Vona að ferðalög erlendis dragi athygli Trump frá Comey Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2018 12:00 Comey hefur meðal annars borið um að Trump hafi beðið hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans, falla niður í fyrra. Vísir/AFP Ný bók frá James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, er líkleg til tröllríða fjölmiðlum í næstu viku. Þrátt fyrir það er Hvíta húsið ekki sagt hafa neina áætlun um hvernig það ætli að bregðast við fullyrðingum Comey. Helst vona aðstoðarmenn Trump forseta að ferðalög hans erlendis muni draga athygli hans frá umfjölluninni. Bókar Comey er beðið með nokkurri eftirvæntingu. Trump rak Comey í maí í fyrra og sagði að það hefði verið vegna rannsóknar FBI á meintu samráði forsetaframboðs hans við Rússa. Comey hefur sagt þingnefnd að hann hafi talið forsetann reyna að fá sig til að fella niður rannsókn á bandamönnum sínum og krafið hann um hollustu sína. Brottrekstur Comey varð til þess að Robert Mueller var falið að stýra rannsókninni sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.Bandaríska blaðið Politico segir að Hvíta húsið hafi gert lítið til að undirbúa viðbrögð við bókinni vegna þess að það væri á endanum tilgangslaus æfing. Trump gæti hvenær sem er hent öllum undirbúnum yfirlýsingum út um gluggann með enn einum tíststorminum. Þess í stað voni aðstoðarmenn forsetans að ferðalög hans til Suður-Ameríku og fundur með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, á Flórída í næstu viku dreifi athygli hans.Kallaði Comey „geðsjúkling“ við rússneska erindreka Bók Comey nefnist „Æðri hollusta: Sannleikurinn, lygar og forysta“ [e. A Higher Loyalty: Truth, Lies and Leadership]. Þrátt fyrir að hún komi ekki út fyrr en í næstu viku er hún nú þegar nærri toppi metsölulista á Amazon-verslunarvefnum. Í kjölfar útgáfunnar fer Comey í kynningaferð í fjölmiðlum, meðal annars í fjölda sjónvarpsviðtala. Fyrir utan framburð hans fyrir þingnefnd í fyrra hefur hann lítið sem ekkert tjáð sig um það sem gekk á eftir að Trump tók við sem forseti og þangað til hann rak Comey í fyrra. Trump kallaði Comey meðal annars „geðsjúkling“ þegar hann tók á móti utanríkisráðherra og sendirherra Rússa daginn eftir að hann sparkaði honum úr embætti. Brottreksturinn hafi jafnframt létt miklum þrýstingi af honum vegna Rússarannsóknarinnar. Síðar virtist Trump hóta Comey með upptökum af samtölum þeirra. Þegar Comey var spurður út í upptökur sagði hann eftirminnilega: „Drottinn minn, ég vona að það séu til upptökur“. Hvíta húsið varð síðar að viðurkenna að upptökur hafi aldrei verið gerðar af samtölum Trump og Comey.Fréttin hefur verið uppfærð. Shinzo Abe var upphaflega ranglega sagður forseti Japans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Ný bók frá James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, er líkleg til tröllríða fjölmiðlum í næstu viku. Þrátt fyrir það er Hvíta húsið ekki sagt hafa neina áætlun um hvernig það ætli að bregðast við fullyrðingum Comey. Helst vona aðstoðarmenn Trump forseta að ferðalög hans erlendis muni draga athygli hans frá umfjölluninni. Bókar Comey er beðið með nokkurri eftirvæntingu. Trump rak Comey í maí í fyrra og sagði að það hefði verið vegna rannsóknar FBI á meintu samráði forsetaframboðs hans við Rússa. Comey hefur sagt þingnefnd að hann hafi talið forsetann reyna að fá sig til að fella niður rannsókn á bandamönnum sínum og krafið hann um hollustu sína. Brottrekstur Comey varð til þess að Robert Mueller var falið að stýra rannsókninni sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.Bandaríska blaðið Politico segir að Hvíta húsið hafi gert lítið til að undirbúa viðbrögð við bókinni vegna þess að það væri á endanum tilgangslaus æfing. Trump gæti hvenær sem er hent öllum undirbúnum yfirlýsingum út um gluggann með enn einum tíststorminum. Þess í stað voni aðstoðarmenn forsetans að ferðalög hans til Suður-Ameríku og fundur með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, á Flórída í næstu viku dreifi athygli hans.Kallaði Comey „geðsjúkling“ við rússneska erindreka Bók Comey nefnist „Æðri hollusta: Sannleikurinn, lygar og forysta“ [e. A Higher Loyalty: Truth, Lies and Leadership]. Þrátt fyrir að hún komi ekki út fyrr en í næstu viku er hún nú þegar nærri toppi metsölulista á Amazon-verslunarvefnum. Í kjölfar útgáfunnar fer Comey í kynningaferð í fjölmiðlum, meðal annars í fjölda sjónvarpsviðtala. Fyrir utan framburð hans fyrir þingnefnd í fyrra hefur hann lítið sem ekkert tjáð sig um það sem gekk á eftir að Trump tók við sem forseti og þangað til hann rak Comey í fyrra. Trump kallaði Comey meðal annars „geðsjúkling“ þegar hann tók á móti utanríkisráðherra og sendirherra Rússa daginn eftir að hann sparkaði honum úr embætti. Brottreksturinn hafi jafnframt létt miklum þrýstingi af honum vegna Rússarannsóknarinnar. Síðar virtist Trump hóta Comey með upptökum af samtölum þeirra. Þegar Comey var spurður út í upptökur sagði hann eftirminnilega: „Drottinn minn, ég vona að það séu til upptökur“. Hvíta húsið varð síðar að viðurkenna að upptökur hafi aldrei verið gerðar af samtölum Trump og Comey.Fréttin hefur verið uppfærð. Shinzo Abe var upphaflega ranglega sagður forseti Japans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58
Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59
Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01
Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43