Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. mars 2018 06:00 Könnunarflugvél British Antarctic Survey er nú gerð út frá Akureyrarflugvelli. Verið er að rannsaka svonefndan Norður-Íslandsstraum. Vísir/auðunn Sérútbúin Twin Otter flugvél á vegum stofnunarinnar British Antarctic Survey hefur undanfarið haft bækistöðvar á Akureyri og stundað þaðan rannsóknarflug við Íslandstrendur. „Um er að ræða vísindarannsóknir sem hafa það að markmiði að rannsaka hitastig sjávar og lofts, auk hafíss. Fyrirtækið sem um ræðir heitir British Antartic Survey og eru verkefni þess unnin í samstarfi við fjölmarga aðila, meðal annars veðurstofur Íslands og Noregs ásamt fjölda háskóla víða um heim,“ segir Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, um erindi bresku flugvélarinnar á Íslandi. Um er að ræða stórt verkefni á vegum breska East Anglia háskólans sem stofnunin British Antarctic Survey starfar fyrir. Samkvæmt svörum frá British Antarctic Survey er vera vísindamannanna hér nú tengd stóru verkefni sem snýst um höfin við Ísland og Grænland. „Flugvélin er útbúin fjölbreyttu úrvali tækja til loftslagsrannsókna,“ segir í svari frá British Antarctic Survey, sem vísar á East Anglia háskólann varðandi frekari upplýsingar. Ekki hafa enn fengist nánari skýringar frá breska háskólanum en þó benti talsmaður hans á upplýsingasíðu um verkefnið. Þar kemur fram að verið sé að rannsaka svokallaðan Norður-Íslandsstraum sem hafi uppgötvast fremur nýlega. Þessi Íslandsstraumur leggi til helming þess vatns sem streymi til suðurs um Grænlandssund og leggi sitt af mörkum til Norður-Atlantshafsstraumsins sem skipti sköpum fyrir loftslag í heiminum, sérstaklega í Evrópu. „Við munum meta hlut Íslandshafs í hnattrænum og svæðisbundnum loftslagslíkönum og rannsaka líklegar breytingar á loftflæði og yfirborðsflæði vegna loftslagsbreytinga,“ segir á upplýsingasíðu verkefnisins sem sagt er standa frá árinu 2016 til 2020. Breska könnunarvélin var á föstudag við Skjálfandaflóa og Axarfjörð og á Ströndum við Húnaflóa í gær. British Antarctic Survey er stofnun sem heyrir undir Rannsóknarráð umhverfismála í Bretlandi. Til starfseminnar fær BAS árlega fimmtíu milljónir punda, það svarar til um sjö milljarða íslenskra króna. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vísindi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Sérútbúin Twin Otter flugvél á vegum stofnunarinnar British Antarctic Survey hefur undanfarið haft bækistöðvar á Akureyri og stundað þaðan rannsóknarflug við Íslandstrendur. „Um er að ræða vísindarannsóknir sem hafa það að markmiði að rannsaka hitastig sjávar og lofts, auk hafíss. Fyrirtækið sem um ræðir heitir British Antartic Survey og eru verkefni þess unnin í samstarfi við fjölmarga aðila, meðal annars veðurstofur Íslands og Noregs ásamt fjölda háskóla víða um heim,“ segir Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, um erindi bresku flugvélarinnar á Íslandi. Um er að ræða stórt verkefni á vegum breska East Anglia háskólans sem stofnunin British Antarctic Survey starfar fyrir. Samkvæmt svörum frá British Antarctic Survey er vera vísindamannanna hér nú tengd stóru verkefni sem snýst um höfin við Ísland og Grænland. „Flugvélin er útbúin fjölbreyttu úrvali tækja til loftslagsrannsókna,“ segir í svari frá British Antarctic Survey, sem vísar á East Anglia háskólann varðandi frekari upplýsingar. Ekki hafa enn fengist nánari skýringar frá breska háskólanum en þó benti talsmaður hans á upplýsingasíðu um verkefnið. Þar kemur fram að verið sé að rannsaka svokallaðan Norður-Íslandsstraum sem hafi uppgötvast fremur nýlega. Þessi Íslandsstraumur leggi til helming þess vatns sem streymi til suðurs um Grænlandssund og leggi sitt af mörkum til Norður-Atlantshafsstraumsins sem skipti sköpum fyrir loftslag í heiminum, sérstaklega í Evrópu. „Við munum meta hlut Íslandshafs í hnattrænum og svæðisbundnum loftslagslíkönum og rannsaka líklegar breytingar á loftflæði og yfirborðsflæði vegna loftslagsbreytinga,“ segir á upplýsingasíðu verkefnisins sem sagt er standa frá árinu 2016 til 2020. Breska könnunarvélin var á föstudag við Skjálfandaflóa og Axarfjörð og á Ströndum við Húnaflóa í gær. British Antarctic Survey er stofnun sem heyrir undir Rannsóknarráð umhverfismála í Bretlandi. Til starfseminnar fær BAS árlega fimmtíu milljónir punda, það svarar til um sjö milljarða íslenskra króna.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vísindi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira