Sveinbjörg Birna á hliðarlínunni hjá Ingu Sæland Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2018 16:44 Inga Sæland segist oft hafa talað við Sveinbjörgu Birnu, þessa duglegu og skeleggu konu. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, fyrrum oddviti Framsóknar og flugvallavina í borginni, hafi verið tilbúin að stíga inn á völlinn ef staðan hefði verið slík. „Hún var tilbúin að hjálpa okkur ef eitthvað slíkt hefði komið upp. Við höfum alveg verið að tala saman. Dugnaðarforkur. En að við höfum verið að segja neitt já eða nei, það er ekki,“ segir Inga í samtali við Vísi.Gerði engar hosur grænar Hún er þar að vísa til fréttar sem sjá má á EiríkurJónsson punktur is, sem Vísir spurði hana út í. Þar sem segir að Sveinbjörgu hafi ekki tekist að hrífa Ingu og að hún hafi fengið „endanlegt NEI síðastliðinn mánudag en borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina gekk hart eftir því að verða útnefnd oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.“ Þetta upplegg segir Inga hins vegar dómadags rugl og þvætting. „Hún hefur ekki verið að gera neinar hosur grænar, við höfum bara talað við hana eins og marga aðra. Þetta er svo alrangt, ég hef aldrei sagt nei við hana blessaða manneskjuna, þessa elskulegu konu. Ég hef oft orðið hissa og veit að það er erfitt að vera blaðamaður og búa eitthvað til, en hamingjan góða.“Sveinbjörg stjarna síðustu borgarstjórnarkosningaÞetta er sem sagt algert bull? „Já, þetta er bull. Ég hef oft talað við Sveinbjörgu Birnu og ég kann afskaplega vel við þessa duglegu og skeleggu konu en hún er ekki oddviti okkar í borginni,“ segir Inga og bendir á að fyrir liggi glæsilegur listi Flokks fólksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.En, Sveinbjörg Birna var ótvírætt stjarna síðustu borgarstjórnarkosninga? „Já, hún var það.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Kolbrún og Karl Berndsen efst á lista Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur leiðir listann. Karl Berndsen hárgreiðslumeistari er í öðru sæti listans. 6. apríl 2018 14:47 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, fyrrum oddviti Framsóknar og flugvallavina í borginni, hafi verið tilbúin að stíga inn á völlinn ef staðan hefði verið slík. „Hún var tilbúin að hjálpa okkur ef eitthvað slíkt hefði komið upp. Við höfum alveg verið að tala saman. Dugnaðarforkur. En að við höfum verið að segja neitt já eða nei, það er ekki,“ segir Inga í samtali við Vísi.Gerði engar hosur grænar Hún er þar að vísa til fréttar sem sjá má á EiríkurJónsson punktur is, sem Vísir spurði hana út í. Þar sem segir að Sveinbjörgu hafi ekki tekist að hrífa Ingu og að hún hafi fengið „endanlegt NEI síðastliðinn mánudag en borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina gekk hart eftir því að verða útnefnd oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.“ Þetta upplegg segir Inga hins vegar dómadags rugl og þvætting. „Hún hefur ekki verið að gera neinar hosur grænar, við höfum bara talað við hana eins og marga aðra. Þetta er svo alrangt, ég hef aldrei sagt nei við hana blessaða manneskjuna, þessa elskulegu konu. Ég hef oft orðið hissa og veit að það er erfitt að vera blaðamaður og búa eitthvað til, en hamingjan góða.“Sveinbjörg stjarna síðustu borgarstjórnarkosningaÞetta er sem sagt algert bull? „Já, þetta er bull. Ég hef oft talað við Sveinbjörgu Birnu og ég kann afskaplega vel við þessa duglegu og skeleggu konu en hún er ekki oddviti okkar í borginni,“ segir Inga og bendir á að fyrir liggi glæsilegur listi Flokks fólksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.En, Sveinbjörg Birna var ótvírætt stjarna síðustu borgarstjórnarkosninga? „Já, hún var það.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Kolbrún og Karl Berndsen efst á lista Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur leiðir listann. Karl Berndsen hárgreiðslumeistari er í öðru sæti listans. 6. apríl 2018 14:47 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Kolbrún og Karl Berndsen efst á lista Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur leiðir listann. Karl Berndsen hárgreiðslumeistari er í öðru sæti listans. 6. apríl 2018 14:47