Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. mars 2018 07:00 Aftan við Valgeir Jónasson sést í innkeyrsluna að Þorrasölum 13-15 sem vísar að blokkinni þar sem hann er húsfélagsformaður. Vísir/ANTON „Bæjarstjórinn svarar ekki skilaboðum, hann vill ekkert við okkur tala. Það er bara af því að við erum litlir karlar,“ segir Valgeir Jónasson, formaður húsfélags Þorrasala 9-11 í Kópavogi. Valgeir segir að eftir að Þorrasalir 9-11 voru byggðir hafi aðkeyrslu að bílakjallara næstu blokkar, Þorrasala 13-15, verið breytt þannig að hún sé milli blokkanna tveggja í stað þess að vísa að götunni. Húsfélagið kærði Kópavogsbæ og vann málið fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála sem felldi úr gildi ákvörð- un Kópavogsbæjar um að veita byggingarleyfi varðandi aðkomuna að bílageymslunni og felldi sömuleiðis úr gildi þá ákvörðun bæjarins að synja kröfu húsfélagsins á númer 9-11 um að beita nágranna þeirra þvingunarúrræðum vegna innkeyrslunnar. „Þegar þeir koma upp brekkuna úr bílakjallaranum hjá sér þá lýsast upp íbúðir á neðstu hæðunum í Þorrasölum 11. Og svo er náttúrlega ónæði af því þegar hurðin skellist,“ segir Valgeir um þau óþægindi sem fylgi hinni breyttu aðkomu að bílageymslunni. Þá eigi að vera göngustígur og aðkoma fyrir slökkviliðsbíla milli blokkanna.„En það var bara klippt af stígnum. Þetta er ekki eins og það á að vera.“ Valgeir segir að íbúarnir í Þorrasölum 9-11 hafi varað við því áður en ráðist var í framkvæmdir í nágrannablokkinni að innkeyrslan í bílakjallarann stæðist ekki lög. Enda hafi það komið á daginn. Kópavogsbær vildi síðan að úrskurðarnefndin tæki málið fyrir að nýju en því var hafnað. „Síðan höfum við ítrekað reynt að hafa samband við Kópavogsbæ en þau hunsa íbúana sem hér eru í 35 íbúðum,“ segir Valgeir um núverandi stöðu málsins og kveður þannig ekkert hafa þokast. „Þeir ætla bara að svæfa málið.“ Valgeir segir kröfuna einfaldlega þá að innkeyrslan verði færð til þess horfs sem upphaflegt skipulag og leyfi hafi gert ráð fyrir. „Það er alveg hægt að gera það,“ segir hann um slíka framkvæmd. „Og Kópavogsbær ætti alveg absalútt að bera kostnað- inn af því. Við héldum aðalfund í húsfélaginu og þar var einróma samþykkt að halda áfram með málið. En helst vildum við ná samkomulagi við bæinn því það er ekkert nema kostnaður sem fylgir þessu.“ Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá Kópavogsbæ hvernig málið horfi við bæjaryfirvöldum og hvað þau hyggist gera. „Málið er í vinnslu hjá Kópavogsbæ og verða viðbrögð bæjarins við úrskurðinum kynnt málsaðilum á næstunni,“ er svarið frá bæjarskrifstofunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
„Bæjarstjórinn svarar ekki skilaboðum, hann vill ekkert við okkur tala. Það er bara af því að við erum litlir karlar,“ segir Valgeir Jónasson, formaður húsfélags Þorrasala 9-11 í Kópavogi. Valgeir segir að eftir að Þorrasalir 9-11 voru byggðir hafi aðkeyrslu að bílakjallara næstu blokkar, Þorrasala 13-15, verið breytt þannig að hún sé milli blokkanna tveggja í stað þess að vísa að götunni. Húsfélagið kærði Kópavogsbæ og vann málið fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála sem felldi úr gildi ákvörð- un Kópavogsbæjar um að veita byggingarleyfi varðandi aðkomuna að bílageymslunni og felldi sömuleiðis úr gildi þá ákvörðun bæjarins að synja kröfu húsfélagsins á númer 9-11 um að beita nágranna þeirra þvingunarúrræðum vegna innkeyrslunnar. „Þegar þeir koma upp brekkuna úr bílakjallaranum hjá sér þá lýsast upp íbúðir á neðstu hæðunum í Þorrasölum 11. Og svo er náttúrlega ónæði af því þegar hurðin skellist,“ segir Valgeir um þau óþægindi sem fylgi hinni breyttu aðkomu að bílageymslunni. Þá eigi að vera göngustígur og aðkoma fyrir slökkviliðsbíla milli blokkanna.„En það var bara klippt af stígnum. Þetta er ekki eins og það á að vera.“ Valgeir segir að íbúarnir í Þorrasölum 9-11 hafi varað við því áður en ráðist var í framkvæmdir í nágrannablokkinni að innkeyrslan í bílakjallarann stæðist ekki lög. Enda hafi það komið á daginn. Kópavogsbær vildi síðan að úrskurðarnefndin tæki málið fyrir að nýju en því var hafnað. „Síðan höfum við ítrekað reynt að hafa samband við Kópavogsbæ en þau hunsa íbúana sem hér eru í 35 íbúðum,“ segir Valgeir um núverandi stöðu málsins og kveður þannig ekkert hafa þokast. „Þeir ætla bara að svæfa málið.“ Valgeir segir kröfuna einfaldlega þá að innkeyrslan verði færð til þess horfs sem upphaflegt skipulag og leyfi hafi gert ráð fyrir. „Það er alveg hægt að gera það,“ segir hann um slíka framkvæmd. „Og Kópavogsbær ætti alveg absalútt að bera kostnað- inn af því. Við héldum aðalfund í húsfélaginu og þar var einróma samþykkt að halda áfram með málið. En helst vildum við ná samkomulagi við bæinn því það er ekkert nema kostnaður sem fylgir þessu.“ Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá Kópavogsbæ hvernig málið horfi við bæjaryfirvöldum og hvað þau hyggist gera. „Málið er í vinnslu hjá Kópavogsbæ og verða viðbrögð bæjarins við úrskurðinum kynnt málsaðilum á næstunni,“ er svarið frá bæjarskrifstofunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira