Tiger á „fjarlæga möguleika á sigri“ á Masters mótinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. apríl 2018 19:30 Mastersmótið í golfi hefst á morgun. Þetta sögufræga mót er 1. risamót ársins í golfinu og er eftirvæntingin fyrir mótinu mikil. Sergio Garcia vann Justin Rose í bráðabana á þessu móti í fyrra. Þetta verður í 82. sinn sem mótið fer fram og mikil eftirvænting ríkir, Tiger Woods hefur sigrað á þessu móti fjórum sinnum, síðast fyrir 13 árum. Á hann möguleika núna? „Já, hann á möguleika,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur, í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En við verðum samt að segja að hann á fjarlæga möguleika.“ „Þetta snýst ekki bara um getu heldur líka um leikæfingu. Hann er kannski ekki kominn á þann stað að vera búinn að keppa nógu mikið.“ Hverjir eru sigurstranglegastir á mótinu að mati Þorsteins? „Ég mundi nefna Bubba Watson. Hann er búinn að sigra á tveimur mótum á síðustu vikum og búinn að vera góður. Phil Mickelson er búinn að vera mjög góður, Justin Thomas er búinn að vera frábær og Rory McIlroy vann [á dögunum].“ Bein útsending verður á Golfstöðinni alla fjóra keppnisdagana. Klukkan 19 hófst útsending frá par þrjú keppninni á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mastersmótið í golfi hefst á morgun. Þetta sögufræga mót er 1. risamót ársins í golfinu og er eftirvæntingin fyrir mótinu mikil. Sergio Garcia vann Justin Rose í bráðabana á þessu móti í fyrra. Þetta verður í 82. sinn sem mótið fer fram og mikil eftirvænting ríkir, Tiger Woods hefur sigrað á þessu móti fjórum sinnum, síðast fyrir 13 árum. Á hann möguleika núna? „Já, hann á möguleika,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur, í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En við verðum samt að segja að hann á fjarlæga möguleika.“ „Þetta snýst ekki bara um getu heldur líka um leikæfingu. Hann er kannski ekki kominn á þann stað að vera búinn að keppa nógu mikið.“ Hverjir eru sigurstranglegastir á mótinu að mati Þorsteins? „Ég mundi nefna Bubba Watson. Hann er búinn að sigra á tveimur mótum á síðustu vikum og búinn að vera góður. Phil Mickelson er búinn að vera mjög góður, Justin Thomas er búinn að vera frábær og Rory McIlroy vann [á dögunum].“ Bein útsending verður á Golfstöðinni alla fjóra keppnisdagana. Klukkan 19 hófst útsending frá par þrjú keppninni á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira