Á hálum ís Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. apríl 2018 07:00 Nýlegar fregnir af því að hvernig ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica nýtti sér persónuupplýsingar milljóna Facebook-notenda til þess að „planta falsfréttum“ – líkt og fyrrum starfsmaður fyrirtækisins orðaði það – hafa enn á ný beint athygli stjórnmálamanna að þeirri ógn sem lýðræðissamfélögum getur stafað af vaxandi dreifingu slíkra „frétta“. Þannig skar öryggismálastjóri Evrópusambandsins upp herör gegn falsfréttum fyrr í vikunni og hótaði forsvarsmönnum samfélagsmiðla að gripið yrði til aðgerða ef þeir brygðust ekki þegar í stað við vandanum. Stjórnvöld í nokkrum ríkjum, svo sem Þýskalandi, hafa þegar sett lög sem heimila þeim að sekta samfélagsmiðla sem hemja ekki fréttir sem álitnar eru falskar. Engin ástæða er til þess að gera lítið úr þeirri plágu sem fréttafalsanir eru. Hins vegar er rík ástæða til þess að spyrja hvaða afleiðingar það geti haft ef embættismönnum er fengið það vald að ákveða hvað sé fals og hvað ekki. Vafalaust býr góður hugur að baki hótunum stjórnmálamanna. Hver vill ekki útrýma falsfréttum? En í lýðræðissamfélögum, þar sem tjáningarfrelsi borgaranna er í heiðri haft, getur lausnin ekki falist í því að embættismenn ákveði hvað sé satt og banni það sem þeir telja að sé ósatt. „Falsfréttir eru slæmar en sannleiksráðuneyti er enn verra,“ sagði Andrus Ansip, fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands. Heillavænlegri lausn fælist í því að almenningur sýndi sjálfur meiri ábyrgð, gætti sín á furðufréttum og legði sig þess í stað eftir vönduðum fréttum sem skipta raunverulega máli. Um leið krefst það þess að heiðvirðir fréttamiðlar standi sína plikt betur. Í stað þess að koma á fót sannleiksráðuneyti ætti það fremur að vera kappsmál stjórnmálamanna að efla slíka miðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nýlegar fregnir af því að hvernig ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica nýtti sér persónuupplýsingar milljóna Facebook-notenda til þess að „planta falsfréttum“ – líkt og fyrrum starfsmaður fyrirtækisins orðaði það – hafa enn á ný beint athygli stjórnmálamanna að þeirri ógn sem lýðræðissamfélögum getur stafað af vaxandi dreifingu slíkra „frétta“. Þannig skar öryggismálastjóri Evrópusambandsins upp herör gegn falsfréttum fyrr í vikunni og hótaði forsvarsmönnum samfélagsmiðla að gripið yrði til aðgerða ef þeir brygðust ekki þegar í stað við vandanum. Stjórnvöld í nokkrum ríkjum, svo sem Þýskalandi, hafa þegar sett lög sem heimila þeim að sekta samfélagsmiðla sem hemja ekki fréttir sem álitnar eru falskar. Engin ástæða er til þess að gera lítið úr þeirri plágu sem fréttafalsanir eru. Hins vegar er rík ástæða til þess að spyrja hvaða afleiðingar það geti haft ef embættismönnum er fengið það vald að ákveða hvað sé fals og hvað ekki. Vafalaust býr góður hugur að baki hótunum stjórnmálamanna. Hver vill ekki útrýma falsfréttum? En í lýðræðissamfélögum, þar sem tjáningarfrelsi borgaranna er í heiðri haft, getur lausnin ekki falist í því að embættismenn ákveði hvað sé satt og banni það sem þeir telja að sé ósatt. „Falsfréttir eru slæmar en sannleiksráðuneyti er enn verra,“ sagði Andrus Ansip, fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands. Heillavænlegri lausn fælist í því að almenningur sýndi sjálfur meiri ábyrgð, gætti sín á furðufréttum og legði sig þess í stað eftir vönduðum fréttum sem skipta raunverulega máli. Um leið krefst það þess að heiðvirðir fréttamiðlar standi sína plikt betur. Í stað þess að koma á fót sannleiksráðuneyti ætti það fremur að vera kappsmál stjórnmálamanna að efla slíka miðla.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar