Fyrirliði kvaddur Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 21. mars 2018 07:00 Nýlega fylgdi ég merkri konu til grafar. Hún hét María Hildur Guðmundsdóttir og var fædd árið 1925. Hún átti mörg systkini en faðir þeirra var jarðsettur á níu ára afmælisdegi Maríu og upp frá því bjó fjölskyldan við lítil efni. Móðirin, Rannveig Majasdóttir, glímdi við heilsuleysi en tókst með mikilli þrautseigju að koma börnum sínum til manns. Það þótti t.d. mikið lán þegar fjölskyldan fékk „offiserabragga“ í Kamp Knox sem var bjartur og hlýr. Sem barn og unglingur æfði María fimleika með fimleikaflokki Ármanns og sýndi með flokknum bæði í Reykjavík og úti á landi og þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk var haldið í sýningarferðir til útlanda. María æfði auk þess handbolta frá unga aldri með KR og varð bikarmeistari í handbolta utanhúss árið 1959, 34 ára gömul. Hún var fyrsti fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta og fyrsta landsleikinn léku þær í Ósló þann 19. júní árið 1956 og töpuðu 10-7. Má finna magnaða lýsingu í Morgunblaðinu frá þessum fyrsta leik þar sem m.a. er greint frá því þegar ein handknattleiksstúlkan gekk fram í íslenska búningnum eftir að þjóðsöngvarnir höfðu verið fluttir og afhenti norska fyrirliðanum fagran blómvönd. Lífshlaup Maríu er merkilegt en það sem gladdi mig ekki síst þegar ég hóf að setja saman minningarorðin um hana var sú staðreynd að þegar hún var að alast upp á kreppuárunum var þátttaka í íþróttum ekki bundin fjárhag fjölskyldunnar. Þessi unga íþróttakona fékk tækifæri til að æfa fimleika og handbolta og fara utan þrátt fyrir að búa í braggahverfi sem barn einstæðrar móður. Það má aldrei verða þannig á Íslandi að börn hafi ekki efni á að iðka íþróttir. Börnin okkar eiga að lifa við jöfn tækifæri á því sviði sem öðrum. Áfram Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega fylgdi ég merkri konu til grafar. Hún hét María Hildur Guðmundsdóttir og var fædd árið 1925. Hún átti mörg systkini en faðir þeirra var jarðsettur á níu ára afmælisdegi Maríu og upp frá því bjó fjölskyldan við lítil efni. Móðirin, Rannveig Majasdóttir, glímdi við heilsuleysi en tókst með mikilli þrautseigju að koma börnum sínum til manns. Það þótti t.d. mikið lán þegar fjölskyldan fékk „offiserabragga“ í Kamp Knox sem var bjartur og hlýr. Sem barn og unglingur æfði María fimleika með fimleikaflokki Ármanns og sýndi með flokknum bæði í Reykjavík og úti á landi og þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk var haldið í sýningarferðir til útlanda. María æfði auk þess handbolta frá unga aldri með KR og varð bikarmeistari í handbolta utanhúss árið 1959, 34 ára gömul. Hún var fyrsti fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta og fyrsta landsleikinn léku þær í Ósló þann 19. júní árið 1956 og töpuðu 10-7. Má finna magnaða lýsingu í Morgunblaðinu frá þessum fyrsta leik þar sem m.a. er greint frá því þegar ein handknattleiksstúlkan gekk fram í íslenska búningnum eftir að þjóðsöngvarnir höfðu verið fluttir og afhenti norska fyrirliðanum fagran blómvönd. Lífshlaup Maríu er merkilegt en það sem gladdi mig ekki síst þegar ég hóf að setja saman minningarorðin um hana var sú staðreynd að þegar hún var að alast upp á kreppuárunum var þátttaka í íþróttum ekki bundin fjárhag fjölskyldunnar. Þessi unga íþróttakona fékk tækifæri til að æfa fimleika og handbolta og fara utan þrátt fyrir að búa í braggahverfi sem barn einstæðrar móður. Það má aldrei verða þannig á Íslandi að börn hafi ekki efni á að iðka íþróttir. Börnin okkar eiga að lifa við jöfn tækifæri á því sviði sem öðrum. Áfram Ísland.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun