Aldrei að ýkja Þorvaldur Gylfason skrifar 22. mars 2018 07:41 Vinur minn einn, hátt settur, mikils metinn, víðförull og þaulreyndur embættismaður, sagði við mig yfir kvöldverði: Það má ekki ýkja spillinguna á Íslandi. Það má ekki bera spillinguna hér saman við Afríku þar sem menn eru drepnir í stórum stíl. Slík skot geiga. Ég tók athugasemdina ekki til mín. Ég hef alltaf reynt að virða reglu Gandís: Aldrei að ýkja, þess þarf ekki. Samtal okkar vinanna fer hér á eftir, við stiklum á stóru.Er Ísland of lítið?NN: Vandinn hér er ekki spilling, heldur fólksfæð. Við erum einfaldlega of fá.ÞG: Ekki endilega. Fólksfæðin þarf ekki að vera vandamál. Reynslan utan úr heimi virðist sýna að lítil, þ.e. fámenn lönd eru yfirleitt óspilltari en stærri og fjölmennari lönd. Spillingin í Indlandi, Indónesíu, Kína og Rússlandi – 40% mannkyns búa í þessum fjórum löndum! – stafar ekki af fólksfæð þar, öðru nær. Í litlum löndum þar sem allir vita allt um alla er auðveldara að halda spillingu í skefjum en í stórum löndum þar sem menn geta skýlt sér bak við fjarlægðina og fjöldann.NN: Já, en sjáðu t.d. Hæstarétt þar sem einn dómari gnæfir yfir aðra. Í stærri löndum geta einstakir menn ekki náð slíkri stöðu því þar eru fleiri um hituna.ÞG: Nú jæja? Má ég minna á Earl Warren, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna 1953-1969? – sem hafði verið varaforsetaframbjóðandi repúblikana 1948. Hann þótti njóta slíkrar virðingar að honum væri bezt treystandi til að stýra nefndinni sem var skipuð til að rannsaka morðið á Kennedy forseta í Dallas 1963. Skýrslan reyndist röng í grundvallaratriðum. Bandaríkjaþing hafnaði henni 1978 og lýsti því yfir að Kennedy hefði líklega verið fórnarlamb samsæris svo sem flestir Bandaríkjamenn hafa talið trúlegast frá öndverðu þvert á niðurstöðu Warren-nefndarinnar. Og taktu Pútín Rússlandsforseta sem stefnir á 24ra ára samfellda setu á valdastóli án þess að blikna. Og sjáðu Xi Jinping sem fékk þingið í Beijing til að breyta stjórnarskránni svo hann getið setið á forsetastóli til æviloka. Ekki er fámenninu um að kenna þar austur frá.Spilling grefur undan lýðræðiNN: Nei, en aðalatriðið er að spillingin hér heima er ekki stórvægileg og ekki heldur illkynja eins og víða í Afríku og Rússlandi þar sem blaðamenn og stjórnarandstæðingar eru drepnir í hrönnum. Okkar spilling er miklu vægari, hér er enginn drepinn, heldur eru menn í versta falli frystir úti …ÞG: … Þú átt kannski við „andrúmsloft dauðans“ eins og Morgunblaðið lýsti því 24. júní 2006? …NN: … og auðvitað bitnar t.d. klíkuskapur í mannaráðningum, mismunun í úthlutun aflaheimilda, einkavinavæðing, sjálftaka o.fl. á saklausu fólki og landinu öllu.ÞG: Segðu. Nápotið er ekkert grín.NN: Enda hefur ríkið oftar en einu sinni verið dæmt til að greiða fórnarlömbum skaðabætur vegna spilltra embættaveitinga í dómskerfinu og kallað m.a. yfir sig hirtingu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindadómstóls Evrópu hvað eftir annað – og fordæmingu kjósenda skv. könnunum Gallups og MMR. En enginn var drepinn.ÞG: Rétt. En eigum við þá að þegja um spillinguna hér heima úr því að hún kostar minna hér en í Afríku, Rússlandi og Kína? Eigum við ekki heldur að ræða opinskátt um afturförina sem er smám saman að birtast umheiminum og okkur sjálfum í erlendum skýrslum sem sýna að spilling á Íslandi mælist mun meiri en annars staðar um Norðurlönd og vitna um lýðræði sem hefur látið undan síga og mælist nú einnig veikara hér en annars staðar á Norðurlöndum? Nei, við verðum að ræða málið opinskátt frekar en í hálfum hljóðum. Annars getum við varla endurheimt stöðu okkar við hlið annarra Norðurlanda. Ef við þegjum eykst hættan á að við höldum áfram að dragast aftur úr.Fyrirmynd annarra landa?NN: Ísland er í grundvallaratriðum gott land þótt margt megi betur fara. Við þurfum að horfa áfram veginn.ÞG: Já, vissulega, en hrunið afhjúpaði djúpar sprungur. Og Panama-skjölin, maður lifandi. Og …NN: Auðvitað var það gersamlega galin hugmynd að Ísland gæti orðið fyrirmynd annarra landa í bankarekstri eins og sumir sögðu fram að hruni. Til þess erum við of fá. Og það er jafngalið að hugsa sér að íslenzkir dómstólar geti með réttu orðið öðrum löndum fyrirmynd með því að dæma alla þessa bankamenn í fangelsi. Hvaðan skyldu 340.000 hræðum norður í hafi koma slíkir yfirburðir umfram önnur lönd? Í lögfræði!ÞG: Þú meinar.Tveir þriðju hlutar viðmælenda Gallups vantreysta dómskerfinu skv. glænýrri könnun. NN: En maturinn hér er góður. Peking-önd í Reykjavík. Á Rauðarárstígnum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vinur minn einn, hátt settur, mikils metinn, víðförull og þaulreyndur embættismaður, sagði við mig yfir kvöldverði: Það má ekki ýkja spillinguna á Íslandi. Það má ekki bera spillinguna hér saman við Afríku þar sem menn eru drepnir í stórum stíl. Slík skot geiga. Ég tók athugasemdina ekki til mín. Ég hef alltaf reynt að virða reglu Gandís: Aldrei að ýkja, þess þarf ekki. Samtal okkar vinanna fer hér á eftir, við stiklum á stóru.Er Ísland of lítið?NN: Vandinn hér er ekki spilling, heldur fólksfæð. Við erum einfaldlega of fá.ÞG: Ekki endilega. Fólksfæðin þarf ekki að vera vandamál. Reynslan utan úr heimi virðist sýna að lítil, þ.e. fámenn lönd eru yfirleitt óspilltari en stærri og fjölmennari lönd. Spillingin í Indlandi, Indónesíu, Kína og Rússlandi – 40% mannkyns búa í þessum fjórum löndum! – stafar ekki af fólksfæð þar, öðru nær. Í litlum löndum þar sem allir vita allt um alla er auðveldara að halda spillingu í skefjum en í stórum löndum þar sem menn geta skýlt sér bak við fjarlægðina og fjöldann.NN: Já, en sjáðu t.d. Hæstarétt þar sem einn dómari gnæfir yfir aðra. Í stærri löndum geta einstakir menn ekki náð slíkri stöðu því þar eru fleiri um hituna.ÞG: Nú jæja? Má ég minna á Earl Warren, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna 1953-1969? – sem hafði verið varaforsetaframbjóðandi repúblikana 1948. Hann þótti njóta slíkrar virðingar að honum væri bezt treystandi til að stýra nefndinni sem var skipuð til að rannsaka morðið á Kennedy forseta í Dallas 1963. Skýrslan reyndist röng í grundvallaratriðum. Bandaríkjaþing hafnaði henni 1978 og lýsti því yfir að Kennedy hefði líklega verið fórnarlamb samsæris svo sem flestir Bandaríkjamenn hafa talið trúlegast frá öndverðu þvert á niðurstöðu Warren-nefndarinnar. Og taktu Pútín Rússlandsforseta sem stefnir á 24ra ára samfellda setu á valdastóli án þess að blikna. Og sjáðu Xi Jinping sem fékk þingið í Beijing til að breyta stjórnarskránni svo hann getið setið á forsetastóli til æviloka. Ekki er fámenninu um að kenna þar austur frá.Spilling grefur undan lýðræðiNN: Nei, en aðalatriðið er að spillingin hér heima er ekki stórvægileg og ekki heldur illkynja eins og víða í Afríku og Rússlandi þar sem blaðamenn og stjórnarandstæðingar eru drepnir í hrönnum. Okkar spilling er miklu vægari, hér er enginn drepinn, heldur eru menn í versta falli frystir úti …ÞG: … Þú átt kannski við „andrúmsloft dauðans“ eins og Morgunblaðið lýsti því 24. júní 2006? …NN: … og auðvitað bitnar t.d. klíkuskapur í mannaráðningum, mismunun í úthlutun aflaheimilda, einkavinavæðing, sjálftaka o.fl. á saklausu fólki og landinu öllu.ÞG: Segðu. Nápotið er ekkert grín.NN: Enda hefur ríkið oftar en einu sinni verið dæmt til að greiða fórnarlömbum skaðabætur vegna spilltra embættaveitinga í dómskerfinu og kallað m.a. yfir sig hirtingu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindadómstóls Evrópu hvað eftir annað – og fordæmingu kjósenda skv. könnunum Gallups og MMR. En enginn var drepinn.ÞG: Rétt. En eigum við þá að þegja um spillinguna hér heima úr því að hún kostar minna hér en í Afríku, Rússlandi og Kína? Eigum við ekki heldur að ræða opinskátt um afturförina sem er smám saman að birtast umheiminum og okkur sjálfum í erlendum skýrslum sem sýna að spilling á Íslandi mælist mun meiri en annars staðar um Norðurlönd og vitna um lýðræði sem hefur látið undan síga og mælist nú einnig veikara hér en annars staðar á Norðurlöndum? Nei, við verðum að ræða málið opinskátt frekar en í hálfum hljóðum. Annars getum við varla endurheimt stöðu okkar við hlið annarra Norðurlanda. Ef við þegjum eykst hættan á að við höldum áfram að dragast aftur úr.Fyrirmynd annarra landa?NN: Ísland er í grundvallaratriðum gott land þótt margt megi betur fara. Við þurfum að horfa áfram veginn.ÞG: Já, vissulega, en hrunið afhjúpaði djúpar sprungur. Og Panama-skjölin, maður lifandi. Og …NN: Auðvitað var það gersamlega galin hugmynd að Ísland gæti orðið fyrirmynd annarra landa í bankarekstri eins og sumir sögðu fram að hruni. Til þess erum við of fá. Og það er jafngalið að hugsa sér að íslenzkir dómstólar geti með réttu orðið öðrum löndum fyrirmynd með því að dæma alla þessa bankamenn í fangelsi. Hvaðan skyldu 340.000 hræðum norður í hafi koma slíkir yfirburðir umfram önnur lönd? Í lögfræði!ÞG: Þú meinar.Tveir þriðju hlutar viðmælenda Gallups vantreysta dómskerfinu skv. glænýrri könnun. NN: En maturinn hér er góður. Peking-önd í Reykjavík. Á Rauðarárstígnum!
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun