Kári mætti í Körfuboltakvöld eftir 6 stig á 3 sekúndum: „Eitt af skotum áratugarins“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 09:00 Kári Jónsson sýndi snilli sína í Keflavík í gærkvöldi þegar hann tryggði Haukum 85-82 sigur með skoti yfir næstum því allan völlinn. Kári hafði þremur sekúndum áður sett niður þrjú vítaskot til þess að jafna metin. Sex stig á þremur sekúndum og að sjálfsögðu fengu Kjartan Atli Kjartansson og félgar Kára til að koma í Körfuboltakvöld strax eftir leikinn. „Þetta var eitt af skotum ársins og skotum áratugarins segja einhverjir. Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem maður hefur séð lengi í íþróttinni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og kallaði fram bros hjá Kára. „Maður er eiginlega pínu orðlaus yfir þessu,“ sagði Hermann Hauksson. „Þetta var bara frábær leikur og svo endar þetta svona. Fyrir okkur hlutlausu þá er þetta magnað,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það var geggjað hvernig við náðum að klára þetta,“ sagði Kári Jónsson en hann fór síðan yfir leikinn með Kjartani Atla, Teiti og Hermanni. Haukar voru þemur stigum undir, 82-79, þegar 3,4 sekúndur voru eftir og Kári fékk þrjú víti. Hann setti öll vítin niður og jafnaði metin. Keflvíkingar fengu síðustu sóknina en töpuðu boltanum og Kári var fljótur að hugsa og náði að skjóta yfir allan völlinn rétt áður en leiktíminn rann út. Þar munaði aðeins sekúndubroti. „Við megum verið glaðir í kvöld en svo þurfum við alveg klárlega að núllstilla okkur eins fljótt og við getum og koma hausnum í gang. Ef við spilum svona aftur þá erum við örugglega ekki að fara vinna Keflavík oft,“ sagði Kári. Það má sjá viðtalið við Kára og yfirferðina um leikinn í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Twitter eftir sigurkörfu Kára: „Ætla að rúlla á eftir Svala" Það var fátt annað rætt í kvöld á Twitter heldur en ótrúleg sigurkarfa Kára Jónssonar. Kári tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla. 20. mars 2018 21:52 Sjáðu ótrúlega flautukörfu Kára: Svali óskaði eftir stuðningsfulltrúa Kári Jónsson tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík, 85-82, en Kári skoraði sigurkörfuna frá sínum eigin vallarhelming. 20. mars 2018 21:41 Kári: Besta orðið yfir þetta er lygilegt Leikmenn og áhorfendur trúðu varla sínum eigin augum þegar Kári Jónsson leikmaður Hauka skoraði ótrúlega sigurkörfu gegn Keflavík yfir völlinn í kvöld. 20. mars 2018 22:17 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Kári Jónsson sýndi snilli sína í Keflavík í gærkvöldi þegar hann tryggði Haukum 85-82 sigur með skoti yfir næstum því allan völlinn. Kári hafði þremur sekúndum áður sett niður þrjú vítaskot til þess að jafna metin. Sex stig á þremur sekúndum og að sjálfsögðu fengu Kjartan Atli Kjartansson og félgar Kára til að koma í Körfuboltakvöld strax eftir leikinn. „Þetta var eitt af skotum ársins og skotum áratugarins segja einhverjir. Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem maður hefur séð lengi í íþróttinni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og kallaði fram bros hjá Kára. „Maður er eiginlega pínu orðlaus yfir þessu,“ sagði Hermann Hauksson. „Þetta var bara frábær leikur og svo endar þetta svona. Fyrir okkur hlutlausu þá er þetta magnað,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það var geggjað hvernig við náðum að klára þetta,“ sagði Kári Jónsson en hann fór síðan yfir leikinn með Kjartani Atla, Teiti og Hermanni. Haukar voru þemur stigum undir, 82-79, þegar 3,4 sekúndur voru eftir og Kári fékk þrjú víti. Hann setti öll vítin niður og jafnaði metin. Keflvíkingar fengu síðustu sóknina en töpuðu boltanum og Kári var fljótur að hugsa og náði að skjóta yfir allan völlinn rétt áður en leiktíminn rann út. Þar munaði aðeins sekúndubroti. „Við megum verið glaðir í kvöld en svo þurfum við alveg klárlega að núllstilla okkur eins fljótt og við getum og koma hausnum í gang. Ef við spilum svona aftur þá erum við örugglega ekki að fara vinna Keflavík oft,“ sagði Kári. Það má sjá viðtalið við Kára og yfirferðina um leikinn í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Twitter eftir sigurkörfu Kára: „Ætla að rúlla á eftir Svala" Það var fátt annað rætt í kvöld á Twitter heldur en ótrúleg sigurkarfa Kára Jónssonar. Kári tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla. 20. mars 2018 21:52 Sjáðu ótrúlega flautukörfu Kára: Svali óskaði eftir stuðningsfulltrúa Kári Jónsson tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík, 85-82, en Kári skoraði sigurkörfuna frá sínum eigin vallarhelming. 20. mars 2018 21:41 Kári: Besta orðið yfir þetta er lygilegt Leikmenn og áhorfendur trúðu varla sínum eigin augum þegar Kári Jónsson leikmaður Hauka skoraði ótrúlega sigurkörfu gegn Keflavík yfir völlinn í kvöld. 20. mars 2018 22:17 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Twitter eftir sigurkörfu Kára: „Ætla að rúlla á eftir Svala" Það var fátt annað rætt í kvöld á Twitter heldur en ótrúleg sigurkarfa Kára Jónssonar. Kári tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla. 20. mars 2018 21:52
Sjáðu ótrúlega flautukörfu Kára: Svali óskaði eftir stuðningsfulltrúa Kári Jónsson tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík, 85-82, en Kári skoraði sigurkörfuna frá sínum eigin vallarhelming. 20. mars 2018 21:41
Kári: Besta orðið yfir þetta er lygilegt Leikmenn og áhorfendur trúðu varla sínum eigin augum þegar Kári Jónsson leikmaður Hauka skoraði ótrúlega sigurkörfu gegn Keflavík yfir völlinn í kvöld. 20. mars 2018 22:17
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum