Steyptu bæði stjaka og kerti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. apríl 2018 10:00 Frumkvöðlarnir Ásdís Ágústsdóttir, Nína Melsted Margrétardóttir, Margrét Stella Kaldalóns Sigurðardóttir, Emilía Katrín Böðvarsdóttir, Helga Lena Garðarsdóttir og Lára Sif Davíðsdóttir kynna framleiðslu sína í Smáralind í dag. Fréttablaðið/Ernir Sex bekkjarsystur úr Versló kynna eigin vörur í dag í fyrsta skipti. Það eru ilmkerti í steyptum stjökum sem þær gerðu með eigin höndum. Ein stúlknanna er Helga Lena Garðarsdóttir. „Við verðum í Smáralind milli klukkan 11 og 18 í dag ásamt mörgum framhaldsskólanemum sem taka þátt í verkefnum á vegum frumkvöðlasamtakanna Junior Achievements. Svo verða aðrir á morgun,“ segir Helga Lena og lýsir ferlinu sem þær stöllur hafa farið í gegnum sem hún segir hafa verið lærdómsríkt. „Við erum í frumkvöðlaáfanga í Versló og þar stofnuðum við fyrirtækið Rökkva Reykjavík. Það er dálítið ferli, byrjuðum á að greiða stofnunargjald, stofna reikning, skrá fyrirtækið og finna nafn sem ekki var frátekið. Leituðum að sterku kvenmannsnafni og Rökkva varð fyrir valinu því við erum með ilmkerti sem henta vel þegar fer að rökkva. Svo er svo íslenskt að vera með ö í nafninu.“ Helga Lena segir sérstöðu framleiðslunnar vera þá að ílátin undir kertin séu úr steinsteypu. „Við höfum ekki séð svoleiðis á markaðinum áður. Við steyptum stjakana sjálfar úr steypu frá BM Vallá, og það tók alveg á.“ Hún segir þær hafa verið svo heppnar að ein úr hópnum búi í hálfbyggðu húsi í Úlfarsárdal og þar hafi þær getað verið með steypuna. „Svo fórum við með stjakana í bílskúr heima hjá annarri. Þar bræddum við vaxið og helltum því í, mamma einnar í hópnum seldi okkur efni í það, hún flytur það inn og er með kertanámskeið. Þetta var heilmikið stúss.“ Þá var eftir að finna umbúðirnar. „Við fórum í fyrirtæki í Hafnarfirði sem heitir Spírall og þar voru til pappakassar sem fyrir tilviljun pössuðu utan um kertin. Síðan hönnuðum við lógó, létum prenta þau á límmiða sem við límdum á kassana. Þetta eru innikerti, útlitið er vissulega dálítið hrátt en þannig viljum við hafa þau.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Sex bekkjarsystur úr Versló kynna eigin vörur í dag í fyrsta skipti. Það eru ilmkerti í steyptum stjökum sem þær gerðu með eigin höndum. Ein stúlknanna er Helga Lena Garðarsdóttir. „Við verðum í Smáralind milli klukkan 11 og 18 í dag ásamt mörgum framhaldsskólanemum sem taka þátt í verkefnum á vegum frumkvöðlasamtakanna Junior Achievements. Svo verða aðrir á morgun,“ segir Helga Lena og lýsir ferlinu sem þær stöllur hafa farið í gegnum sem hún segir hafa verið lærdómsríkt. „Við erum í frumkvöðlaáfanga í Versló og þar stofnuðum við fyrirtækið Rökkva Reykjavík. Það er dálítið ferli, byrjuðum á að greiða stofnunargjald, stofna reikning, skrá fyrirtækið og finna nafn sem ekki var frátekið. Leituðum að sterku kvenmannsnafni og Rökkva varð fyrir valinu því við erum með ilmkerti sem henta vel þegar fer að rökkva. Svo er svo íslenskt að vera með ö í nafninu.“ Helga Lena segir sérstöðu framleiðslunnar vera þá að ílátin undir kertin séu úr steinsteypu. „Við höfum ekki séð svoleiðis á markaðinum áður. Við steyptum stjakana sjálfar úr steypu frá BM Vallá, og það tók alveg á.“ Hún segir þær hafa verið svo heppnar að ein úr hópnum búi í hálfbyggðu húsi í Úlfarsárdal og þar hafi þær getað verið með steypuna. „Svo fórum við með stjakana í bílskúr heima hjá annarri. Þar bræddum við vaxið og helltum því í, mamma einnar í hópnum seldi okkur efni í það, hún flytur það inn og er með kertanámskeið. Þetta var heilmikið stúss.“ Þá var eftir að finna umbúðirnar. „Við fórum í fyrirtæki í Hafnarfirði sem heitir Spírall og þar voru til pappakassar sem fyrir tilviljun pössuðu utan um kertin. Síðan hönnuðum við lógó, létum prenta þau á límmiða sem við límdum á kassana. Þetta eru innikerti, útlitið er vissulega dálítið hrátt en þannig viljum við hafa þau.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira