Segir fráleit vinnubrögð kosta þjóðina 104 tonn af gæðaostum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. apríl 2018 15:00 „Núna fyrir páska voru tollkvótar fyrir osta auglýstir þar sem að tollasamningur við Evrópusambandið tekur gildi 1. maí. Þá kemur í ljós að þar eru auglýst 37 tonn af osti en ekki 104 líkt og allir höfðu búist við,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda, og segir að mistök við lagasetningu í tengslum við búvörusamninga orsaki þetta.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Forsagan er sú að Alþingi samþykkti málamiðlun á búvörusamningi haustið 2016 þess efnis að leyfa átti innflutning á 210 tonnum af sérosti strax á fyrsta ári gildistöku tollasamnings við Evrópusambandið í stað þess að tollkvótinn yrði afgreiddur í skrefum næstu fjögur árin. Málamiðlunin var til að vega á móti almennri tollahækkun á ostum sem kveðið var á um í búvörusamningum. Sérostar eru ostar sem njóta til dæmis svæðisbundinnar sérstöðu líkt og Parmesan eða Rocheford ostar. Nú er komið á daginn að hærri tollar á osta hafa tekið gildi en ákvörðun Alþingis um að flýta gildistöku tollkvóta á sérosta hefur ekki tekið gildi og óvíst hvort það verði gert á þessu ári. „Við spyrjum atvinnuvegaráðuneytið hverju sætir og svörin eru þau að það sé ágalli á þessari lagasetningu frá þinginu,“ segir Ólafur. „Vilji þingsins lá alveg skýr fyrir. Það lá til dæmis fyrir í nefndaráliti atvinnuveganefndar en orðalagið á lagabreytingunum sé ekki nógu skýrt til þess að ráðuneytið treysti sér til að fylgja þessu eftir. Okkur finnst þetta náttúrulega fráleit vinnubrögð hjá ráðuneytinu að hafa ekki samband við þingið miklu fyrr því þessi galli hefur legið lengi fyrir.“ Jón Gunnarsson, fyrrverandi formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur þá beint því til nefndarinnar að hún taki málið upp og flytji frumvarp til að leiðrétta þennan ágalla á löggjöfinni. Neytendur Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Greiðsluáskorun Birgir til Banana Nálgast samkomulag um TikTok Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Play sé ekki að fara á hausinn Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Sjá meira
„Núna fyrir páska voru tollkvótar fyrir osta auglýstir þar sem að tollasamningur við Evrópusambandið tekur gildi 1. maí. Þá kemur í ljós að þar eru auglýst 37 tonn af osti en ekki 104 líkt og allir höfðu búist við,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda, og segir að mistök við lagasetningu í tengslum við búvörusamninga orsaki þetta.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Forsagan er sú að Alþingi samþykkti málamiðlun á búvörusamningi haustið 2016 þess efnis að leyfa átti innflutning á 210 tonnum af sérosti strax á fyrsta ári gildistöku tollasamnings við Evrópusambandið í stað þess að tollkvótinn yrði afgreiddur í skrefum næstu fjögur árin. Málamiðlunin var til að vega á móti almennri tollahækkun á ostum sem kveðið var á um í búvörusamningum. Sérostar eru ostar sem njóta til dæmis svæðisbundinnar sérstöðu líkt og Parmesan eða Rocheford ostar. Nú er komið á daginn að hærri tollar á osta hafa tekið gildi en ákvörðun Alþingis um að flýta gildistöku tollkvóta á sérosta hefur ekki tekið gildi og óvíst hvort það verði gert á þessu ári. „Við spyrjum atvinnuvegaráðuneytið hverju sætir og svörin eru þau að það sé ágalli á þessari lagasetningu frá þinginu,“ segir Ólafur. „Vilji þingsins lá alveg skýr fyrir. Það lá til dæmis fyrir í nefndaráliti atvinnuveganefndar en orðalagið á lagabreytingunum sé ekki nógu skýrt til þess að ráðuneytið treysti sér til að fylgja þessu eftir. Okkur finnst þetta náttúrulega fráleit vinnubrögð hjá ráðuneytinu að hafa ekki samband við þingið miklu fyrr því þessi galli hefur legið lengi fyrir.“ Jón Gunnarsson, fyrrverandi formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur þá beint því til nefndarinnar að hún taki málið upp og flytji frumvarp til að leiðrétta þennan ágalla á löggjöfinni.
Neytendur Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Greiðsluáskorun Birgir til Banana Nálgast samkomulag um TikTok Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Play sé ekki að fara á hausinn Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Sjá meira