Fýluferð þúsunda túrista á Reykjanes í nótt Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2018 12:34 Þessi var upplifunin sem ferðamennirnir voru að leita eftir en ekki var því að heilsa í nótt. visir/ernir Nokkur urgur er meðal aðila ferðaþjónustunnar sem fóru margir hverjir af stað í gærkvöldi og nótt á Reykjanesið og vildu sýna túristum norðurljósin. Skýjahuluspá Veðurstofunnar var með ágætum en þegar til kastanna kom var himinhvolfið hulið skýjum og lítið út úr því að fá að mæna á skýjadulur í myrkrinu. Fólk innan ferðaþjónustunnar sem Vísir hefur rætt við eru sumir hverjir fremur gramir og hugsa Veðurstofunni þegjandi þörfina. Hallgrímur Lárusson framkvæmdastjóri og eigandi Snæland segir þetta rétt og fóru einhverjir bílar á hans vegum út í nóttina í leit að norðurljósum. „Allir stóluðu á skýjahuluspá Veðurstofunnar sem sagði heiðskýrt síðan kom í ljós í kvöld að skýjahuluspáin var biluð og allt helskýjað á öllu suðvestanverðu landinu. Þúsundir fóru út í kvöld.“Um talsverða hagsmuni að tefla Haraldur segir vissulega um talsverða hagsmuni að tefla, verulegur kostnaður er því samfara að ræsa út mannskap og farartæki. Og túristarnir hefðu hugsanlega fremur viljað vera á hótelbarnum í huggulegheitum í stað þess að rýna út í niðdimma nóttina. En, Hallgrímur er svo sem ekki að æsa sig mikið yfir þessu. „Ég vil taka fram að við höfum ekki haft samband sjálfir við Veðurstofuna til að fá það staðfest að skýjahuluspáin hjá þeim sé biluð, heldur kom það fram á Facebook-síðunni, Norðurljósavaktin í gær. En hvort sem það er bilun eða ekki þá spáði Veðurstofan að því að það myndi sjást til himins á Reykjanesinu í gærkveldi og fóru margir þangað í von um á sjá ljós,“ segir Hallgrímur. Og bætir því við, glottandi: „En menn hafa fullan skilning á því að norðurljósin eru náttúrfyrirbæri og aldrei á vísan að róa hvort þau sjáist eður ei.“Gæti myndast gat í nótt Í fyrrnefndum Facebook-hóp, Norðurljósavaktinni, má sjá að einstaka hópar höfðu heppnina með sér og náðu stuttum glugga þar sem greina mátti Norðurljós. Vísir ræddi við Þorstein V. Jónsson á Veðurstofu Íslands og hann segir að því miður séu þessar spár ónákvæmar. Þær geti klikkað illilega eins og gerðist í gær. Og sérlega erfitt er að spá fyrir um þetta nú þegar miklar breytingar eru í veðri og lægðadrög ganga hratt yfir landið. En, Þorsteinn segir að ekki hafi verið mikið kvartað undan þessu í gegnum tíðina þannig að þær standa að einhverju leyti fyrir sínu. Í kvöld og í nótt gæti rofað til, eftir miðnætti, þá gæti myndast gat yfir Reykjanesinu en það stendur stutt. Snemma á morgun þykknar yfir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Nokkur urgur er meðal aðila ferðaþjónustunnar sem fóru margir hverjir af stað í gærkvöldi og nótt á Reykjanesið og vildu sýna túristum norðurljósin. Skýjahuluspá Veðurstofunnar var með ágætum en þegar til kastanna kom var himinhvolfið hulið skýjum og lítið út úr því að fá að mæna á skýjadulur í myrkrinu. Fólk innan ferðaþjónustunnar sem Vísir hefur rætt við eru sumir hverjir fremur gramir og hugsa Veðurstofunni þegjandi þörfina. Hallgrímur Lárusson framkvæmdastjóri og eigandi Snæland segir þetta rétt og fóru einhverjir bílar á hans vegum út í nóttina í leit að norðurljósum. „Allir stóluðu á skýjahuluspá Veðurstofunnar sem sagði heiðskýrt síðan kom í ljós í kvöld að skýjahuluspáin var biluð og allt helskýjað á öllu suðvestanverðu landinu. Þúsundir fóru út í kvöld.“Um talsverða hagsmuni að tefla Haraldur segir vissulega um talsverða hagsmuni að tefla, verulegur kostnaður er því samfara að ræsa út mannskap og farartæki. Og túristarnir hefðu hugsanlega fremur viljað vera á hótelbarnum í huggulegheitum í stað þess að rýna út í niðdimma nóttina. En, Hallgrímur er svo sem ekki að æsa sig mikið yfir þessu. „Ég vil taka fram að við höfum ekki haft samband sjálfir við Veðurstofuna til að fá það staðfest að skýjahuluspáin hjá þeim sé biluð, heldur kom það fram á Facebook-síðunni, Norðurljósavaktin í gær. En hvort sem það er bilun eða ekki þá spáði Veðurstofan að því að það myndi sjást til himins á Reykjanesinu í gærkveldi og fóru margir þangað í von um á sjá ljós,“ segir Hallgrímur. Og bætir því við, glottandi: „En menn hafa fullan skilning á því að norðurljósin eru náttúrfyrirbæri og aldrei á vísan að róa hvort þau sjáist eður ei.“Gæti myndast gat í nótt Í fyrrnefndum Facebook-hóp, Norðurljósavaktinni, má sjá að einstaka hópar höfðu heppnina með sér og náðu stuttum glugga þar sem greina mátti Norðurljós. Vísir ræddi við Þorstein V. Jónsson á Veðurstofu Íslands og hann segir að því miður séu þessar spár ónákvæmar. Þær geti klikkað illilega eins og gerðist í gær. Og sérlega erfitt er að spá fyrir um þetta nú þegar miklar breytingar eru í veðri og lægðadrög ganga hratt yfir landið. En, Þorsteinn segir að ekki hafi verið mikið kvartað undan þessu í gegnum tíðina þannig að þær standa að einhverju leyti fyrir sínu. Í kvöld og í nótt gæti rofað til, eftir miðnætti, þá gæti myndast gat yfir Reykjanesinu en það stendur stutt. Snemma á morgun þykknar yfir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira