Segir það galið að gefa eftir tekjustofna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2018 16:54 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hefði þurft að forgangsraða betur. Vísir/ernir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ríkisstjórnina hafa gleymt hópum eins og ungum foreldrum, öldruðum og öryrkjum þegar hún ráðstafaði fjármunum þjóðarinnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára. „Þeir [hóparnir] eru alveg gleymdir í þessu plaggi og það er það sem við erum að gagnrýna; í fyrsta lagi að það sé ekki aflað tekna til að ráðast í þær nauðsynlegu framkvæmdir og aðgerðir sem þarf að fara í og öðru lagi er forgangsröðunin ekki í þágu þeirra sem mest þurfa á að halda í dag,“ segir Logi. Logi var, auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra, og Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar, gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Nýkynnt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára rædd í þaula. Þingmennirnir höfðu skiptar skoðanir á ágæti hennar. Logi vekur athygli á hópum sem bera skarðan hlut frá borði. „Við erum með fimmtíu prósent allra launamanna sem eru undir sex hundruð þúsund krónum á mánuði, við erum með þrettán, fjórtán, prósent sem eru með undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði,“ sagði Logi sem var þess fullviss að þingmennirnir sem sátu við hlið væru ekki færir um að lifa á þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði. „Við erum að horfa upp á harðduglegar, venjulegar fjölskyldur, venjulegt fólk sem er í tveimur, til þremur vinnum til að reyna að ná endum saman. Þetta fólk má ekki við minnstu áföllum að þá lendir það inn í vítahring og á endanum jafnvel í ógöngum. Það er galið í rauninni að gefa eftir tekjustofna núna með þeim hætti sem er verið að gera,“ segir Logi sem hefði heldur kosið að fjármunum hefði verið ráðstafað með þeim hætti að að hækka barna-og/eða vaxtabætur, grunnlífeyri aldraða og öryrkja.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Víglínan Tengdar fréttir Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02 Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ríkisstjórnina hafa gleymt hópum eins og ungum foreldrum, öldruðum og öryrkjum þegar hún ráðstafaði fjármunum þjóðarinnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára. „Þeir [hóparnir] eru alveg gleymdir í þessu plaggi og það er það sem við erum að gagnrýna; í fyrsta lagi að það sé ekki aflað tekna til að ráðast í þær nauðsynlegu framkvæmdir og aðgerðir sem þarf að fara í og öðru lagi er forgangsröðunin ekki í þágu þeirra sem mest þurfa á að halda í dag,“ segir Logi. Logi var, auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra, og Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar, gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Nýkynnt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára rædd í þaula. Þingmennirnir höfðu skiptar skoðanir á ágæti hennar. Logi vekur athygli á hópum sem bera skarðan hlut frá borði. „Við erum með fimmtíu prósent allra launamanna sem eru undir sex hundruð þúsund krónum á mánuði, við erum með þrettán, fjórtán, prósent sem eru með undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði,“ sagði Logi sem var þess fullviss að þingmennirnir sem sátu við hlið væru ekki færir um að lifa á þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði. „Við erum að horfa upp á harðduglegar, venjulegar fjölskyldur, venjulegt fólk sem er í tveimur, til þremur vinnum til að reyna að ná endum saman. Þetta fólk má ekki við minnstu áföllum að þá lendir það inn í vítahring og á endanum jafnvel í ógöngum. Það er galið í rauninni að gefa eftir tekjustofna núna með þeim hætti sem er verið að gera,“ segir Logi sem hefði heldur kosið að fjármunum hefði verið ráðstafað með þeim hætti að að hækka barna-og/eða vaxtabætur, grunnlífeyri aldraða og öryrkja.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Víglínan Tengdar fréttir Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02 Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02
Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44