Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. apríl 2018 18:30 Við höfum sagt frá því fréttum okkar í vikunni að alls hafi hátt í 300 dauðsföll verið skráð hjá Landlækni af völdum vímuefna frá árinu 2008, þar af níu fyrstu vikurnar á þessu ári. Þá virðist fleiri ungmenni en áður byrja fyrr að neyta sterkra vímuefna. Aðalvarðstjóri í lögreglunni sem leitar að týndum börnum undir 18 ára tekur undir þetta og segir úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem glími við fíknivanda. „Í fyrsta skipti í gær, þurfti að vista 14 og 15 ára einstaklinga í fangaklefa af því það voru engin önnur úrræði í boði.“Engin neyðarvistun í tíu neyðartilvikum Hann segir að neyðarvistun sé notuð til að koma í veg fyrir að ungmennin fari sér að voða eftir að lögregla hefur fundið þau. En hún sé því miður ekki alltaf í boði. „Í tíu skipti hefur ekki verið kostur á neyðarvistun fyrir unglingana. Neyðarvistun er neyðarúrræði og það er biðlisti eftir því. Aftur og aftur er ég að sækja krakka sem týnast sem eru að sprauta sig, fara með þau heim, þau fá ekki úrræði, þau strjúka, ég finn þau og svona gengur þetta þar til það er laust pláss. Við erum að tala um krakka sem eru þá í hættulegri neyslu á hörðum efnum í nokkra daga.“Hræðilegt ástand Berglind Hólm Harðardóttirstjórnarkona í Olnbogabörnum lýsir ástandinu sem skelfilegu þegar kemur að málefnum ungmenna í vímuvanda. „Þetta er að aukast rosalega. Fleiri börn og harðari neysla, þetta er hræðilegt ástand. Líf barnanna okkar er í húfi og hver dagur skiptir máli og hjá of mörgum börnum er ekki gripið nógu snemma inní. Í dag eru meðferðarheimilin þrjú en voru þrettán árið 2010. Við erum að fá til okkar foreldra sem eru miður sín og vita ekki hvað þeir eiga að gera.“Missum börn vegna úrræðaleysis Hún gagnrýnir að meðferðarheimilum hafi fækkað um tíu frá árinu 2010 meðan vandinn hafi vaxið. „Við erum að missa börnin okkar, þau eru að deyja eins og kom fram núna í fréttunum þau eru að lenda í öndunarstoppi og eru endurlífguð. Þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ekki í útlöndum.“ Berglind Hólm segir að þann 16. apríl kl. 20 verði opinn fundur hjá Olnbogabörnum að Stangarhyl 7 fyrir aðstandendur ungmenna sem glími við fíknivanda. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Við höfum sagt frá því fréttum okkar í vikunni að alls hafi hátt í 300 dauðsföll verið skráð hjá Landlækni af völdum vímuefna frá árinu 2008, þar af níu fyrstu vikurnar á þessu ári. Þá virðist fleiri ungmenni en áður byrja fyrr að neyta sterkra vímuefna. Aðalvarðstjóri í lögreglunni sem leitar að týndum börnum undir 18 ára tekur undir þetta og segir úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem glími við fíknivanda. „Í fyrsta skipti í gær, þurfti að vista 14 og 15 ára einstaklinga í fangaklefa af því það voru engin önnur úrræði í boði.“Engin neyðarvistun í tíu neyðartilvikum Hann segir að neyðarvistun sé notuð til að koma í veg fyrir að ungmennin fari sér að voða eftir að lögregla hefur fundið þau. En hún sé því miður ekki alltaf í boði. „Í tíu skipti hefur ekki verið kostur á neyðarvistun fyrir unglingana. Neyðarvistun er neyðarúrræði og það er biðlisti eftir því. Aftur og aftur er ég að sækja krakka sem týnast sem eru að sprauta sig, fara með þau heim, þau fá ekki úrræði, þau strjúka, ég finn þau og svona gengur þetta þar til það er laust pláss. Við erum að tala um krakka sem eru þá í hættulegri neyslu á hörðum efnum í nokkra daga.“Hræðilegt ástand Berglind Hólm Harðardóttirstjórnarkona í Olnbogabörnum lýsir ástandinu sem skelfilegu þegar kemur að málefnum ungmenna í vímuvanda. „Þetta er að aukast rosalega. Fleiri börn og harðari neysla, þetta er hræðilegt ástand. Líf barnanna okkar er í húfi og hver dagur skiptir máli og hjá of mörgum börnum er ekki gripið nógu snemma inní. Í dag eru meðferðarheimilin þrjú en voru þrettán árið 2010. Við erum að fá til okkar foreldra sem eru miður sín og vita ekki hvað þeir eiga að gera.“Missum börn vegna úrræðaleysis Hún gagnrýnir að meðferðarheimilum hafi fækkað um tíu frá árinu 2010 meðan vandinn hafi vaxið. „Við erum að missa börnin okkar, þau eru að deyja eins og kom fram núna í fréttunum þau eru að lenda í öndunarstoppi og eru endurlífguð. Þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ekki í útlöndum.“ Berglind Hólm segir að þann 16. apríl kl. 20 verði opinn fundur hjá Olnbogabörnum að Stangarhyl 7 fyrir aðstandendur ungmenna sem glími við fíknivanda.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira