„Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2018 21:30 Sigvaldi er faðir pilts á átjánda ári og segir hann kerfið hafa brugðist honum og fjölskyldunni síðustu ár vísir Foreldrar pilts á átjánda ári sendu opið bréf á alla þingmenn í dag þar sem þau benda á misbresti í barnaverndarkerfinu. Sonur þeirra hefur verið í miklum vímuefnavanda síðustu fjögur ár. „Okkar barn hefði þurft aðstoð en ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði eru. Það er frábært starfsfólk í kerfinu sem eru því miður að vinna í kerfi sem erfitt er að vinna í. Við erum að blanda saman börnum með ólíkar þarfir og ólík vandamál og blanda saman börnum frá tólf til átján ára, sem eiga enga samleið," segir Sigvaldi Sigurbjörnsson, faðir piltsins. Hann segir síðustu fjögur ár hafa verið afar erfið og að fleiri líf séu í húfi en barnsins sem sé í vanda, enda taki úrræðaleysi sinn toll af allri fjölskyldunni. „Sérstaklega á systkinin. Þau vita aldrei hvort systkini sitt komi heim aftur, lifandi.“ Í bréfinu gagnrýna foreldrarnir Barnaverndarstofu harðlega og úrræðaleysi þar en í fréttum síðustu daga hefur verið sagt frá því að átta af tíu meðferðarheimilum hafi lokað á síðustu árum. Það er þó ekki alveg rétt. Á síðustu 18 árum hefur meðferðarheimilum sannarlega fækkað, úr níu í þrjú. Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu, segir fækkunina einfaldlega skýrast af minni eftirspurn. Það sé til að mynda laus pláss á tveimur meðferðarheimilum úti á landi í dag þrátt fyrir að það sé yfirfullt á neyðarvistun Stuðla. „Við hörmum það mjög að hafa þurft að vísa börnum frá neyðarvistuninni og við erum núna að fara yfir það með Stuðlum og barnaverndarnefndum hvenær sé verið að vista endurtekið sömu börn, börn sem gætu fengið vistun á meðferðarheimili,“ segir Halldór. „Af einhverjum ástæðum dregur annað hvort úr áhuga barnaverndarnefnda á að sækjast eftir plássum á meðferðarheimilum eða að þau komast ekki yfir það að vinna málin til enda. Við vitum það ekki.“Halldór Hauksson hjá Barnaverndarstofu segir hugmyndir fólks um meðferð hafa breyst og nú fari þær meira fram á heimili barnsins eða að minnsta kosti í nærumhverfi en lóð fáist ekki fyrir nýtt meðferðarheimili í Reykjavíkvísir/skjáskotStrandar á lóðinni Um 80% barnaverndarmála koma upp á Suðvesturhorninu og hefur eftirspurn um meðferð í nærumhverfi aukist verulega síðustu ár. Halldór segir að því sé mætt með meðferðarúrræði á Stuðlum og MST-meðferð sem fer fram á heimili barnsins. En að þörf fyrir meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu sé sannarlega til staðar en nýtt heimili hefur verið í smíðum frá haustinu 2015. „Við erum búin að gera alla heimavinnu sem að okkur snýr en þetta hefur verið fast annars staðar í kerfinu. Og nú er það þannig að við leitum að lóð og höfum leitað til sveitarfélaga eftir lóðum, fáum góðar undirtektir en því miður hefur ekkert gerst ennþá," segir Halldór.Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Foreldrar pilts á átjánda ári sendu opið bréf á alla þingmenn í dag þar sem þau benda á misbresti í barnaverndarkerfinu. Sonur þeirra hefur verið í miklum vímuefnavanda síðustu fjögur ár. „Okkar barn hefði þurft aðstoð en ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði eru. Það er frábært starfsfólk í kerfinu sem eru því miður að vinna í kerfi sem erfitt er að vinna í. Við erum að blanda saman börnum með ólíkar þarfir og ólík vandamál og blanda saman börnum frá tólf til átján ára, sem eiga enga samleið," segir Sigvaldi Sigurbjörnsson, faðir piltsins. Hann segir síðustu fjögur ár hafa verið afar erfið og að fleiri líf séu í húfi en barnsins sem sé í vanda, enda taki úrræðaleysi sinn toll af allri fjölskyldunni. „Sérstaklega á systkinin. Þau vita aldrei hvort systkini sitt komi heim aftur, lifandi.“ Í bréfinu gagnrýna foreldrarnir Barnaverndarstofu harðlega og úrræðaleysi þar en í fréttum síðustu daga hefur verið sagt frá því að átta af tíu meðferðarheimilum hafi lokað á síðustu árum. Það er þó ekki alveg rétt. Á síðustu 18 árum hefur meðferðarheimilum sannarlega fækkað, úr níu í þrjú. Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu, segir fækkunina einfaldlega skýrast af minni eftirspurn. Það sé til að mynda laus pláss á tveimur meðferðarheimilum úti á landi í dag þrátt fyrir að það sé yfirfullt á neyðarvistun Stuðla. „Við hörmum það mjög að hafa þurft að vísa börnum frá neyðarvistuninni og við erum núna að fara yfir það með Stuðlum og barnaverndarnefndum hvenær sé verið að vista endurtekið sömu börn, börn sem gætu fengið vistun á meðferðarheimili,“ segir Halldór. „Af einhverjum ástæðum dregur annað hvort úr áhuga barnaverndarnefnda á að sækjast eftir plássum á meðferðarheimilum eða að þau komast ekki yfir það að vinna málin til enda. Við vitum það ekki.“Halldór Hauksson hjá Barnaverndarstofu segir hugmyndir fólks um meðferð hafa breyst og nú fari þær meira fram á heimili barnsins eða að minnsta kosti í nærumhverfi en lóð fáist ekki fyrir nýtt meðferðarheimili í Reykjavíkvísir/skjáskotStrandar á lóðinni Um 80% barnaverndarmála koma upp á Suðvesturhorninu og hefur eftirspurn um meðferð í nærumhverfi aukist verulega síðustu ár. Halldór segir að því sé mætt með meðferðarúrræði á Stuðlum og MST-meðferð sem fer fram á heimili barnsins. En að þörf fyrir meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu sé sannarlega til staðar en nýtt heimili hefur verið í smíðum frá haustinu 2015. „Við erum búin að gera alla heimavinnu sem að okkur snýr en þetta hefur verið fast annars staðar í kerfinu. Og nú er það þannig að við leitum að lóð og höfum leitað til sveitarfélaga eftir lóðum, fáum góðar undirtektir en því miður hefur ekkert gerst ennþá," segir Halldór.Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16