Bara einu sinni? Bjarni Karlsson skrifar 4. apríl 2018 07:00 Fyrir skömmu varð andlát í stórfjölskyldunni og fjögurra ára nafni minn hefur orðið nokkuð hugsi. Um daginn var hann í fjallgöngu með mömmu sinni og spurði: Af hverju er fólk sett ofan í jörðina þegar það er dáið? Hún tjáði honum að það væri kannski gott að leyfa líkamanum að sameinast jörðinni og gróðrinum þegar við gætum ekki lengur notað hann. Eftir fleiri stutt skref í glaðri páskasól kom næsta spurning: Lifir maður þá bara einu sinni? Þá fékk hann að heyra söguna um Jesú þegar hann hitti vini sína eftir upprisuna. Viska trúarinnar víkur sér ekki undan veruleikanum en slær fáu föstu. Þegar Sigurbjörn Einarsson biskup var orðinn aldraður og hafði látið af embætti var hann eitt sinn í viðtali á einhverjum ljósvakamiðlinum. Þáttarstjórinn hafði orð á því að nú væri hann orðinn eldri maður og spurði hvort hann kviði dauðanum? Já, svaraði biskupinn, og það sem verra er, ég veit ekkert hvað tekur við. Það kom heldur á spyrilinn en Sigurbjörn brosti með glampa í augum og mælti: En ég veit hver tekur við, og það nægir mér. Kristin upprisutrú er ekki hugmyndakerfi heldur reynsla af nærveru. Líkt og foreldri huggar barn með nálægð sinni þannig er hinum trúaða huggun og styrkur af nærveru Guðs sem hvarvetna birtist, í hjarta manns jafnt sem náttúrunni og öðru fólki. Þess vegna er kristin kirkja ekki í prósentukeppni við Siðmennt um skírnir og fermingar eins og nú er hampað, en biður þess að hvert barn fái að vita að við erum öll bræður og systur og þau séu frjáls að efast og trúa á góðan Guð sem elskar allt sem lifir. Hin trúuðu halda ekki að þau séu handhafar sannleikans en þau lifa í þeirri viðleitni og von að sannleikurinn hafi hönd á þeim svo þau megi láta gott af sér leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu varð andlát í stórfjölskyldunni og fjögurra ára nafni minn hefur orðið nokkuð hugsi. Um daginn var hann í fjallgöngu með mömmu sinni og spurði: Af hverju er fólk sett ofan í jörðina þegar það er dáið? Hún tjáði honum að það væri kannski gott að leyfa líkamanum að sameinast jörðinni og gróðrinum þegar við gætum ekki lengur notað hann. Eftir fleiri stutt skref í glaðri páskasól kom næsta spurning: Lifir maður þá bara einu sinni? Þá fékk hann að heyra söguna um Jesú þegar hann hitti vini sína eftir upprisuna. Viska trúarinnar víkur sér ekki undan veruleikanum en slær fáu föstu. Þegar Sigurbjörn Einarsson biskup var orðinn aldraður og hafði látið af embætti var hann eitt sinn í viðtali á einhverjum ljósvakamiðlinum. Þáttarstjórinn hafði orð á því að nú væri hann orðinn eldri maður og spurði hvort hann kviði dauðanum? Já, svaraði biskupinn, og það sem verra er, ég veit ekkert hvað tekur við. Það kom heldur á spyrilinn en Sigurbjörn brosti með glampa í augum og mælti: En ég veit hver tekur við, og það nægir mér. Kristin upprisutrú er ekki hugmyndakerfi heldur reynsla af nærveru. Líkt og foreldri huggar barn með nálægð sinni þannig er hinum trúaða huggun og styrkur af nærveru Guðs sem hvarvetna birtist, í hjarta manns jafnt sem náttúrunni og öðru fólki. Þess vegna er kristin kirkja ekki í prósentukeppni við Siðmennt um skírnir og fermingar eins og nú er hampað, en biður þess að hvert barn fái að vita að við erum öll bræður og systur og þau séu frjáls að efast og trúa á góðan Guð sem elskar allt sem lifir. Hin trúuðu halda ekki að þau séu handhafar sannleikans en þau lifa í þeirri viðleitni og von að sannleikurinn hafi hönd á þeim svo þau megi láta gott af sér leiða.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar