Birgitta segir að Pírötum hafi brugðist bogalistin Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2018 16:42 Birgitta segir ef ein kartafla í strigapokanum er rotin, þá líður ekki að löngu þar til þær eru allar orðnar ógeðslegar. visir/stefán „Ég náttúrlega hef tekið þátt í að búa til tvo stjórnmálaflokka eftir hrun. En, mig dreymdi aldrei um að vera stjórnmálamaður eða valdamanneskja. Ég ber enga virðingu fyrir valdi,“ segir Birgitta Jónsdóttir fyrrum þingmaður Pírata. Birgitta lýsti því yfir með afgerandi hætti að hún sé hætt í Pírötum, nánast svo afgerandi að það er eins og það sé pirringur í því – eða að hún sé hreinlega að stafa þetta ofan í mannskapinn. „Ég er hætt í hljómsveitinni (Píratar) sem ég stofnaði. Það er léttir,“ segir Birgitta.Birgitta segir þetta skondið að heyra í blaðamönnum fyrst núna hvað þetta varðar að því leytinu til að hún hafi tilkynnt um þetta á Twitter 1. desember í fyrra. Og hún sé búin að segja sig úr öllum Píratahópum sem finnist á netinu. Einkum er það þreyta sem þessu ræður – nánast uppgjöf.Þingið valdlaus stofnun „Þegar maður hefur reynt að koma á alvöru breytingum, breytingum sem maður veit að þurfa að verða, með fólki sem maður heldur að brenni fyrir sömu hugsjóninni og sér svo að það hefur ekki neitt breyst eftir hrun, ekkert,“ segir Birgitta. Hún bendir á að ræða Vilmundar heitins Gylfasonar um breytingar, eigi enn jafn vel við og þegar hún var haldin fyrir áratugum. „En, það er enginn að ná því að breyta þessu. Vegna þess að við erum ekki að breyta kerfinu. Ef við breytum ekki kerfinu er alveg sama hvaða fólk er þarna og hvað flokkarnir heita. Hvort sem við erum með frábæra þingmenn, sæta þingmenn, leiðinlega þingmenn ... skiptir engu máli því þingið er gersamlega valdalaus stofnun.“Pírötum brást bogalistin Hún segir að nýr stjórnarmeirihluti sé alltaf samsuða nokkurra flokka og við séum dæmd til að verða fyrir vonbrigðum eftir kosningar. „Samt var það þannig, þegar ég gerði tilraun til að leggja það þannig upp að kjósendur vissu að hverju þeir gengu, þá fóru allir í fýlu,“ segir Birgitta og vísar til þess þá er hún gerði tillögu um kosningabandalag fyrir þingkosningar 2015. „Eina leiðin til að breyta þessu er ef við höfum sterkan slagkraft frá almenningi til að þrýsta á um breytingar og þar brást Pírötum bogalistin. Og þar á meðal mér. Ég hefði átt að beita mér harðar fyrir því innan flokksins. En, það var bara enginn áhugi.“Pítarar á þeim tíma sem þeir voru að mælast stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi. Birgitta segir að þeim hafi brugðist bogalistin.visir/stefánEf ég skil þig rétt þá ertu að segja að þeir sem fari í inná þing verði samdauna þessu kerfi umsvifalaust? „Já, það verður þannig. Ég hef stundum notað myndlíkinguna ágætu;ef þú ert með eina rotna kartöflu í pokanum verða allar hinar á endanum jafn ógeðslegar. Það er kerfið. Það er rangt gefið. Og eina praktíska leiðin til að breyta því er stjórnarskráin, ekki af því að hún er fullkomin heldur breytir hún leikreglunum.“Ætlar að vinna að beinu lýðræði Spurt er hvað taki við hjá Birgittu eftir að hafa helgað líf sitt stjórnmálum undanfarin árin? Birgitta segir eitt og annað í athugun í þeim efnum. „Ég hef verið að finna út hvað mig langar að gera. Ég hef verið beðin um að koma og aðstoða við að koma í gang verkefnum sem eru „inspíreruð“ af þessu stjórnarskrárferli á Íslandi. Þar sem fólk kemur á fjöldafundi til að ræða málefni og það eru ótrúlega mörg slík verkefni í gangi. Ég hef verið að vinna með fólki á þeim vettvangi og líka með fólki sem hefur áhuga á alvöru lagarömmum í kringum þetta beina lýðræði. Við verðum að hafa ákveðna hluti í lagi ef við viljum þrýsta á um beint lýðræði sem snúa að tækni, upplýsingar og fjölmiðla – að þeir geti sinnt sínu hlutverki. Og friðhelgi einkalífs, sem við höfum að einhverju leyti glutrað frá okkur. En, já, ég hef verið svo heppin að fá að vinna með helstu hugsuðum vorra tíma á þessu sviði.“Þakklát fyrir traustið sem henni hefur verið sýnt Birgitta segist ekki vita, á þessari stundu, hvort vettvangur þess verði hér heima á Íslandi eða jafnvel komi til greina að hún verði við slík störf úti á Bretlandi í haust. „Ég myndi þá vera með annan fótinn þar. Ég veit ekki hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.Ég er bara skáldkona sem villtist óvart inná þing. Mig langar samt að segja að þú veist ekki hversu alvarlega ég tók því og þótti vænt um traustið sem mér var sýnt og mun aldrei líta á það sem léttvægt. Að fólk skyldi hafa treyst mér og ég vildi óska þess að ég hefði getað gert meira. Þeir sem eru að taka að sér þjónustuhlutverk sem þessi verða að vera í tengslum við þjóðina og virkir í að sækja sér dómgreind og upplýsa fólk um hvernig það getur haft áhrif.“ Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
„Ég náttúrlega hef tekið þátt í að búa til tvo stjórnmálaflokka eftir hrun. En, mig dreymdi aldrei um að vera stjórnmálamaður eða valdamanneskja. Ég ber enga virðingu fyrir valdi,“ segir Birgitta Jónsdóttir fyrrum þingmaður Pírata. Birgitta lýsti því yfir með afgerandi hætti að hún sé hætt í Pírötum, nánast svo afgerandi að það er eins og það sé pirringur í því – eða að hún sé hreinlega að stafa þetta ofan í mannskapinn. „Ég er hætt í hljómsveitinni (Píratar) sem ég stofnaði. Það er léttir,“ segir Birgitta.Birgitta segir þetta skondið að heyra í blaðamönnum fyrst núna hvað þetta varðar að því leytinu til að hún hafi tilkynnt um þetta á Twitter 1. desember í fyrra. Og hún sé búin að segja sig úr öllum Píratahópum sem finnist á netinu. Einkum er það þreyta sem þessu ræður – nánast uppgjöf.Þingið valdlaus stofnun „Þegar maður hefur reynt að koma á alvöru breytingum, breytingum sem maður veit að þurfa að verða, með fólki sem maður heldur að brenni fyrir sömu hugsjóninni og sér svo að það hefur ekki neitt breyst eftir hrun, ekkert,“ segir Birgitta. Hún bendir á að ræða Vilmundar heitins Gylfasonar um breytingar, eigi enn jafn vel við og þegar hún var haldin fyrir áratugum. „En, það er enginn að ná því að breyta þessu. Vegna þess að við erum ekki að breyta kerfinu. Ef við breytum ekki kerfinu er alveg sama hvaða fólk er þarna og hvað flokkarnir heita. Hvort sem við erum með frábæra þingmenn, sæta þingmenn, leiðinlega þingmenn ... skiptir engu máli því þingið er gersamlega valdalaus stofnun.“Pírötum brást bogalistin Hún segir að nýr stjórnarmeirihluti sé alltaf samsuða nokkurra flokka og við séum dæmd til að verða fyrir vonbrigðum eftir kosningar. „Samt var það þannig, þegar ég gerði tilraun til að leggja það þannig upp að kjósendur vissu að hverju þeir gengu, þá fóru allir í fýlu,“ segir Birgitta og vísar til þess þá er hún gerði tillögu um kosningabandalag fyrir þingkosningar 2015. „Eina leiðin til að breyta þessu er ef við höfum sterkan slagkraft frá almenningi til að þrýsta á um breytingar og þar brást Pírötum bogalistin. Og þar á meðal mér. Ég hefði átt að beita mér harðar fyrir því innan flokksins. En, það var bara enginn áhugi.“Pítarar á þeim tíma sem þeir voru að mælast stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi. Birgitta segir að þeim hafi brugðist bogalistin.visir/stefánEf ég skil þig rétt þá ertu að segja að þeir sem fari í inná þing verði samdauna þessu kerfi umsvifalaust? „Já, það verður þannig. Ég hef stundum notað myndlíkinguna ágætu;ef þú ert með eina rotna kartöflu í pokanum verða allar hinar á endanum jafn ógeðslegar. Það er kerfið. Það er rangt gefið. Og eina praktíska leiðin til að breyta því er stjórnarskráin, ekki af því að hún er fullkomin heldur breytir hún leikreglunum.“Ætlar að vinna að beinu lýðræði Spurt er hvað taki við hjá Birgittu eftir að hafa helgað líf sitt stjórnmálum undanfarin árin? Birgitta segir eitt og annað í athugun í þeim efnum. „Ég hef verið að finna út hvað mig langar að gera. Ég hef verið beðin um að koma og aðstoða við að koma í gang verkefnum sem eru „inspíreruð“ af þessu stjórnarskrárferli á Íslandi. Þar sem fólk kemur á fjöldafundi til að ræða málefni og það eru ótrúlega mörg slík verkefni í gangi. Ég hef verið að vinna með fólki á þeim vettvangi og líka með fólki sem hefur áhuga á alvöru lagarömmum í kringum þetta beina lýðræði. Við verðum að hafa ákveðna hluti í lagi ef við viljum þrýsta á um beint lýðræði sem snúa að tækni, upplýsingar og fjölmiðla – að þeir geti sinnt sínu hlutverki. Og friðhelgi einkalífs, sem við höfum að einhverju leyti glutrað frá okkur. En, já, ég hef verið svo heppin að fá að vinna með helstu hugsuðum vorra tíma á þessu sviði.“Þakklát fyrir traustið sem henni hefur verið sýnt Birgitta segist ekki vita, á þessari stundu, hvort vettvangur þess verði hér heima á Íslandi eða jafnvel komi til greina að hún verði við slík störf úti á Bretlandi í haust. „Ég myndi þá vera með annan fótinn þar. Ég veit ekki hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.Ég er bara skáldkona sem villtist óvart inná þing. Mig langar samt að segja að þú veist ekki hversu alvarlega ég tók því og þótti vænt um traustið sem mér var sýnt og mun aldrei líta á það sem léttvægt. Að fólk skyldi hafa treyst mér og ég vildi óska þess að ég hefði getað gert meira. Þeir sem eru að taka að sér þjónustuhlutverk sem þessi verða að vera í tengslum við þjóðina og virkir í að sækja sér dómgreind og upplýsa fólk um hvernig það getur haft áhrif.“
Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira