Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2018 20:15 Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. Leiðsögumaður sem varð vitni að athæfi mannsins segir að ferðamaðurinn hafi með þessu sett sjálfan sig í stórhættu.Rúv greindi fyrst fráen í samtali við Vísi segir Páll Jónsson, leiðsögumaður sem var við Jökulsárlón í dag og tók myndskeið af athæfi mannsins, að maðurinn hafi verið kominn töluvert langt út lónið. Fjöldi ferðamanna varð vitni að atvikinu.„Já, það var fólk þarna skelfingu lostið, aðrir leiðsögumenn og Íslendingar. Svo var hann þarna með þessa flottu „selfie-stöng“ og myndavél,“ segir Páll og bætir við að ferðamennirnir hafi klappað fyrir honum og ekki gert sér grein fyrir hættunni sem skapaðist.Rann til en náði að rétta sig afÁ myndbandi sem Páll tók og sjá má hér að ofan og neðan sést hvernig hann stekkur á milli ísjaka til þess að komast aftur í land. Segir Páll að ferðamaðurinn hafi farið lengra út á lónið en sést í myndböndunu. Í myndbandinu hér að neðan sést hvernig honum skrikar fótur og litlu megi muna að hann detti í lónið. Segir Páll að hefði það gerst hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, enda Jökulsárlón jú jökulkalt, auk þess sem að ísinn var á töluverðri hreyfingu.„Þetta íshröngl þarna, þó að þetta séu engin ísbjörg, þá eru þetta flekar og sjórinn ýtir á þetta. Þetta kemur og þó að menn verði ekki að pönnuköku þá hefði hann getað beinbrotnað. Ef hann hefði dottið þarna niður á milli þá hefði það berið verið endirinn á þessu. Hann hefði ekki getað komið upp sjálfur. Það hefði enginn náð honum upp aftur.“ segir Páll.Sagðist vera „ís-sérfræðingur“ Þegar ferðamaðurinn komst í land labbaði hann fram hjá Páli sem ræddi stuttlega við hann og reyndi að útskýra fyrir honum hversu hættulegt athæfi hans hafi verið. Ferðamaðurinn afsakaði sig með því að segjast hafa mikla reynslu af ís frá Kanada. „Ég sagði við hann að hann væri heppnasti maðurinn í heiminum í dag. Hann skýrði það út fyrir mér að svo væri ekki þar sem hann væri frá Kanada. Hann væri vanur ís í Kanada. Ég sagði að það gæti vel verið að hann væri frá Kanada en að hann væri einnig mannlegur.“ Á svæðinu er viðvörunarskilti sem varar viðstadda við að fara út á ísilagt lónið. Reglulega koma þó upp atvik þar sem ferðamenn hunsa skiltið og fara út á ísinn. Eru dæmi þess að börn hafi farið eftirlitslaus út á ísinn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregla þurfti að reka ferðamenn af ísnum á Jökulsárlóni Fjöldi ferðamanna fór út á ísinn á Jökulsárlóni fyrr í dag. 26. nóvember 2017 18:34 Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. 18. apríl 2016 11:22 Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. Leiðsögumaður sem varð vitni að athæfi mannsins segir að ferðamaðurinn hafi með þessu sett sjálfan sig í stórhættu.Rúv greindi fyrst fráen í samtali við Vísi segir Páll Jónsson, leiðsögumaður sem var við Jökulsárlón í dag og tók myndskeið af athæfi mannsins, að maðurinn hafi verið kominn töluvert langt út lónið. Fjöldi ferðamanna varð vitni að atvikinu.„Já, það var fólk þarna skelfingu lostið, aðrir leiðsögumenn og Íslendingar. Svo var hann þarna með þessa flottu „selfie-stöng“ og myndavél,“ segir Páll og bætir við að ferðamennirnir hafi klappað fyrir honum og ekki gert sér grein fyrir hættunni sem skapaðist.Rann til en náði að rétta sig afÁ myndbandi sem Páll tók og sjá má hér að ofan og neðan sést hvernig hann stekkur á milli ísjaka til þess að komast aftur í land. Segir Páll að ferðamaðurinn hafi farið lengra út á lónið en sést í myndböndunu. Í myndbandinu hér að neðan sést hvernig honum skrikar fótur og litlu megi muna að hann detti í lónið. Segir Páll að hefði það gerst hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, enda Jökulsárlón jú jökulkalt, auk þess sem að ísinn var á töluverðri hreyfingu.„Þetta íshröngl þarna, þó að þetta séu engin ísbjörg, þá eru þetta flekar og sjórinn ýtir á þetta. Þetta kemur og þó að menn verði ekki að pönnuköku þá hefði hann getað beinbrotnað. Ef hann hefði dottið þarna niður á milli þá hefði það berið verið endirinn á þessu. Hann hefði ekki getað komið upp sjálfur. Það hefði enginn náð honum upp aftur.“ segir Páll.Sagðist vera „ís-sérfræðingur“ Þegar ferðamaðurinn komst í land labbaði hann fram hjá Páli sem ræddi stuttlega við hann og reyndi að útskýra fyrir honum hversu hættulegt athæfi hans hafi verið. Ferðamaðurinn afsakaði sig með því að segjast hafa mikla reynslu af ís frá Kanada. „Ég sagði við hann að hann væri heppnasti maðurinn í heiminum í dag. Hann skýrði það út fyrir mér að svo væri ekki þar sem hann væri frá Kanada. Hann væri vanur ís í Kanada. Ég sagði að það gæti vel verið að hann væri frá Kanada en að hann væri einnig mannlegur.“ Á svæðinu er viðvörunarskilti sem varar viðstadda við að fara út á ísilagt lónið. Reglulega koma þó upp atvik þar sem ferðamenn hunsa skiltið og fara út á ísinn. Eru dæmi þess að börn hafi farið eftirlitslaus út á ísinn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregla þurfti að reka ferðamenn af ísnum á Jökulsárlóni Fjöldi ferðamanna fór út á ísinn á Jökulsárlóni fyrr í dag. 26. nóvember 2017 18:34 Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. 18. apríl 2016 11:22 Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Lögregla þurfti að reka ferðamenn af ísnum á Jökulsárlóni Fjöldi ferðamanna fór út á ísinn á Jökulsárlóni fyrr í dag. 26. nóvember 2017 18:34
Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. 18. apríl 2016 11:22
Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00