Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2018 14:39 Alexei Miller, forstjóri orkurisans Gazprom, (t.v.) er á lista Bandaríkjastjórnar yfir rússneska ólígarka. Hann gæti orðið einn af þeim sem fá að kenna á refsiaðgerðunum. Vísir/AFP Búist er við því að Bandaríkjastjórn tilkynni um refsiaðgerðir gegn rússneskum auðjöfrum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í þessari viku. Refsiaðgerðirnar eiga að verða þær hörðustu gegn ólígörkunum svonefndu fram að þessu.Reuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar komi til með að hafa áhrif á suma nána bandamenn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Refsiaðgerðirnar hvíla á grunni laga sem bandarískir þingmenn samþykktu nær einróma sem áttu að refsa Rússum fyrir afskipti af kosningunum, innlimun Krímskaga árið 2014 og aðild þeirra að borgarastríðinu í Sýrlandi. Áður hafði Bandaríkjastjórn gripið til refsiaðgerða gegn nítján einstaklingum og fimm stofnunum í mars vegna tölvuárása Rússa undanfarin tvö ár. Þær aðgerðir voru gagnrýndar fyrir að ná ekki til ólígarkanna og embættismanna í rússnesku ríkisstjórninni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ragur við að gagnrýna Pútín eða Rússa opinberlega, jafnvel þó að ríkisstjórn hans hafi gripið til aðgerða sem þessara. Hann hefur talað um mikilvægi þess að bæta samskiptin við Rússa.Saksóknarar hafa yfirheyrt ólígarka í tengslum við Rússarannsóknina Sakamálarannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld árið 2016. Rússar hafa neitað því að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar og Trump hefur margendurtekið kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu hefur undanfarið stöðvað að minnsta kosti tvo rússneska auðjöfra sem hafa komið til Bandaríkjanna og yfirheyrt þá. Á meðal þess sem Mueller er sagður kanna er hvort að fé hafi verið veitt í gegnum ólígarkana eða bandaríska milliliði til framboðs Trump. Bandarísk stjórnmálaframboð mega ekki taka við styrkjum frá erlendum aðilum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Búist er við því að Bandaríkjastjórn tilkynni um refsiaðgerðir gegn rússneskum auðjöfrum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í þessari viku. Refsiaðgerðirnar eiga að verða þær hörðustu gegn ólígörkunum svonefndu fram að þessu.Reuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar komi til með að hafa áhrif á suma nána bandamenn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Refsiaðgerðirnar hvíla á grunni laga sem bandarískir þingmenn samþykktu nær einróma sem áttu að refsa Rússum fyrir afskipti af kosningunum, innlimun Krímskaga árið 2014 og aðild þeirra að borgarastríðinu í Sýrlandi. Áður hafði Bandaríkjastjórn gripið til refsiaðgerða gegn nítján einstaklingum og fimm stofnunum í mars vegna tölvuárása Rússa undanfarin tvö ár. Þær aðgerðir voru gagnrýndar fyrir að ná ekki til ólígarkanna og embættismanna í rússnesku ríkisstjórninni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ragur við að gagnrýna Pútín eða Rússa opinberlega, jafnvel þó að ríkisstjórn hans hafi gripið til aðgerða sem þessara. Hann hefur talað um mikilvægi þess að bæta samskiptin við Rússa.Saksóknarar hafa yfirheyrt ólígarka í tengslum við Rússarannsóknina Sakamálarannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld árið 2016. Rússar hafa neitað því að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar og Trump hefur margendurtekið kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu hefur undanfarið stöðvað að minnsta kosti tvo rússneska auðjöfra sem hafa komið til Bandaríkjanna og yfirheyrt þá. Á meðal þess sem Mueller er sagður kanna er hvort að fé hafi verið veitt í gegnum ólígarkana eða bandaríska milliliði til framboðs Trump. Bandarísk stjórnmálaframboð mega ekki taka við styrkjum frá erlendum aðilum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18
Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07
Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30
Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48