Teitur Örlygs um Matthías Orra: „Eins og hann nenni ekki að taka þátt í þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2018 14:30 Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari, gagnrýndi Matthías Orra Sigurðarson, lykilleikmann ÍR, í Körfuboltakvöldi eftir tapleik ÍR-liðsins á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í gær. Matthías Orri hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni í deildarkeppninni í úrslitakeppninni og er með mun lægri tölur þar en fyrr í vetur. „Ég hef smá áhyggjur af Matta Sig. Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn ef ekki sá besti hjá ÍR-ingum í allan vetur. Það er eins og honum líði ekkert vel. Það er ekki sami hraði, ekki sama gleði í kringum hann,“ sagði Teitur Örlygsson. „Þetta er nákvæmlega eins leikur og síðasti leikur á móti Stjörnunni. Matthías átti skelfilegan leik þá. Hann skoraði samt sem áður einhver sex til sjö stig í síðasta leikhlutanum og gerði mjög vel þar og þeir vinna leikinn,“ sagði Teitur. Matthías var reyndar með 19 stig og 80 prósent skotnýtingu í fyrsta leik úrslitakeppninnar sem ÍR vann en eftir að leiðindin komu upp á milli félaganna eftir innbrotið í klefa Stjörnumanna þá hefur Matthías ekki verið svipur hjá sjón. „Þegar öll þessi leiðindi og þetta kjaftæði byrjaði í Stjörnuseríunni þá er eins og Matti hafi stigið til hliðar. Það er eins og hann nenni ekki að taka þátt í þessu, ég veit það ekki. Hann er ekki líkur sér. ÍR á enga möguleika í að vinna Tindastól fyrr en þetta breytist hjá Matta ,“ sagði Teitur Leikurinn í gær var fjórði leikurinn í röð þar sem Matthías nær ekki tíu framlagsstigum en hann var aðeins með þrjá leiki undir tíu í framlagi í allri deildarkeppninni. Annað sem hefur vakið athygli er skelfileg vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni. Hann nýtti 71 prósent vítanna í deildarkeppninni en vítanýting hans í úrslitakeppninni er aðeins 29,6 prósent (8 af 27). Sem dæmi var versta vítanýting Shaquille O'Neal í úrslitakeppni NBA (þar sem Shaq tók meira en fimm víti) var 33,3 prósent (9 af 27 með Miami Heat 2006-07) en það er aðeins betri en vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni til þessa. Matthías klikkaði meðal annars á tólf vítaskotum í röð frá fyrsta leiknum á móti Stjörnunni þar til að hann setti loksins niður vítaskot í gær. Það er ljóst að Matthías Orri þarf að koma sterkur inn í næstu leikjum ætli ÍR-ingar sér að komast eitthvað lengra í úrslitakeppninni. Það má sjá það sem Teitur Örlygsson sagði í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má síðan sjá tölfræðina hjá Matthíasi.Lægsta framlag Matthíasar í einum leik í Domino´s deildinni í vetur 2 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 2 (tap) 3 framlagsstig í deildinni á móti Stjörnunni (tap) 5 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Tindastól, leikur 1 (tap) 6 framlagsstig í deildinni á móti Val (tap) 7 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 4 (sigur) 9 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 3 (sigur) 9 framlagsstig í deildinni á móti Haukum (sigur) ---Framlag og skotnýting Matthíasar í leikjum úrslitakeppninnar:1. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 19 í framlagi og 80 prósent skotnýting (8 af 10)2. leikur á móti Stjörnunni (tap) 2 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)3. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 9 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)4. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 7 í framlagi og 37,5 prósent skotnýting (6 af 16)1. leikur á móti Tindastól (tap) 5 í framlagi og 23 prósent skotnýting (3 af 13) ---Breyting á meðaltölum Matthíasar OrraStig í leik Deild: 16,7 Úrslitakeppni: 14,4Fráköst í leik Deild: 5,6 Úrslitakeppni: 4,2Stoðsendingar í leik Deild: 6,0 Úrslitakeppni: 4,0Stolnir boltar í leik Deild: 1,5 Úrslitakeppni: 0,6Vítanýting Deild: 71,4% Úrslitakeppni: 29,6%Framlag í leik Deild: 17,3 Úrslitakeppni: 8,4 Dominos-deild karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Sjá meira
Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari, gagnrýndi Matthías Orra Sigurðarson, lykilleikmann ÍR, í Körfuboltakvöldi eftir tapleik ÍR-liðsins á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í gær. Matthías Orri hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni í deildarkeppninni í úrslitakeppninni og er með mun lægri tölur þar en fyrr í vetur. „Ég hef smá áhyggjur af Matta Sig. Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn ef ekki sá besti hjá ÍR-ingum í allan vetur. Það er eins og honum líði ekkert vel. Það er ekki sami hraði, ekki sama gleði í kringum hann,“ sagði Teitur Örlygsson. „Þetta er nákvæmlega eins leikur og síðasti leikur á móti Stjörnunni. Matthías átti skelfilegan leik þá. Hann skoraði samt sem áður einhver sex til sjö stig í síðasta leikhlutanum og gerði mjög vel þar og þeir vinna leikinn,“ sagði Teitur. Matthías var reyndar með 19 stig og 80 prósent skotnýtingu í fyrsta leik úrslitakeppninnar sem ÍR vann en eftir að leiðindin komu upp á milli félaganna eftir innbrotið í klefa Stjörnumanna þá hefur Matthías ekki verið svipur hjá sjón. „Þegar öll þessi leiðindi og þetta kjaftæði byrjaði í Stjörnuseríunni þá er eins og Matti hafi stigið til hliðar. Það er eins og hann nenni ekki að taka þátt í þessu, ég veit það ekki. Hann er ekki líkur sér. ÍR á enga möguleika í að vinna Tindastól fyrr en þetta breytist hjá Matta ,“ sagði Teitur Leikurinn í gær var fjórði leikurinn í röð þar sem Matthías nær ekki tíu framlagsstigum en hann var aðeins með þrjá leiki undir tíu í framlagi í allri deildarkeppninni. Annað sem hefur vakið athygli er skelfileg vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni. Hann nýtti 71 prósent vítanna í deildarkeppninni en vítanýting hans í úrslitakeppninni er aðeins 29,6 prósent (8 af 27). Sem dæmi var versta vítanýting Shaquille O'Neal í úrslitakeppni NBA (þar sem Shaq tók meira en fimm víti) var 33,3 prósent (9 af 27 með Miami Heat 2006-07) en það er aðeins betri en vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni til þessa. Matthías klikkaði meðal annars á tólf vítaskotum í röð frá fyrsta leiknum á móti Stjörnunni þar til að hann setti loksins niður vítaskot í gær. Það er ljóst að Matthías Orri þarf að koma sterkur inn í næstu leikjum ætli ÍR-ingar sér að komast eitthvað lengra í úrslitakeppninni. Það má sjá það sem Teitur Örlygsson sagði í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má síðan sjá tölfræðina hjá Matthíasi.Lægsta framlag Matthíasar í einum leik í Domino´s deildinni í vetur 2 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 2 (tap) 3 framlagsstig í deildinni á móti Stjörnunni (tap) 5 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Tindastól, leikur 1 (tap) 6 framlagsstig í deildinni á móti Val (tap) 7 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 4 (sigur) 9 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 3 (sigur) 9 framlagsstig í deildinni á móti Haukum (sigur) ---Framlag og skotnýting Matthíasar í leikjum úrslitakeppninnar:1. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 19 í framlagi og 80 prósent skotnýting (8 af 10)2. leikur á móti Stjörnunni (tap) 2 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)3. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 9 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)4. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 7 í framlagi og 37,5 prósent skotnýting (6 af 16)1. leikur á móti Tindastól (tap) 5 í framlagi og 23 prósent skotnýting (3 af 13) ---Breyting á meðaltölum Matthíasar OrraStig í leik Deild: 16,7 Úrslitakeppni: 14,4Fráköst í leik Deild: 5,6 Úrslitakeppni: 4,2Stoðsendingar í leik Deild: 6,0 Úrslitakeppni: 4,0Stolnir boltar í leik Deild: 1,5 Úrslitakeppni: 0,6Vítanýting Deild: 71,4% Úrslitakeppni: 29,6%Framlag í leik Deild: 17,3 Úrslitakeppni: 8,4
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Sjá meira