Vargöld í Lundúnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2018 06:16 Stúlkan sem skotin var til bana í Tottenham á mánudagskvöld hét Tanesha Melbourne-Blake. PA Þingmenn og baráttusamtök í Bretlandi segja að stjórnvöld þar í landi ráði ekki við ofbeldisölduna sem nú ríður yfir höfuðborgina Lundúnir. Tveir unglingar voru skotnir til bana á mánudagskvöld og enn annar liggur alvarlega særður eftir stunguárás.Vísir greindi frá árásunum í gærmorgun. Sautján ára stúlka var skotin er hún gekk um götur Tottenham-hverfisins í norðurhluta Lundúna og 16 ára strákur lést eftir að hafa verið skotinn skömmu síðar í einu af austari hverfum borgarinnar. Lögreglan rannsakar málin en ekki er vitað hvort þau tengist á þessari stundu. Bretar óttast að glæpatíðnin í höfuðborginni sé að verða sú hæsta í rúman áratug en fyrrnefndu morðin eru númer 47 og 48 sem framin eru í Lundúnum á þessu ári. David Lammy, þingmaður Verkamannaflokksins, segist aldrei hafa séð annað eins ástand í borginni. Hann segir að rætur vandans liggi í undirheimunum og þá ekki síst meðal fíkniefnasala og notenda. Til að bæta gráu ofan á svart hafa stjórnvöld, undir forystu Íhaldsflokksins, skorið niður í velferðarmálum og er því félagsþjónusta af skornum skammti í mörgum þessara hverfa.Sjá einnig: Unglingsstúlka myrt í LundúnumBorgarstjóri Lundúna, Sadiq Kahn, tekur í sama streng og segir að skýringanna sé að leita í niðurskurðarkröfu stjórnvalda. „Niðurskurður ríkisstjórnarinnar hefur lamað þjónustu við unga Lundúnarbúa,“ skrifaði Kahn á Twitter-síðu sína og kallaði jafnframt eftir auknum fjárframlögum til lögreglunnar svo hún gæti sinnt störfum sínum. Borgarstjórinn hefur þó ekki sloppið við gagnrýni úr hinni áttinni. Talsmaður forsætisráðherrans Theresu May segir að Kahn beri sjálfur ábyrgð á því hvernig komið er fyrir löggæslunni í borginni, enda fer hann formlega með æðstu stjórn Lundúnarlögreglunnar. Morðum hefur fjölgað jafnt og þétt í höfuðborginni það sem af er ári. Átta morð voru framin í Lundúnum í janúar, 15 í febrúar og svo 22 í mars síðastliðnum. Þrjú morð hafa ratað inn á borð Lundúnarlögreglunnar á þeim fjóru dögum sem liðnir eru af apríl. Ef fer sem horfir verða morðin orðin 180 talsins í lok árs. Fleiri morð hafa verið framin í Lundúnum á þessu ári en í New York. Tengdar fréttir Unglingsstúlka myrt í Lundúnum Sautján ára stúlka var skotin til bana í norðurhluta Lundúna í gærkvöldi. 3. apríl 2018 05:36 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Þingmenn og baráttusamtök í Bretlandi segja að stjórnvöld þar í landi ráði ekki við ofbeldisölduna sem nú ríður yfir höfuðborgina Lundúnir. Tveir unglingar voru skotnir til bana á mánudagskvöld og enn annar liggur alvarlega særður eftir stunguárás.Vísir greindi frá árásunum í gærmorgun. Sautján ára stúlka var skotin er hún gekk um götur Tottenham-hverfisins í norðurhluta Lundúna og 16 ára strákur lést eftir að hafa verið skotinn skömmu síðar í einu af austari hverfum borgarinnar. Lögreglan rannsakar málin en ekki er vitað hvort þau tengist á þessari stundu. Bretar óttast að glæpatíðnin í höfuðborginni sé að verða sú hæsta í rúman áratug en fyrrnefndu morðin eru númer 47 og 48 sem framin eru í Lundúnum á þessu ári. David Lammy, þingmaður Verkamannaflokksins, segist aldrei hafa séð annað eins ástand í borginni. Hann segir að rætur vandans liggi í undirheimunum og þá ekki síst meðal fíkniefnasala og notenda. Til að bæta gráu ofan á svart hafa stjórnvöld, undir forystu Íhaldsflokksins, skorið niður í velferðarmálum og er því félagsþjónusta af skornum skammti í mörgum þessara hverfa.Sjá einnig: Unglingsstúlka myrt í LundúnumBorgarstjóri Lundúna, Sadiq Kahn, tekur í sama streng og segir að skýringanna sé að leita í niðurskurðarkröfu stjórnvalda. „Niðurskurður ríkisstjórnarinnar hefur lamað þjónustu við unga Lundúnarbúa,“ skrifaði Kahn á Twitter-síðu sína og kallaði jafnframt eftir auknum fjárframlögum til lögreglunnar svo hún gæti sinnt störfum sínum. Borgarstjórinn hefur þó ekki sloppið við gagnrýni úr hinni áttinni. Talsmaður forsætisráðherrans Theresu May segir að Kahn beri sjálfur ábyrgð á því hvernig komið er fyrir löggæslunni í borginni, enda fer hann formlega með æðstu stjórn Lundúnarlögreglunnar. Morðum hefur fjölgað jafnt og þétt í höfuðborginni það sem af er ári. Átta morð voru framin í Lundúnum í janúar, 15 í febrúar og svo 22 í mars síðastliðnum. Þrjú morð hafa ratað inn á borð Lundúnarlögreglunnar á þeim fjóru dögum sem liðnir eru af apríl. Ef fer sem horfir verða morðin orðin 180 talsins í lok árs. Fleiri morð hafa verið framin í Lundúnum á þessu ári en í New York.
Tengdar fréttir Unglingsstúlka myrt í Lundúnum Sautján ára stúlka var skotin til bana í norðurhluta Lundúna í gærkvöldi. 3. apríl 2018 05:36 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Unglingsstúlka myrt í Lundúnum Sautján ára stúlka var skotin til bana í norðurhluta Lundúna í gærkvöldi. 3. apríl 2018 05:36