garðabæjarlistinn vill virkja þann möguleika og þar með aukið lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Sjá meira
Garðabæjarlistinn býður fram til sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ. Listinn er skipaður öflugu og áhugasömu fólk úr öllum áttum með sterka sýn á frelsi, lýðræði og ekki síst mennsku. Eitt af markmiðum framboðsins er að virkja lýðræðið og auka gagnsæi. Við ætlum að ná því fram með að taka þátt á hinu pólitíska sviði og bjóða fram valkost sem samanstendur af einstaklingum sem brennur fyrir að gera Garðabæ að enn betra samfélagi. Við lifum á 21. öld og viljum koma stjórnsýslunni og þjónustunni þangað.Að valdefla íbúana Það á að vera markmið hverrar bæjarstjórnar að íbúar láti sig varða um málefni nærsamfélagsins sem þeir tilheyra. Valdefling íbúa á að vera leiðarljós þeirra sem hið pólitíska vald hafa. Með eflingu valds, sem þýðir að færa hið raunverulega vald meira yfir til íbúanna sjálfra má ná fram því besta sem völ er á hverju sinni fyrir samfélagið í heild. Á sama tíma er nauðsynlegt að stefna að fullu gagnsæi í ákvarðanatöku, framkvæmdum og öðrum upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að bæjarbúar geti mótað sér upplýsta skoðun á málefnum og verkefnum.Að hafa áhrif á nærsamfélagið sitt Garðabæjarlistinn óskar eftir og vill hvetja til þátttöku íbúa, aðkomu þeirra að litlum sem stórum málum sem varða okkur öll sem íbúa Garðabæjar. Það er ekkert málefni eða verkefni í einu sveitarfélagi sem ekki kallar á skoðanir ólíkra einstaklinga og mikilvægi sameiginlegrar niðurstöðu eftir samtal og þátttöku sem flestra. Þannig sköpum við rými og styðjum við enn frekari drifkraft, kraft sem kemur beint frá íbúunum.Garðabær taki forystu í lýðræðislegum vinnubrögðum Garðabær á að sækja fram og vera leiðandi í lýðræðislegum vinnubrögðum þar sem íbúalýðræðið er virkt með fjölbreyttum leiðum gagngert til þess að ná til sem flestra. Íbúar eiga að hafa tök á að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Garðabær stendur fyrir valfrelsi íbúa sem er vel en um leið þarf að vera öflugt íbúalýðræði, þar sem gegnsæ stjórnsýsla er í fyrirrúmi með þjónustuhlutverkið í forgrunni. Rekstur sveitarfélags er ekkert annað en þjónusta við íbúa. Við viljum að Garðabær bjóði upp á framúrskarandi þjónustu fyrir alla íbúa. Við eigum ekki bara að kjósa bæjarstjórn á fjögurra ára fresti og vona að hún taki réttar ákvarðanir. Íbúum á að bjóðast tækifæri oftar til að taka afstöðu til málefna og verkefna. Garðabæjarlistinn vill virkja þann möguleika og þar með aukið lýðræði.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar