Kína tilbúið í „blóðuga bardaga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:01 Staða forsetans er óhemjusterk. Vísir/aFP Forseti Kína, Xi Jinping hélt í nótt ræðu á ársþingi miðnefndar kínverska kommúnistaflokksins sem mörkuð var af þjóðernishyggju og varúðarorðum í garð nágrannaríkja og í raun heimsins alls. Xi hét því að kínverska þjóðin myndi „taka þann sess í heiminum sem hún á skilið“ og sagðist reiðubúinn að berjast í blóðugum bardögum gegn óvinum ríkisins, að því er Guardian hermir. Kína myndi þó ekki taka upp vopn að fyrra bragði en bregðast við af hörku ef ríkinu yrði ógnað. Kínverjar mættu jafnframt ekki sofna á verðinum að mati Xi og taka ævintýralegum uppgangi ríkisins sem gefnum hlut. Þvert á móti stæði Kína á krossgötum og að eina leiðin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar væri að hafa sósíalismann að leiðarljósi. Forsetinn valdamikli lofaði því að Kína muni ganga í endurnýjun lífdaga sinna og varaði sterklega við því að reynt verði að skemma samstöðu þjóðarinnar. Beindi hann orðum sínum ekki síst að sjálfstæðistilraunum Taívans og ítrekaði hann að eining kínverska ríkisins yrði ekki rofin. Stjórnmálaskýrendur telja að Xi hafi með ræðu sinni ekki síst reynt að höfða til landa sinna og eigin flokksmanna. Margir þeirra óttast að viðskiptastríð við Bandaríkin sé í vændum og að það muni hægjast á uppgangi kínverska efnahagskerfisins. Því hafi Xi ákveðið að slá þjóðernishyggjutón í ræðu sinni og stilla sér upp sem leiðtoganum sem Kínverjar þurfi á þessum umbrotatímum.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Ræða Xi var lokapunkturinn á þinginu en áður hafði verið samþykkt að afnema reglur um hversu lengi forseti geti setið á valdastóli. Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin var samþykkt nær einróma og gera stjórnmálaskýrendur því ráð fyrir að Xi muni sitja á forsetastól ævilangt. Þrátt fyrir að breytingin hafi notið yfirgnæfandi stuðnings á hún þó að hafa farið öfugt ofan í nokkra nafntogaða meðlimi kommúnistaflokksins. Ræða Xi á þinginu er því jafnframt sögð hafa verið til þess fallin að friða þessar fáu en háværu óánægjuraddir. Xi er nú þegar orðinn öflugasti leiðtogi kínverska alþýðulýðveldisins síðan Mao Tse-tung var og hét. Stjórnmálaspeki Xi var til að mynda undir lok október í fyrra fest í lög Kommúnistaflokksins. Tengdar fréttir Leiðin greið fyrir Xi Jinping Leiðin er greið fyrir Xi Jinping, forseta Kína, til þess að sitja á forsetatól út ævina eftir að kínverska þingið samþykkti að afnema ákvæði úr stjórnarskrá landsins um hversu lengi forseti landsins getur verið við völd. 11. mars 2018 09:34 Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. 4. mars 2018 07:26 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Forseti Kína, Xi Jinping hélt í nótt ræðu á ársþingi miðnefndar kínverska kommúnistaflokksins sem mörkuð var af þjóðernishyggju og varúðarorðum í garð nágrannaríkja og í raun heimsins alls. Xi hét því að kínverska þjóðin myndi „taka þann sess í heiminum sem hún á skilið“ og sagðist reiðubúinn að berjast í blóðugum bardögum gegn óvinum ríkisins, að því er Guardian hermir. Kína myndi þó ekki taka upp vopn að fyrra bragði en bregðast við af hörku ef ríkinu yrði ógnað. Kínverjar mættu jafnframt ekki sofna á verðinum að mati Xi og taka ævintýralegum uppgangi ríkisins sem gefnum hlut. Þvert á móti stæði Kína á krossgötum og að eina leiðin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar væri að hafa sósíalismann að leiðarljósi. Forsetinn valdamikli lofaði því að Kína muni ganga í endurnýjun lífdaga sinna og varaði sterklega við því að reynt verði að skemma samstöðu þjóðarinnar. Beindi hann orðum sínum ekki síst að sjálfstæðistilraunum Taívans og ítrekaði hann að eining kínverska ríkisins yrði ekki rofin. Stjórnmálaskýrendur telja að Xi hafi með ræðu sinni ekki síst reynt að höfða til landa sinna og eigin flokksmanna. Margir þeirra óttast að viðskiptastríð við Bandaríkin sé í vændum og að það muni hægjast á uppgangi kínverska efnahagskerfisins. Því hafi Xi ákveðið að slá þjóðernishyggjutón í ræðu sinni og stilla sér upp sem leiðtoganum sem Kínverjar þurfi á þessum umbrotatímum.Sjá einnig: Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping Ræða Xi var lokapunkturinn á þinginu en áður hafði verið samþykkt að afnema reglur um hversu lengi forseti geti setið á valdastóli. Kínverski kommúnistaflokkurinn lagði nýlega til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin var samþykkt nær einróma og gera stjórnmálaskýrendur því ráð fyrir að Xi muni sitja á forsetastól ævilangt. Þrátt fyrir að breytingin hafi notið yfirgnæfandi stuðnings á hún þó að hafa farið öfugt ofan í nokkra nafntogaða meðlimi kommúnistaflokksins. Ræða Xi á þinginu er því jafnframt sögð hafa verið til þess fallin að friða þessar fáu en háværu óánægjuraddir. Xi er nú þegar orðinn öflugasti leiðtogi kínverska alþýðulýðveldisins síðan Mao Tse-tung var og hét. Stjórnmálaspeki Xi var til að mynda undir lok október í fyrra fest í lög Kommúnistaflokksins.
Tengdar fréttir Leiðin greið fyrir Xi Jinping Leiðin er greið fyrir Xi Jinping, forseta Kína, til þess að sitja á forsetatól út ævina eftir að kínverska þingið samþykkti að afnema ákvæði úr stjórnarskrá landsins um hversu lengi forseti landsins getur verið við völd. 11. mars 2018 09:34 Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. 4. mars 2018 07:26 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Leiðin greið fyrir Xi Jinping Leiðin er greið fyrir Xi Jinping, forseta Kína, til þess að sitja á forsetatól út ævina eftir að kínverska þingið samþykkti að afnema ákvæði úr stjórnarskrá landsins um hversu lengi forseti landsins getur verið við völd. 11. mars 2018 09:34
Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“ Trump viðraði þessa skoðun sína í ræðu sem hann hélt við fjáröflunarviðburð Repúblikanaflokksins í Flórída í gær. 4. mars 2018 07:26