Teitur Örlygs um Matthías Orra: „Eins og hann nenni ekki að taka þátt í þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2018 14:30 Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari, gagnrýndi Matthías Orra Sigurðarson, lykilleikmann ÍR, í Körfuboltakvöldi eftir tapleik ÍR-liðsins á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í gær. Matthías Orri hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni í deildarkeppninni í úrslitakeppninni og er með mun lægri tölur þar en fyrr í vetur. „Ég hef smá áhyggjur af Matta Sig. Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn ef ekki sá besti hjá ÍR-ingum í allan vetur. Það er eins og honum líði ekkert vel. Það er ekki sami hraði, ekki sama gleði í kringum hann,“ sagði Teitur Örlygsson. „Þetta er nákvæmlega eins leikur og síðasti leikur á móti Stjörnunni. Matthías átti skelfilegan leik þá. Hann skoraði samt sem áður einhver sex til sjö stig í síðasta leikhlutanum og gerði mjög vel þar og þeir vinna leikinn,“ sagði Teitur. Matthías var reyndar með 19 stig og 80 prósent skotnýtingu í fyrsta leik úrslitakeppninnar sem ÍR vann en eftir að leiðindin komu upp á milli félaganna eftir innbrotið í klefa Stjörnumanna þá hefur Matthías ekki verið svipur hjá sjón. „Þegar öll þessi leiðindi og þetta kjaftæði byrjaði í Stjörnuseríunni þá er eins og Matti hafi stigið til hliðar. Það er eins og hann nenni ekki að taka þátt í þessu, ég veit það ekki. Hann er ekki líkur sér. ÍR á enga möguleika í að vinna Tindastól fyrr en þetta breytist hjá Matta ,“ sagði Teitur Leikurinn í gær var fjórði leikurinn í röð þar sem Matthías nær ekki tíu framlagsstigum en hann var aðeins með þrjá leiki undir tíu í framlagi í allri deildarkeppninni. Annað sem hefur vakið athygli er skelfileg vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni. Hann nýtti 71 prósent vítanna í deildarkeppninni en vítanýting hans í úrslitakeppninni er aðeins 29,6 prósent (8 af 27). Sem dæmi var versta vítanýting Shaquille O'Neal í úrslitakeppni NBA (þar sem Shaq tók meira en fimm víti) var 33,3 prósent (9 af 27 með Miami Heat 2006-07) en það er aðeins betri en vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni til þessa. Matthías klikkaði meðal annars á tólf vítaskotum í röð frá fyrsta leiknum á móti Stjörnunni þar til að hann setti loksins niður vítaskot í gær. Það er ljóst að Matthías Orri þarf að koma sterkur inn í næstu leikjum ætli ÍR-ingar sér að komast eitthvað lengra í úrslitakeppninni. Það má sjá það sem Teitur Örlygsson sagði í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má síðan sjá tölfræðina hjá Matthíasi.Lægsta framlag Matthíasar í einum leik í Domino´s deildinni í vetur 2 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 2 (tap) 3 framlagsstig í deildinni á móti Stjörnunni (tap) 5 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Tindastól, leikur 1 (tap) 6 framlagsstig í deildinni á móti Val (tap) 7 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 4 (sigur) 9 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 3 (sigur) 9 framlagsstig í deildinni á móti Haukum (sigur) ---Framlag og skotnýting Matthíasar í leikjum úrslitakeppninnar:1. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 19 í framlagi og 80 prósent skotnýting (8 af 10)2. leikur á móti Stjörnunni (tap) 2 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)3. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 9 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)4. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 7 í framlagi og 37,5 prósent skotnýting (6 af 16)1. leikur á móti Tindastól (tap) 5 í framlagi og 23 prósent skotnýting (3 af 13) ---Breyting á meðaltölum Matthíasar OrraStig í leik Deild: 16,7 Úrslitakeppni: 14,4Fráköst í leik Deild: 5,6 Úrslitakeppni: 4,2Stoðsendingar í leik Deild: 6,0 Úrslitakeppni: 4,0Stolnir boltar í leik Deild: 1,5 Úrslitakeppni: 0,6Vítanýting Deild: 71,4% Úrslitakeppni: 29,6%Framlag í leik Deild: 17,3 Úrslitakeppni: 8,4 Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari, gagnrýndi Matthías Orra Sigurðarson, lykilleikmann ÍR, í Körfuboltakvöldi eftir tapleik ÍR-liðsins á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í gær. Matthías Orri hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni í deildarkeppninni í úrslitakeppninni og er með mun lægri tölur þar en fyrr í vetur. „Ég hef smá áhyggjur af Matta Sig. Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn ef ekki sá besti hjá ÍR-ingum í allan vetur. Það er eins og honum líði ekkert vel. Það er ekki sami hraði, ekki sama gleði í kringum hann,“ sagði Teitur Örlygsson. „Þetta er nákvæmlega eins leikur og síðasti leikur á móti Stjörnunni. Matthías átti skelfilegan leik þá. Hann skoraði samt sem áður einhver sex til sjö stig í síðasta leikhlutanum og gerði mjög vel þar og þeir vinna leikinn,“ sagði Teitur. Matthías var reyndar með 19 stig og 80 prósent skotnýtingu í fyrsta leik úrslitakeppninnar sem ÍR vann en eftir að leiðindin komu upp á milli félaganna eftir innbrotið í klefa Stjörnumanna þá hefur Matthías ekki verið svipur hjá sjón. „Þegar öll þessi leiðindi og þetta kjaftæði byrjaði í Stjörnuseríunni þá er eins og Matti hafi stigið til hliðar. Það er eins og hann nenni ekki að taka þátt í þessu, ég veit það ekki. Hann er ekki líkur sér. ÍR á enga möguleika í að vinna Tindastól fyrr en þetta breytist hjá Matta ,“ sagði Teitur Leikurinn í gær var fjórði leikurinn í röð þar sem Matthías nær ekki tíu framlagsstigum en hann var aðeins með þrjá leiki undir tíu í framlagi í allri deildarkeppninni. Annað sem hefur vakið athygli er skelfileg vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni. Hann nýtti 71 prósent vítanna í deildarkeppninni en vítanýting hans í úrslitakeppninni er aðeins 29,6 prósent (8 af 27). Sem dæmi var versta vítanýting Shaquille O'Neal í úrslitakeppni NBA (þar sem Shaq tók meira en fimm víti) var 33,3 prósent (9 af 27 með Miami Heat 2006-07) en það er aðeins betri en vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni til þessa. Matthías klikkaði meðal annars á tólf vítaskotum í röð frá fyrsta leiknum á móti Stjörnunni þar til að hann setti loksins niður vítaskot í gær. Það er ljóst að Matthías Orri þarf að koma sterkur inn í næstu leikjum ætli ÍR-ingar sér að komast eitthvað lengra í úrslitakeppninni. Það má sjá það sem Teitur Örlygsson sagði í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má síðan sjá tölfræðina hjá Matthíasi.Lægsta framlag Matthíasar í einum leik í Domino´s deildinni í vetur 2 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 2 (tap) 3 framlagsstig í deildinni á móti Stjörnunni (tap) 5 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Tindastól, leikur 1 (tap) 6 framlagsstig í deildinni á móti Val (tap) 7 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 4 (sigur) 9 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 3 (sigur) 9 framlagsstig í deildinni á móti Haukum (sigur) ---Framlag og skotnýting Matthíasar í leikjum úrslitakeppninnar:1. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 19 í framlagi og 80 prósent skotnýting (8 af 10)2. leikur á móti Stjörnunni (tap) 2 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)3. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 9 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)4. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 7 í framlagi og 37,5 prósent skotnýting (6 af 16)1. leikur á móti Tindastól (tap) 5 í framlagi og 23 prósent skotnýting (3 af 13) ---Breyting á meðaltölum Matthíasar OrraStig í leik Deild: 16,7 Úrslitakeppni: 14,4Fráköst í leik Deild: 5,6 Úrslitakeppni: 4,2Stoðsendingar í leik Deild: 6,0 Úrslitakeppni: 4,0Stolnir boltar í leik Deild: 1,5 Úrslitakeppni: 0,6Vítanýting Deild: 71,4% Úrslitakeppni: 29,6%Framlag í leik Deild: 17,3 Úrslitakeppni: 8,4
Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira