Fósturafi í fjögurra ára fangelsi fyrir brot gegn barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2018 11:14 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Eldri karlmaður á Norðurlandi hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á ungri stúlku. Brot mannsins, sem var fósturafi stúlkunnar, áttu sér stað frá því að hún var þriggja ára gömul og til ellefu eða tólf ára aldurs. Lét hann stúlkuna snerta kynfæri sín í fjölda skipta og gerði slíkt hið sama við stúlkuna að því er fram kemur í dómnum sem kveðinn var upp í fjölskipuðum Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir viku. Maðurinn þarf að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í bætur.Í dómnum kemur fram að brot mannsins hafi átt sér stað þegar hann gætti stúlkunnar síðdegis. Þau hefðu átt sér stað í hægindastól hans væru þau ein heima en á baðherberginu væri amma hennar heima. Stúlkan greindi frá því að brotin hefðu hafist við þriggja ára aldur þegar maðurinn hefði fengið hana með sér niður að bryggju og látið hana snerta á honum typpið. Það hefði einnig gerst heima hjá honum. Það hefði svo stigmanast með árunum. Eftir að amma stúlkunnar lést og stúlkan eltist gerðist hann ágengari við stúlkuna, fór að þreifa á brjóstum hennar og kynfærum. Vegna vanlíðunar og hegðunarvanda stúlkunnar fór hún í sálfræðimeðferð hjá barnaverndarnefnd. Þar greindi hún í skrefum frá kynferðisbrotum fósturafa síns.Neitaði að tjá sig Fósturafinn neitaði sök fyrir dómi og neitaði að tjá sig um sakargiftirnar. Var því ekki unnt að leggja mat á trúverðugleika framburðar hans. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að framburður stúlkunnar fái stoð í nokkrum atriðum. Meðal annars greindi stúlkan frá því að hún hefði sem barn gert sér að leik að úthluta klósettpappír. Fósturafinn hefði oft fylgt henni á klósettið og brotið á henni þar. Fósturmóðir og -systir stúlkunnar könnuðust við þetta og minntust að þau hefðu oft farið saman á salernið. Vottorð sálfræðinga sögðu einnig að einkenni stúlkunnar væru þess eðlis að þau gætu vel verið afleiðingar þeirra brota sem hún lýsti. Einnig frásögn fósturföður af stúlkunni að hún hefði brotnað saman í bakaríi sem stúlkan segir fósturafan hafa farið með sig í áður en hann braut á henni. Þá lýsti sálfræðingur því að það hefði fengið mjög á stúlkuna þegar hann andvarpaði því það minnti á andvarp frá brotaþola. „Þegar þetta er virt þykir framburður brotaþola vera trúverðugur. Verður hann lagður til grundvallar og talið nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og varðar við þar tilgreind refsiákvæði,“ segir í dómnum. Þá leit dómurinn til hárrar elli mannsins við ákvörðun refsingu. Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Eldri karlmaður á Norðurlandi hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á ungri stúlku. Brot mannsins, sem var fósturafi stúlkunnar, áttu sér stað frá því að hún var þriggja ára gömul og til ellefu eða tólf ára aldurs. Lét hann stúlkuna snerta kynfæri sín í fjölda skipta og gerði slíkt hið sama við stúlkuna að því er fram kemur í dómnum sem kveðinn var upp í fjölskipuðum Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir viku. Maðurinn þarf að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í bætur.Í dómnum kemur fram að brot mannsins hafi átt sér stað þegar hann gætti stúlkunnar síðdegis. Þau hefðu átt sér stað í hægindastól hans væru þau ein heima en á baðherberginu væri amma hennar heima. Stúlkan greindi frá því að brotin hefðu hafist við þriggja ára aldur þegar maðurinn hefði fengið hana með sér niður að bryggju og látið hana snerta á honum typpið. Það hefði einnig gerst heima hjá honum. Það hefði svo stigmanast með árunum. Eftir að amma stúlkunnar lést og stúlkan eltist gerðist hann ágengari við stúlkuna, fór að þreifa á brjóstum hennar og kynfærum. Vegna vanlíðunar og hegðunarvanda stúlkunnar fór hún í sálfræðimeðferð hjá barnaverndarnefnd. Þar greindi hún í skrefum frá kynferðisbrotum fósturafa síns.Neitaði að tjá sig Fósturafinn neitaði sök fyrir dómi og neitaði að tjá sig um sakargiftirnar. Var því ekki unnt að leggja mat á trúverðugleika framburðar hans. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að framburður stúlkunnar fái stoð í nokkrum atriðum. Meðal annars greindi stúlkan frá því að hún hefði sem barn gert sér að leik að úthluta klósettpappír. Fósturafinn hefði oft fylgt henni á klósettið og brotið á henni þar. Fósturmóðir og -systir stúlkunnar könnuðust við þetta og minntust að þau hefðu oft farið saman á salernið. Vottorð sálfræðinga sögðu einnig að einkenni stúlkunnar væru þess eðlis að þau gætu vel verið afleiðingar þeirra brota sem hún lýsti. Einnig frásögn fósturföður af stúlkunni að hún hefði brotnað saman í bakaríi sem stúlkan segir fósturafan hafa farið með sig í áður en hann braut á henni. Þá lýsti sálfræðingur því að það hefði fengið mjög á stúlkuna þegar hann andvarpaði því það minnti á andvarp frá brotaþola. „Þegar þetta er virt þykir framburður brotaþola vera trúverðugur. Verður hann lagður til grundvallar og talið nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og varðar við þar tilgreind refsiákvæði,“ segir í dómnum. Þá leit dómurinn til hárrar elli mannsins við ákvörðun refsingu.
Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira