Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Hersir Aron Ólafsson skrifar 7. apríl 2018 20:00 Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. Bruninn í húsnæði Geymslna og Icewear við Miðhraun í Garðabæ var eitt umfangsmesta verkefni sem slökkvilið hefur sinnt undanfarin misseri og kom gríðarstór hópur fólks víða af landinu að verkinu. Lögregla fékk vettvanginn afhentan í gærkvöldi, en rannsókn á staðnum hefst ekki fyrr en á mánudag. Rétt var talið að leyfa húsinu að jafna sig yfir helgina, ef svo má segja, til að tryggja öryggi rannsakenda.Óljóst hver ber endanlega ábyrgð Fjölmargir áttu gríðarleg verðmæti í geymslum í húsinu og vaknar því óhjákvæmilega spurningin um hver beri ábyrgð á tjóninu. Samkvæmt upplýsingum á vef Geymslna er hið geymda a.m.k. ekki tryggt af fyrirtækinu, þó brunavörnum og öðrum kerfum sé ætlað að minnka hættu á tjóni. Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í vátryggingarétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrirtækinu beri engin skylda til að taka slíkar tryggingar. Hins vegar sé staðan óljósari hvað varðar bótaábyrgð. „Lög um þjónustukaup gilda um sölu svona þjónustu. Það er alveg skýrt í gildissviði þeirra laga að nákvæmlega svona þjónusta fellur þar undir,“ segir Þóra. Í 26. grein laganna segir að seljandi þjónustu beri ábyrgð á því ef hlutur sem vinna á við skemmist af óviðráðanlegum orsökum í hans vörslum. „Þarna er verið að grípa ábyrgð sem til dæmis bílaverkstæði bera gagnvart þeim sem koma með bílinn í viðgerð og hafa enga stjórn á því hvernig bíllinn er geymdur og þess háttar,“ bendir Þóra á. Það er því túlkanlegt hvort geymslufyrirtæki teljist vinna við hluti sem þau geyma og beri þannig ábyrgð samkvæmt ákvæðinu. „Það mætti alveg hugsa sér það og greinargerðin með ákvæðinu er ekki alveg skýr um það. Ég treysti mér ekki til að fullyrða um það hér og nú,“ segir Þóra.Allur gangur á formi geymslusamninganna Þóra kannast ekki við að dómar hafi fallið um slík álitaefni, en segir að slík fordæmi gætu orðið afar áhugaverð. Þó megi einnig spyrja sig hvort samningsformin í kringum geymslustarfsemi af þessu tagi gætu haft áhrif. „Það er ýmist verið að gera samninga um þessa þjónustu eða jafnvel húsaleigusamninga og þá kemur til álita hvort seljandi svona þjónustu geti komið sér undan þessari ábyrgð með því að gera t.d. húsaleigusamning en ekki þjónustusamning eins og hann ætti að gera,“ segir Þóra. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. 7. apríl 2018 12:30 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. Bruninn í húsnæði Geymslna og Icewear við Miðhraun í Garðabæ var eitt umfangsmesta verkefni sem slökkvilið hefur sinnt undanfarin misseri og kom gríðarstór hópur fólks víða af landinu að verkinu. Lögregla fékk vettvanginn afhentan í gærkvöldi, en rannsókn á staðnum hefst ekki fyrr en á mánudag. Rétt var talið að leyfa húsinu að jafna sig yfir helgina, ef svo má segja, til að tryggja öryggi rannsakenda.Óljóst hver ber endanlega ábyrgð Fjölmargir áttu gríðarleg verðmæti í geymslum í húsinu og vaknar því óhjákvæmilega spurningin um hver beri ábyrgð á tjóninu. Samkvæmt upplýsingum á vef Geymslna er hið geymda a.m.k. ekki tryggt af fyrirtækinu, þó brunavörnum og öðrum kerfum sé ætlað að minnka hættu á tjóni. Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í vátryggingarétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrirtækinu beri engin skylda til að taka slíkar tryggingar. Hins vegar sé staðan óljósari hvað varðar bótaábyrgð. „Lög um þjónustukaup gilda um sölu svona þjónustu. Það er alveg skýrt í gildissviði þeirra laga að nákvæmlega svona þjónusta fellur þar undir,“ segir Þóra. Í 26. grein laganna segir að seljandi þjónustu beri ábyrgð á því ef hlutur sem vinna á við skemmist af óviðráðanlegum orsökum í hans vörslum. „Þarna er verið að grípa ábyrgð sem til dæmis bílaverkstæði bera gagnvart þeim sem koma með bílinn í viðgerð og hafa enga stjórn á því hvernig bíllinn er geymdur og þess háttar,“ bendir Þóra á. Það er því túlkanlegt hvort geymslufyrirtæki teljist vinna við hluti sem þau geyma og beri þannig ábyrgð samkvæmt ákvæðinu. „Það mætti alveg hugsa sér það og greinargerðin með ákvæðinu er ekki alveg skýr um það. Ég treysti mér ekki til að fullyrða um það hér og nú,“ segir Þóra.Allur gangur á formi geymslusamninganna Þóra kannast ekki við að dómar hafi fallið um slík álitaefni, en segir að slík fordæmi gætu orðið afar áhugaverð. Þó megi einnig spyrja sig hvort samningsformin í kringum geymslustarfsemi af þessu tagi gætu haft áhrif. „Það er ýmist verið að gera samninga um þessa þjónustu eða jafnvel húsaleigusamninga og þá kemur til álita hvort seljandi svona þjónustu geti komið sér undan þessari ábyrgð með því að gera t.d. húsaleigusamning en ekki þjónustusamning eins og hann ætti að gera,“ segir Þóra.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. 7. apríl 2018 12:30 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00
Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. 7. apríl 2018 12:30
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45
Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58